Náttúrufræðingurinn - 1974, Qupperneq 107
N ÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN
101
athyglisgáfu sína og glöggskyggni á mörgum sviðum í ríki móður
náttúru.
Af hátterni skúmsins á varpstöðvum hans hér við Bakkahlaup
og Jökulsá er aftur á móti nokkuð aðra sögu að segja en þá, er
Hálfdán þekkir, og sýnir hún, svo ekki verður um deilt, hve fuglar
eru fljótir að breyta aðferðum sínum við fæðuöflun, þegar skortur
er á þeirri fæðu, sem þeim er eðlilegust. Og hefst nú samtalið:
„Það er ætlun mín, Guðmundur, þar sem þú hefur gefið ýmsu
nánar gætur, að biðja þig að segja mér eitthvað af kynnum þínum
af skúmnum, sem faðir þinn fylgdist svo vel með, þegar hann ann-
aðist æðarvarpið hjá ykkur í Lóni.“
„Það er þá fyrst að segja, að tneðan ég man eftir mér, en ég er
fæddur 20. ágúst árið 1898, hefur skúmurinn alltaf verið viðurloða
við varpið hér og stundum drepið fullorðna fugla, bæði blika og
kollur. Og þetta gerir hann enn. En svo gerist það árið 1968, að
hann rænir hreiður. Og það vex svo, að í fyrra mun hann hafa
rænt um áttatíu hreiður á svonefndum Flæðum, sem eru norðan
við Lónin. Þar drap hann fyrst sex kollur, því ummerkin leyna sér
ekki. Það er afkastamikill fugl, þegar hann er í vígahug, enda
rammefldur."
„Hvernig hagaði hann sér við að drepa kollurnar?“
„Það sá ég nú ekki, við hreiðrin, en geri ráð fyrir því, að það
liafi verið eitthvað svipað og þegar hann kæfir þær. Venjulega
drepur hann þær þannig, þegar þær eru yfirbugaðar, að hann bítur
utan um höfuðið á þeim af slíku afli, að nefkrókurinn gengur inn
í heila. Ég hef líka oft séð þá hjálpast að við að yfirbuga þær, og
það allt upp í fjóra saman. Og þegar þeir sækja að þeim, svona
margir í einu, þá koma þær engum vörnum við. Þeir halda þessu
líka áfram með eggjaránið. Þeim er alveg sama, hvort eggin eru
ný eða farin að unga. Þeir éta bara ungan úr þeim, hversu þrosk-
aður sem hann er. Aftur á móti er það svo með hrafninn, að hann
étur mjög lítið, nema á meðan eggin eru glæný.“
„Bera krummar þau líka ekki oftast burtu?“
„Jú, það gera þeir.“
„En sást þú skúmana ræna hreiðrin?"
„Já. Svo þekki ég líka auðveldlega, hvort það er skúmur, hrafn
eða kjói, sem rænir þau. Skúmurinn fer svo illa með dúninn, því
hann brýtur eggin í hreiðrunum, svo skurnið lendir saman við