Náttúrufræðingurinn - 1974, Qupperneq 52
46
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
krónu. „Þegar einitrén eru fullþroskuð giftast stúlkurnar", segir
gamalt máltæki á Norðurlöndum. Norski grasafræðingurinn Schii-
beler segir frá því, að fyrir rúmri öld hafi sígaunar gengið í hjóna-
band á þann einfalda hátt, að parið gekk sólarsinnis kringum eini-
berjarunn. Ef hjón vildu skilja, „undu þau ofan af aftur“, þ. e.
gengu rangsælis kringum runnann.
Einiber hafa verið notuð sem krydd með kjöti á Norðurlöndum
og einnig í aldinmauk. En ekki mun hollt að eta mikið af þeim,
því að í þeim er m. a. terpentína. Einiber eru líka notuð til bragð-
bætis í brennivín, öl, gin og sénever, nafnið er dregið af juniperus,
þ. e. eini. Seyði af berjunum er notað til hreinsunar tréíláta. Reyk-
ur af eini þykir gefa hangikjöti gott bragð. Svælan þótti einnig sótt-
hreinsandi og góð gegn illum öndum og kynjaverum. Þrístrent
merki ofan á berinu átti að merkja Þórshamar. Söxuðu einibarri
var stráð á gólf til hátíðabrigða. Grænlendingar notuðu eini sem
jólatré. Einiber og seyði af þeim verka dálítið þvagörvandi. Eyrrum
var einir sums staðar talinn heilagt tré og var talsverð trú á lækn-
ingamætti hans. Einibarri var svælt gegn smitandi sjúkdómum og
berin tuggin og höfð í munni í sama tilgangi.
Einir þrífst bezt á sólopnum stöðum, en þolir þó allmikinn skugga
og vex sæmilega í kjarri og innan um gisinn skóg. Hann vex batr-
viða hæst upp í fjöll í norðlægum löndum; 1700 m hátt yfir sjó í
Jötunheimafjöllum í Noregi og jafnvel í 3500 m hæð í Alpafjöll-
um.Einir mun vera útbreiddastur allra barrtrjáa á norðurhveli
jarðar, bæði austan hafs og vestan. Hann þrífst á Grænlandi og líka
á sólheitum klöppum Kaliforníu. Gaman væri að vita, ltve liáar
einihríslur hafa fundizt hér á landi. í Hrolleifsdal í Skagafirði t. d.
hef ég séð stóra, fagra einibrúska austan ár. Hríslurnar hafa fyrst
vaxið nokkuð i hæðina, en síðan breiðst út til allra hliða allflestar.
En nokkrar rétta meira úr sér, einkum ei: þær hafa náð að vaxa
upp með stórum steinum og halla sér að þeim. Aðrar breiða úr sér
út yfir steina og njóta sjálfsagt yls af grjótinu í sólskini. Eru all-
margar einihríslur um metri á hæð eða lengd; þvermál stofna 4 cm
og ummál 8—12 cm.
Stærsta einihríslan, sem ég sá, mældist 173 cm og teygði sig upp
með kletti. Stofninn var hálfflatvaxinn, 11,5 cm á ltreidd og 28,5
cm að ummáli. Sennilega er þessi hrísla mjög gömul. Þetta var um
árið 1966. Heyrt hef ég, að einir sé mjög gróskulegur við Sandvatn