Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1977, Qupperneq 16

Náttúrufræðingurinn - 1977, Qupperneq 16
sandinn norðan og austan við Keldu- nes. Er snjóa leysti vorið 1976 var þarna komið allstórt stöðuvatn, sem ekki var þar áður. Einnig varð vart breytinga á rennsli Bakkahlaups, en í Jjví hafði myndast lygna jiar sem það rann yfir siglægðina, sem mynd- ast hafði um veturinn og er vatns- magn Jökulsár óx ])á fór vatn að renna úr Bakkahlaupi til norðurs vest- arlega á sigsvæðinu. Landmælingar íslands tóku loft- myndir af hluta Kelduhverfis og Öx- arfjarðar 2. september 1976 og náðu myndirnar yfir allt það svæði, sem vitað var að hefði breytt sér í undan- gengnum jarðskjálftum. Með |>ví að bera Jsessar myndir sarnan við kort, sem gerð hafa verið eftir loftmyndum, sem teknar voru sumarið 1945, má sjá hverjar breytingar hafa orðið á vatns- rennsli og stöðuvötnum á því 31 árs tímabili sem leið milli myndatak- anna, en meginhluti þessara breytinga varð veturinn og vorið 1976. Kort ])að sem hér fylgir með (1. mynd) sýnir þau svæði svört, sem lágu undir vatni 2. september 1976, en eru talin þurr- lendi á kortunum, sem gerð voru eftir myndunum frá 1945. Ljóst er á þessu korti að vatn hefir mjög aukist á söndum Jökulsár austan línu er hugs- ast dregin um Lindarbrekku til norð- urs nálægt Syðri-Bakka og allt út í sjó, en vestan línu er hugsast dregin frá Veggjarenda til norðurs, mitt á milli Skóga og Ærlækjarsels í öxar- firði, en landsvæði það, sem seig í jarðskjálftunum veturinn 1975—1976 liggur milli jressara lína. Kortið sýnir einnig sprungur, sem greinilega sáust á myndunum. Sunn- an þjóðvegarins eru sprungurnar flest- ar eða allar gamlar, en margar þeirra hreyfðust í jarðskjálftunum, sem bendir til að sigsvæðið nái eitthvað suður eftir sprungusveimnum. Norð- an þjóðvegarins eru allar sprungurn- ar nýjar, enda hverfa sprungur fljótt í sandinum. Þó má gera ráð fyrir að undir sandinum liggi garnlar sprung- ur, þar sem margar þeirra sprungna, sem sáust í sandinum, liggja í beinu áframhaldi af gömlum sprungum í hrauninu sunnan þjóðvegarins. Þessar athuganir sýna því, svo að vart verður um villst, að spi ungusveimur sá, sem sést sunnan þjóðvegarins á milli Hóls og Veggjarenda heldur áfram til norð- urs undir sandinum, sem Jökulsá hef- ir borið fram, og sennilega allt norður í sjó í Axarfirði. Enn hefir ekki verið gerð nein ná- kvæni úttekt á hve mikið land hefir sigið í Kelduhverfi og öxarfirði í jarðskjálftunum 1975-1976, en nokkra hugmynd má fá um það með því að athuga misgengi á sprungum og dýpt nýrra vatna. Mér hefir verið tjáð, að stöðuvatnið norðaustan Kelduness (2. mynd) hafi verið um 1.5 metra djúpt þar sem það var dýpst snemma sum- ars 1976. Þar sem ekkert vatn var þarna fyrir jarðskjálftana, hlýtur jjetta að þýða að landið hafi sigið að minnsta kosti sem dýpt vatnsins nem- ur, eð;i eigi minna en 1.5 m. Mis- gengisstallar á sandinum og lóðréttar sprunguhreyfingar á gömlum sprung- um sunnan þjóðvegarins benda til að sig hafi verið um einn metri, eða meira. Nú er ]>að augljóst á vatninu við Keldunes, að land getur sigið verulega, án þess að um sé að ræða áberandi misgengi á sprungum, en engin greinileg misgengi sjást við 126
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.