Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 4
kveldskóla. Einn af nemendum lians
var Trausti Einarsson, síðar prófessor
við Háskóla íslands, en hann er víð-
kunnur fyrir jarðfræðirannsóknir sin-
ar. Steinn hjálpaði Trausta við undir-
búning fyrir gagnfræðapróf. Þá var
ekki kominn unglingaskóli í Vest-
mannaeyjum og urðu menn að fara
til lands til þess að taka gagnfræða-
próf.
Eftir dvölina í Vestmannaeyjum
hélt Steinn aftur utan og var næstu
vetur við nám, en veturinn 1927—
1928 kenndi hann íslensku við háskól-
ann í Hamborg. Á sumrin var hann
við ýmsar jarðfræðirannsóknir hér
heima. Sumarið 1928 var hann efna-
fræðingur síldarverksmiðjanna á
Siglufirði og á Sólbakka í Önundár-
firði, og var hann einn af þeim fyrstu
er mældu og aldursákvörðuðu síld á
vísindalegan hátt hér á landi.
Haustið 1928 lá leið Steins til Bol-
ungarvíkur og þar ílentist hann. Árin
1928-1932 og 1933-1953 var hann
skólastjóri unglingaskólans í Bolung-
arvík, en árið 1932 var hann ritstjóri
Vesturlands, sem gefið er i'it á Isafirði.
Steinn var einnig skólastjóri barna-
skólans í Bolungarvík á árunum 1947
—1953. Árið 1953 lét ltann af skóla-
stjórn, en kenndi þó áfram bæði við
barna- og unglingaskólann. Haustið
1969 kenndi hann náttúrulræði við
Menntaskólann á Akureyri og vetur-
inn 1970-71 kenndi hann við Mennta-
skólann á ísafirði.
í Bolungarvík hlóðust á Stein ýmis
nefndar- og trúnaðarstörf. Var hann
í hreppsnefnd, sýslunefnd og skatta-
nefnd. Þá var hann einnig sparisjóðs-
stjóri Sparisjóðs Bolungarvíkur á ár-
unum 1942-1962.
Árið 1974 fluttist Steinn til Reykja-
víkur og bjó þar síðasta árið sem
hann liíði.
Steinn liafði ávallt rnikinn áhuga á
stjórnmálum. Árið 1923 ritstýrði hann
og gaf út tímaritið Stefnuna, en þar
var einkum fjallað um stjórnmál og
þjóðmál. Áhugi hans á þessum mál-
um kom einnig glögglega frarn í Vest-
urlandi í ritstjóratíð hans.
Þegar Steinn kont heim vorið 1928
hafði hann aflað sér góðrar undir-
stöðumenntunar, einkum í jarðfræði
og efnafræði. Ekki bauðst honum þó
starf í fræðigrein sinni eftir heim-
komuna og sneri hann sér því að
kennslu. Á sumrin vann hann við
ýmis konar rannsóknir, einkum í
jarðfræði. Ferðaðist hann víða um
land og mest á tveim jafnfljótum,
enda kynntist hann landinu vel og
þekkti það flestum betur. Ferðalög
sín og rannsóknir varð Steinn að
mestu leyti að greiða úr eigin vasa.
Jarðfræðirannsóknir Steins beind-
ust í fyrstu einkum að steinfræði og
bergfræði, en hann gerði sér fljótlega
grein fyrir hinu þýðingarmikla hlut-
verki jarðsögunnar. Eyrsta ritgerð
Steins um jarðfræði birtist í þýsku
vísindariti árið 1929. Gerði hann þar
nokkra grein fyrir rannsóknum sínum
undanfarin ár og er í fyrri hluta grein-
arinnar einkurn fjallað um bergfræði,
en seinni hlutinn er nær hrein jarð-
saga. Steinn kom víða við í þessari
ritgerð, þó að hún telji ekki margar
blaðsíður. Hann fjallaði m. a. um
gabbró i Lóni og Hornafirði og varp-
aði fram þeirri athyglisverðu spurn-
ingu, hvort hér gæti verið um undir-
lag að ræða („ ..., ob nicht ein Stiick
Substratum vorliegt“). Þessi hugmynd
114