Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 111
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
105
l^akar taka sér gjarnan stöðu, þar sem landselir liggja uppi að stað-
aldri. Það er nálega vonlaust, að fá færi á selnum, því svartbakur-
inn heldur um þá svo öruggan vörð. Aðvörun sína byrjar hann með
gagg-gagg-gagg, og svífur þá yfir staðinn, þar sem skyttan leynist.
Slík viðvörun nægir til að reka alla lífsreynda seli úr sólbaðinu
beint í sjóinn. En herði svartbakurinn á viðvöruninni með gu-u-u-
u-a-væli og hefji steypiflug að dvalarstað mannsins, sér jafnan í
iljai'nar á „kobba“, nema algjörum óvitum. En hvað fær svo svart-
bakurinn fyrir þetta lífvarðarstarf sitt. Ef til vill leifar fisks, sem
urtan dregur í ból kópsins, a. m. k. haustselsins, senr býr um sig
allhátt frá sjávarmáli og þarf lengi að mata kópinn.
Skemmtilegt er að horfa á svartbak „leiða“ hrognkelsi. Það var
dagleg sjón um fjöru, þegar sjór var tær, og meðan gi'ásleppan
fékk hindrunarlaust að ganga að landi til að hrygna. Svartbakur-
inn hélt þá bráðinni landmegin við sig og rak hana á undan sér,
í ótal krókum. Ef hún gerðist bágræk, þá lyfti „baxi“ sér aðeins
og stakk niður hausnum, allt upp að öxlum. Og þannig var haldið
áfram, þar til hann gat klófest bráðina, á grynnslum, og draslað
henni upp á flúð eða fjöru og liafið máltíðina.
Að endingu þetta: Ég hef veitt því atliygli, eins og þú, að rauða
skellan á neðra skolti svartbaksins er öruggt merki um háan aldur,
og einnig að þeir svartbakar eru mun rýrari og léttari en hinir
yngri. EÍlin leikur þá þannig, eins og okkur, sem ófleygir erum.“
Sem svar við þeim spurningum, sem Jóhannes beinir til mín,
vil ég segja þetta:
Svo lengi sem ég man hef ég verið sjónarvottur að því, að svart-
bakar éti kindahræ og alveg sérstaklega þau, sem hafa legið lengi
í vatni, eins og t. d. dauða silunga, sem eru orðnir svo kasúldnir,
að þeir fljóta, og hrafnar hafa ekki litið við þeim. Aftur á móti
hef ég aldrei séð svartbaka í berjamó, en ótal sinnurn grágæsir,
hrafna og refi. Ég hef líka oft séð svartbaka og hrafna takast á um
æti, og hafa þau átök venjulega endað á sarna hátt og Jóhannes
segir. f þessu sambandi minnist ég þess, þegar ég skaut tvo svart-
baka, sem oft fara sömu leiðir til fanga, og flugu þá oft með ánni,
senr rennur úr vatninu heinra, á leið sinni til unganna, sem þeir
áttu suður í Jökulsárgljúfrum á svokallaðri Gæsaeyri, senr er rétt
sunnan við Réttarfossinn. Báðir voru þeir vel fullir, því þeir ældu
svo stórunr hrúgum af nýju lambakjöti, að ég lrefði naumast trúað