Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 33
gróður Kerlingarfjalla að mörgu leyti
sérstæður, en sú háslétta er um 700 m
yfir sjó. Fyrst er það gullbráin, sem
slær á mýrar og hálfdeigjur yndislega
bleikgulum roða. Þá vex þar trölla-
stakkur. Hvergi lief ég séð liann ráða
svo lögum og lofum sem í Kerlingar-
fjöllum, þ. e. a. s. á móbergsfjöllum
og móaflesjum undir þeim. Fjalla-
sveifgras og lambagras, bæði ímynd
þrautseigju og þolgæðis, vaxa á víð
og dreif um mela og hrjóstur, en
hvergi mynda þau samfelldar gróður-
breiður. Geldingahnappur vex og
víða, en strjált. Þá er að nefna blóð-
bergið, sem að vísu er engin einkenn-
isplanta Kerlingarfjalla, því að það
vex svo víða og litar börð og mela
blárauð á stóruni svæðum.
Svo að dæmi séu nefnd, þá uxu
stinnastör og kornsúra, ásamt ax-
hæru, snarrótarpunti, vallarsveifgiasi,
brjóstagrasi, einstaka svæflu og gull-
muru uppi undir tindurn Árskarðs-
fjalls. Þar var og þúfusteinbrjótur,
kornsúra og fjallasmári neðarlegar í
hlíðum fjallsins, en melskriðnablónr
og ólafssúra ofar. Svipuðu rnáli gegndi
um fjallið Keis, en þar uxu auk jaess
músareyra, grávíðir, snæsteinbrjótur
og laukasteinbrjótur, án þess þó að
mynda samfelldan gróður neins stað-
ar. f skriðum og of'an við fannir var
víða vetrarblóm, blómgað um miðjan
júlí 1963.
í Innra-Árskarði og nágrenni þcss
var samfelldur gróður ýmissa tegunda
af grasaætt. Þar má og finna ýmsar
plöntur af heldri stétttum jurtaríkis-
ins, svo sem blágresi, klukkublóm,
fjandafælu, ýmsa steinbrjóta, að
ógleymdum tröllastakki, sem vex afar
víða, eins og áður er sagt. Einhneppu-
fláka fann ég við Grænutjörn í 11—
1200 m hæð, en laukasteinbrjót og
músareyra uppi undir tindi Kerling-
arskyggnis 17. júlí 1963, og af frekar
sjaldgæfum plöntum má nefna hið
undurfagra dýragras í Árskarðsgljúfri.
En fegursta planta Kerlingarfjalla
er eyrarrós. Hún er mjög útbreidd
jtar, vex á víð og dreif, þó ekki á
liæstu fjöllum, en mest í nánd við ár
og lækjafarvegi. Annars eru aðalein-
kenni gi'óðursins í fjöllunum þau, að
liann er staðbundinn: Plöntur skipa
sér í gróðurfélög, jtar sem ein tegund
eða mjög fáar eru ráðandi á liverjum
stað. Athyglisvert jrótti mér, hve lengi
jiær stóðu í blóma, mörgum vikum
lengur en niðri á láglendi. En jjær
blómguðust þá líka Jteim mun síðar.
Yfirleitt fundust mér litir blóma
miklu hreinni og fegurri í Kerlingar-
fjöllum en niðri í byggð, eða ég var
hrifgjarnari jtar efra, nema hvoru
tveggja hafi verið til að dreifa. Plönt-
urnar standa J)ar strjálla, en eru jtví
meiri gleðigjafar. Þær skína skærar,
ef svo má segja, heyja harðari baráttu
fyrir lífi sínu og limum, fórna öllu
fyrir J)að og Jrá. Tilveran verður
hreinni og háleitari en hér neðra.
Virðist Jrví sannast á Jtessum fjalla-
gróðri J>að, sem Steingrfmur Thor-
steinsson kvað um Snæfellsjökul, eins
og hann kom skáldinu fyrir sjónir í
æsku:
„Ljóst var út að líta,
ljómaði fagurt oft
Snæfell hrími hvíta
við heiðblátt sumarloft;
Skein Jtar mjöllin hnjúkum hæst;
„allt er hreinast", hugði eg J)á,
sem himninum er næst."
143