Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1991, Side 17

Náttúrufræðingurinn - 1991, Side 17
ártertíer. Þeir liugsuðu sér í fyrstu eld- gos sem orsök iridíumfráviksins, en komust svo að þeirri niðurstöðu að svo mikið væri af iridíum og reyndar ýmsum öðrum frumefnum svo sem osmíum, að jarðneskur uppruni þeirra væri óhugsandi. Þeir settu því fram þá hugmynd, að stór loftsteinn hefði rek- ist á jörðina og sundrast. Ryk frá árekstrinum hefði þeyst hátt upp í heiðhvolfið, sveimað þar umhverfis jörðu og fallið aftur til jarðar smám saman. Aðrar hugmyndir komu svo fram um fleiri en einn loftstein, sem hefðu þá verið dreifðir yfir tiltölulega stutt tímabil en jafnframt verið minni hver um sig. Einnig hefur verið bent á, að halastjarna frá fjarlægri stjörnu- þoku gæti hafa rekist inn í okkar sól- kerfi og að kjarni hennar gæti hafa lent í sjónum. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að finna gíga af þeim aldri, sem myndast hefðu við slíkan árekstur eða árekstra. Nýlega var sagt frá fyrirbæri í Yucatan og því lýst sem það væri ör eða far eftir árekstur loft- steins og jarðar (sbr. Hildebrand & Boynton 1990) og mun þetta vera eitt fyrsta ör eða fyrsti gígur eftir loftstein sem vitað er um að myndaðist ná- kvæmlega á mörkum krítar og tertí- ers. Haraldur Sigurðsson o.fl. (1991) hafa rannsakað glerperlur sem fundist hafa í djúpsjávarseti nákvæmlega á mörkum krítar og tertíers í Beluchér- aði á Haiti í Karíbahafinu. Efnagrein- ingar á glerperlunum, benda til að, þær hafi myndast þegar loftsteinn rakst á jörðina á Karíbahafssvæðinu. Haraldur og félagar komast að þeim niðurstöðum að nánast sé óhugsandi að þessar glerperlur séu til orðnar við jarðneska eldvirkni heldur hafi þær myndast við árekstur loftsteins og jarðar. Við áreksturinn hafi jarðlögin bráðnað og við snöggkólnun þeirrar bráðar hafi perlurnar orðið til og hafi þær þeyst upp í loft og dreifst um nær- liggjandi svæði. Smit (1991) tilnefnir svonefndan Chicxulubgíg í norður- hluta Yucatan sem lendingarstað loft- steinsins. Hildebrand og Boynton (1990) eru varkárir og segja að ef til vill sé Yucatan of nærri Beluchéraði ef litið er til kornastærðar efnisins, sem finnst á Haiti og er talið hafa þeyst upp við áreksturinn. Þess í stað benda þeir á flókið fyrirbæri, um 300 km í þvermál, á sjávarbotni undan strönd Kólumbíu í Suður Ameríku. Þarna segja þeir, að sé ör eftir loft- stein en treysta sér ekki að svo stöddu til að segja til um hvort þarna sé gíg- ur. Haraldur og félagar benda hins vegar á, að nákvæmar efnagreiningar þurfi að gera á efni frá Yucatangígn- um áður en hægt er að staðhæfa, hvort sá loftsteinn sem þar kom niður, hafi leitt til umhverfisbreytinganna á þessum jarðsögulegu mörkum. Aðrir fræðimenn hafa orðið til að halda mjög fram skoðunum um upp- runa iridíums af völdum eldgosa (sbr. Officer & Drake 1983 og 1985) og hefur þeirri skoðun vaxið mjög fylgi á undanförnum árum, ekki hvað síst eftir að í Ijós kom að Deccanbasalt- svæðið á Indlandi myndaðist á þess- um tíma og að rúmmál kvikunnar er talið hafa verið nægjanlegt til að ilytja iridíummagnið til yfirborðs jarðar. Ekki eru samt öll kurl til grafar komin í þessum efnum enn og ljóst er að enn er þessari stóru raðmynd vart nema hálfraðað og víst er að enn um hríð mun það verða álitamál hvort hér hafi eldgos verið að verki eða send- ingar af himnum ofan eða hvort bæði fyrirbærin hafi lagst á eitt. 11

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.