Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 69
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
63
Syðra-Þórunnarfjall eða ögn sunnar jafnvel. Er ekki ósennilegt,
þegar gaus í hólunum, að þarna hafi verið hár foss og gljúfrin þar
fyrir neðan búin að ná að mestu núverandi dýpt og vídd. Situr þar
nú lítill og einmana hraunkleggi á eyri nálægt 210 m y. s. (kort
Bandaríkjahers). í Syðra-Þórunnarfjalli neðst virðist vera kaffærður
gígtappi með nokkrum mjóum göngum og þunnum dyngjuhrauns-
flóðum, sem hallar út frá tappanum.
Ekki er ljóst, hver af þessum gígum hefur framleitt mest hraun,
en trúlega hafa Mið-Randarhólar verið drjúgir, þá ekki síður Syðsti-
Randarhóll og sum gígvörpin hjá Hafragili, el' til vill líka Háa-
nibba. Eldflóðin úr gígunum hafa runnið liðugt og flætt norður
eftir djúpum gljúfradal Jökulsár, hátt í 1 km víðum, og er næsta
öruggt, að flákarnir í Sveig, Hólmatungum og Forvöðum séu leifar
þessa hraunflóðs. Einnig tel ég nálega víst, að hraunleifarnar utan
Forvaðakjafts, þ. e. Eyjan og aðrir gljúfrabrúnastubbar, séu leifar
sama hraunflóðs og hafi nálega kaffært Forvaðakjaftsgíga og suður-
hluta Rauðhóla-Hljóðakletta (sem eru Jrví eitthvað eldri), og hraun-
rennsli frá þessum gígum hafi ef til vill komist út á Jökulsársanda.
Hraunleifarnar utan Eambafells gætu Jjó eins verið komnar frá
Rauðhólum í Gljúfrunum, |)ótt ekki verði jrað séð nú. Allt Jretta
hraun hefur runnið mjög liðugt og magnið verið allmikið. Ekki
er nokkur leið með berum augum að greina sundur hraun í Rand-
arhólum og hraun í Rauðhólum í Gljúfrunum.
Þessi hraun í Jökulsárgljúfrum eru feykilega brotin. Straumhörð
og aurug jökuláin hefur um þúsundir ára gengið hart fram í |>ví
að hreinsa þennan óþverra úr dal sínum, og líklega margoft gengið
berserksgang. Þess vegna eru aðeins eftir smáleifar hér og ])ar.
Suður fi'á Lambafelli eru hraunleifarnar annaðhvort úr eintómu
kubbabergi (Hljóðaklettar, Skógarbjörg) eða með tvenns konar
stuðlagerð (Vígabjarg, Eyjan). í seinna tilvikinu er ])á neðri hlut-
inn reglulegt stuðlaberg, en efri hlutinn kubbaberg 4—5 sinnum
þykkari. í Eyjunni er þessu víðast snúið öfugt, þannig að þar er
2—4 m þykk lítt stuðluð hella ofan á þykku kubbabergi, og vottar
fyrir því sama í Skógarbjörgum.
Þessir storknunarhættir eru taldir benda til þess, að glóandi
hraun hafi runnið út í vatn eða vatnsflóð flætt yfir hraunelfuna
meðan hún var að storkna. Kubbabergið verður þá til við rniklu
hraðari kólnun (Guðmundur Sigvaldason, 1968; Kristján Sæmunds-