Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 39

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 39
2. mynd. Tvær al- gengar þanglýs i íjör- um, Idotea granulosa (stærra dýrið, 23 mm) og Jaera sp. (3 mm). skilyrða við Lófót í Noregi á um 68. breiddargráðu, en við Austurland eru skilyrðin svipuð og við landamæri Noregs og Sovétríkjanna. Vestanhafs eru samsvarandi staðir suðurströnd Nova Scotia í suðri, sem svarar til suðurstrandarinnar hér, og norðan- vert Nýfundnaland í norðri, þar sent skilyrði eru svipuð og' á Austurlandi. Tegundir þessara dýra eru sem sagt flestar við suðurströndina, en fæstar við Austurland. Nú mætti ætla, að I stað hinna suðlægu tegunda, sent ná útbreiðslumörkum þegar haldið er í kaldari sjó komi norðlægar tegundir og fylli skörðin. Þessu er ekki þannig varið hjá marflóm og þanglúsum í fjörum hérlendis. Ein tegund fjöru- marflóa, sem jafnframt er hin stærsta hér, er þó greinilega langalgengust í fjörum norðanlands og austan, og er hún víða aðaltegundin þar, en á suð- ur og suðvesturlandi er hún sárasjald- gæf. En dæmi um þetta þekkjum við Itins vegar frá öðruni sjávarlífverum, en liinar norðlægu tegundir, sem taka við, eru ævinlega mun færri en hinar suðlægu, sem brott falla. Er þetta I samræmi við hina algildu reglu, að tegundum lífvera fækkar jafnt og þétt frá miðbaug í átt til heimskautanna. Þótt erfitt sé að aðgreina hinar ýrnsu tegundir marflóa og þanglúsa, vegna þess hversu líkar þær eru í út- liti, er engu að síður um talsverðan mun að ræða í lifnaðarháttum þeirra, einkurn með tilliti til dvalarstaðar. Skulu marflær í fjöru teknar sem dærni um þetta. 1 Ijós kentur að hver tegund hefur sitt kjörsvæði, sem frá- brugðið er kjörsvæðum annarra teg- unda. Þannig finnast sumar tegundir einkum.efst í fjörunni, kringum efri mörk þangsins, og ein tegund finnur sér jafnvel kjörsvæði rétt ofan við þangið, einkum þar sent nokkuð er af sjávarfitjungi. Sú tegund á sér á suð- lægari breiddargráðum frændur, sem mega heita algjör landclýr. — Aðrar tegundir halda sig mest um rniðbik 149

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.