Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 16
sandinn norðan og austan við Keldu-
nes. Er snjóa leysti vorið 1976 var
þarna komið allstórt stöðuvatn, sem
ekki var þar áður. Einnig varð vart
breytinga á rennsli Bakkahlaups, en
í Jjví hafði myndast lygna jiar sem
það rann yfir siglægðina, sem mynd-
ast hafði um veturinn og er vatns-
magn Jökulsár óx ])á fór vatn að
renna úr Bakkahlaupi til norðurs vest-
arlega á sigsvæðinu.
Landmælingar íslands tóku loft-
myndir af hluta Kelduhverfis og Öx-
arfjarðar 2. september 1976 og náðu
myndirnar yfir allt það svæði, sem
vitað var að hefði breytt sér í undan-
gengnum jarðskjálftum. Með |>ví að
bera Jsessar myndir sarnan við kort,
sem gerð hafa verið eftir loftmyndum,
sem teknar voru sumarið 1945, má sjá
hverjar breytingar hafa orðið á vatns-
rennsli og stöðuvötnum á því 31 árs
tímabili sem leið milli myndatak-
anna, en meginhluti þessara breytinga
varð veturinn og vorið 1976. Kort ])að
sem hér fylgir með (1. mynd) sýnir
þau svæði svört, sem lágu undir vatni
2. september 1976, en eru talin þurr-
lendi á kortunum, sem gerð voru eftir
myndunum frá 1945. Ljóst er á þessu
korti að vatn hefir mjög aukist á
söndum Jökulsár austan línu er hugs-
ast dregin um Lindarbrekku til norð-
urs nálægt Syðri-Bakka og allt út í
sjó, en vestan línu er hugsast dregin
frá Veggjarenda til norðurs, mitt á
milli Skóga og Ærlækjarsels í öxar-
firði, en landsvæði það, sem seig í
jarðskjálftunum veturinn 1975—1976
liggur milli jressara lína.
Kortið sýnir einnig sprungur, sem
greinilega sáust á myndunum. Sunn-
an þjóðvegarins eru sprungurnar flest-
ar eða allar gamlar, en margar þeirra
hreyfðust í jarðskjálftunum, sem
bendir til að sigsvæðið nái eitthvað
suður eftir sprungusveimnum. Norð-
an þjóðvegarins eru allar sprungurn-
ar nýjar, enda hverfa sprungur fljótt
í sandinum. Þó má gera ráð fyrir að
undir sandinum liggi garnlar sprung-
ur, þar sem margar þeirra sprungna,
sem sáust í sandinum, liggja í beinu
áframhaldi af gömlum sprungum í
hrauninu sunnan þjóðvegarins. Þessar
athuganir sýna því, svo að vart verður
um villst, að spi ungusveimur sá, sem
sést sunnan þjóðvegarins á milli Hóls
og Veggjarenda heldur áfram til norð-
urs undir sandinum, sem Jökulsá hef-
ir borið fram, og sennilega allt norður
í sjó í Axarfirði.
Enn hefir ekki verið gerð nein ná-
kvæni úttekt á hve mikið land hefir
sigið í Kelduhverfi og öxarfirði í
jarðskjálftunum 1975-1976, en nokkra
hugmynd má fá um það með því að
athuga misgengi á sprungum og dýpt
nýrra vatna. Mér hefir verið tjáð, að
stöðuvatnið norðaustan Kelduness (2.
mynd) hafi verið um 1.5 metra djúpt
þar sem það var dýpst snemma sum-
ars 1976. Þar sem ekkert vatn var
þarna fyrir jarðskjálftana, hlýtur
jjetta að þýða að landið hafi sigið að
minnsta kosti sem dýpt vatnsins nem-
ur, eð;i eigi minna en 1.5 m. Mis-
gengisstallar á sandinum og lóðréttar
sprunguhreyfingar á gömlum sprung-
um sunnan þjóðvegarins benda til að
sig hafi verið um einn metri, eða
meira. Nú er ]>að augljóst á vatninu
við Keldunes, að land getur sigið
verulega, án þess að um sé að ræða
áberandi misgengi á sprungum, en
engin greinileg misgengi sjást við
126