Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 4
kveldskóla. Einn af nemendum lians var Trausti Einarsson, síðar prófessor við Háskóla íslands, en hann er víð- kunnur fyrir jarðfræðirannsóknir sin- ar. Steinn hjálpaði Trausta við undir- búning fyrir gagnfræðapróf. Þá var ekki kominn unglingaskóli í Vest- mannaeyjum og urðu menn að fara til lands til þess að taka gagnfræða- próf. Eftir dvölina í Vestmannaeyjum hélt Steinn aftur utan og var næstu vetur við nám, en veturinn 1927— 1928 kenndi hann íslensku við háskól- ann í Hamborg. Á sumrin var hann við ýmsar jarðfræðirannsóknir hér heima. Sumarið 1928 var hann efna- fræðingur síldarverksmiðjanna á Siglufirði og á Sólbakka í Önundár- firði, og var hann einn af þeim fyrstu er mældu og aldursákvörðuðu síld á vísindalegan hátt hér á landi. Haustið 1928 lá leið Steins til Bol- ungarvíkur og þar ílentist hann. Árin 1928-1932 og 1933-1953 var hann skólastjóri unglingaskólans í Bolung- arvík, en árið 1932 var hann ritstjóri Vesturlands, sem gefið er i'it á Isafirði. Steinn var einnig skólastjóri barna- skólans í Bolungarvík á árunum 1947 —1953. Árið 1953 lét ltann af skóla- stjórn, en kenndi þó áfram bæði við barna- og unglingaskólann. Haustið 1969 kenndi hann náttúrulræði við Menntaskólann á Akureyri og vetur- inn 1970-71 kenndi hann við Mennta- skólann á ísafirði. í Bolungarvík hlóðust á Stein ýmis nefndar- og trúnaðarstörf. Var hann í hreppsnefnd, sýslunefnd og skatta- nefnd. Þá var hann einnig sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Bolungarvíkur á ár- unum 1942-1962. Árið 1974 fluttist Steinn til Reykja- víkur og bjó þar síðasta árið sem hann liíði. Steinn liafði ávallt rnikinn áhuga á stjórnmálum. Árið 1923 ritstýrði hann og gaf út tímaritið Stefnuna, en þar var einkum fjallað um stjórnmál og þjóðmál. Áhugi hans á þessum mál- um kom einnig glögglega frarn í Vest- urlandi í ritstjóratíð hans. Þegar Steinn kont heim vorið 1928 hafði hann aflað sér góðrar undir- stöðumenntunar, einkum í jarðfræði og efnafræði. Ekki bauðst honum þó starf í fræðigrein sinni eftir heim- komuna og sneri hann sér því að kennslu. Á sumrin vann hann við ýmis konar rannsóknir, einkum í jarðfræði. Ferðaðist hann víða um land og mest á tveim jafnfljótum, enda kynntist hann landinu vel og þekkti það flestum betur. Ferðalög sín og rannsóknir varð Steinn að mestu leyti að greiða úr eigin vasa. Jarðfræðirannsóknir Steins beind- ust í fyrstu einkum að steinfræði og bergfræði, en hann gerði sér fljótlega grein fyrir hinu þýðingarmikla hlut- verki jarðsögunnar. Eyrsta ritgerð Steins um jarðfræði birtist í þýsku vísindariti árið 1929. Gerði hann þar nokkra grein fyrir rannsóknum sínum undanfarin ár og er í fyrri hluta grein- arinnar einkurn fjallað um bergfræði, en seinni hlutinn er nær hrein jarð- saga. Steinn kom víða við í þessari ritgerð, þó að hún telji ekki margar blaðsíður. Hann fjallaði m. a. um gabbró i Lóni og Hornafirði og varp- aði fram þeirri athyglisverðu spurn- ingu, hvort hér gæti verið um undir- lag að ræða („ ..., ob nicht ein Stiick Substratum vorliegt“). Þessi hugmynd 114
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.