Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 124
118
NÁTTÚRUFRÆÐ I NGURINN
gróðurs, sem eyddist snögglega, ætti tímasetning gossins að vera
fengin með þeirri nákvæmni, sem nú er völ á.
Er dr. Ingrid U. Olsson var hér á ferð sumarið 1971 tók hún á
ný sýni úr Óbrinnishólum og þá á tveim stöðum. Sú aldursákvörð-
un sýndi 2070 ± 70 C14 ár (U-2414) og 2030 ± 90 C14 ár (U-2413).
Hvort tveggja er reiknað frá árinu 1950. Ekki verður talið að þetta
breyti l'yrri niðurstöðum og verður meðalútkoma þessara aldurs-
ákvarðana því um 2140 ± 75 C14 ár.
Yngri gosmyndunin
Bæði gosin í Óbrinnishólum hafa verið hraungos með kviku-
strókavirkni, eins og flest sprungugosin á Reykjanesskaga. Fína gos-
möl eins og |j;i, sem hefur verið svo áberandi í fyrsta Jrætti fyrra
gossins, vantar í Jrað síðara. Aftur á móti mætti segja, að síðara gosið
liafi einkennst af því, hvað mikið hefur verið af hraunkúlum
(bombum) í því. Þær eru af öllum stærðum frá því um 35—40 cm
í þvermál allt niður í kúlur á stærð við krækiber eða ennjoá minni.
Oft eru Jrær mjög reglulegar og fullkomlega hnöttóttar (5. mynd).
Hraun úr Jressu gosi hefur aðallega komið úr syðsta gígnum. Það
hefur runnið austur í átt að Undirhlíðum og svo norður á við,
langleiðina norður að Kaldárseli. Svo beygir J>að vestur og hefur
að öllum líkindum náð út í sjó við Straumsvík, en nokkru austar
hverfur Jaað undir Kapelluhraun. Óbrinnishólahraun og Kapellu-
hraun eru svo lík, að vart verða þau aðgreind með berum aug-
um eða í smásjá. í sambandi við framkvæmdirnar við Straums-
vík voru boraðar allmargar holur til rannsóknar á grunni þeim,
sem álverksmiðjan stendur á, en hún stendur á nyrsta tanga Kapellu-
hrauns. Við þær athuganir kom í ljós, að undir Kapelluhrauni er
annað hraun mjög líkt því. Hraun þessi hafa verið nefnd Ka (=
Kapelluhraun) og Kb (Tómasson 8c Tómasson 1966). Milli þessara
hrauna er aðeins gjalllag, en undir Kb sums staðar sandlag. Tel ég
nærri fullvíst, að hraun Kb sé úr síðasta gosi í Óbrinnishólum og
])ví um 2140 ára garnalt. Þetta sama hraun kentur fram austan við
Kapelluhraun skammt sunnan við gamla Reykjanesveginn og má
rekja það Jraðan suður og austur eftir norðan Kapelluhrauns, en
það nafn er hér eingöngu notað um yngsta hraunstrauminn á þessu
svæði, þann er álverksmiðjan stendur á.