Náttúrufræðingurinn - 1974, Side 83
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
77
Engar athuganir liggja fyrir um þessa tegund á Suður- eða Suð-
austurlandi ,en eftir þessari reynslu, má búast við, að hún sé einna
algengust þar, a. m. k. í hraunum næst sjónum. Annars eru allar
líkur á, að gullinlóin sé dreifð um allt landið, og hún sé hin ís-
lenzka hellajurt (par excellence) öðrum fremur.
2. Trentepohlia abietina (Flot.) Hansg. Sortuló, einiló.
Myndar grágulbrúna, dökkbrúna eða nærri svarta ló á berki
ýmissa barrviða. Þræðirnir nokkurra mm langir, greinóttir (á ís-
lenzku eintökunum vaxa greinarnar oft saman). Frumurnar sívalar,
aflangar, um 9—12 g á breidd (ísl. eint.), og allt að 3 sinnum lengri
í rótþráðunum, oft dálítið tunnulaga, mjög þykkveggja og vegg-
irnir lagskiptir, olt líkt og hrúðraðir að utan. Grófrumurnar m. e.
m. kúlulaga, 12—20 u í þvermál, sitjandi á greinum eða endum
þeirra.
Hér á landi hefur sortulóin aðeins fundizt í Aðaldal í S.-Þing.
og vex þar eingöngu á eini (Juniperns communis var. nana) og þek-
ur oft greinar hans og stofna að miklu leyti. A stórum svæðum má
svo heita, að hún sé á hverjum einirunna, en einirinn er þarna
mjög tíður, og vex að vanda í stórunr breiðum. Eru þessar breiður
oft dökkar tilsýndar vegna þörungslóarinnar. Ég hef víða gáð að
eini og safnað honum í ýmsum landshlutum, en hvergi orðið var
við þetta fyrirbæri annars staðar.
Þessi íslenzku eintök af Tr. abietina eru að ýmsu leyti sérstök,
og stemma ekki alls kostar við lýsingar á tegundinni. í fyrsta lagi
er jurtin miklu dekkri hér en almennt er talið, eða oftast nærri
svört á litinn, ef hún er þurr. í raka er hún stundum dálítið gxáleit
eða grænleit, og í smásjá virðast þræðirnir vera grágulgrænir eða
dökkgulbrúnir, eftir aldri frumnanna og legu. Einkennilegastur er
þó samvöxtur frumnanna í nærliggjandi þráðum, sem oft má sjá,
jafnvel með stuttu millibili (2. mynd), en það nrinnir á vissa teg-
und frjóvgunar (conjugation), sem er algeng hjá grænþörungum af
ættbálknum Conjugata eða Zygnematales (okþörungum), en naum-
ast getur það þó verið sama eðlis. Hef ég hvergi séð getið um þetta
fyrirbæri hjá lóþörungunum. 1 .oks eru frumurnar ívið sverari en
venjulegt er talið.
Sökum þessara frábrigða má vera, að hér sé um að ræða aðra teg-