Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1991, Blaðsíða 80

Náttúrufræðingurinn - 1991, Blaðsíða 80
var gengið austur yfir Vítismó og að rútunum sem biðu þar. Minnst var aldarafmælis félagsins að kvöldi 15. júlí en þá bauð félagið þátttakendum til kökuveislu með heitu súkkulaði. Pöntuð var skreytt rjómaterta frá Hótel Reykjahlíð og reyndist hún vera á annan metra á lengd. Einstök veðurblíða var og naut fólk veitinganna utandyra við hús Rannsóknastöðvarinnar. Að morgni 16. júlí var haldið suður Kjöl til Reykjavíkur. A leiðinni var stansað við Blönduvirkjun og þar gafst tækifæri til að skoða jarðgöng virkjunarinnar í fylgd staðarverkfræð- ings Sveins Þorgrímssonar. Einnig var beitartilraun Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á Auðkúluheiði skoðuð undir leiðsögn Sigþrúðar Ólafsdóttur landbúnaðarfræðings. Til Reykjavíkur var komið um mið- nætti. Þann 27. júlí hélt 8 manna vaskur hópur upp í gönguferð í Esjufjöll und- ir leiðsögn þeirra Eyþórs Einarssonar grasafræðings og Hálfdánar Björns- sonar náttúrufræðings og bónda á Kvískerjum. Ekki var spáð góðu veðri og hættu allmargir við rétt fyrir ferð- ina. Svo fór þó að einstaklega gott veður hélst allan tímann. Snjóbíll og vélsleðar sáu um flutning á farangri. Ferðin tók alls 5 daga og var dvalist tvo heila daga í Esjufjöllum og gist í skála Jöklarannsóknafélagsins. M.a. var gengið um vesturhlíðar Skála- bjarga en þar er einna mestur gróður. Einnig var gengið upp á Lyngbrekku- tind sem er hæsti tindurinn í Skála- björgum. Eftir tveggja daga náttúru- skoðun var gengið niður af jöklinum en bíll beið á Breiðamerkursandi. Sveppanámskeið og sveppaferð voru haldin í ágúst. Leiðbeinandi var eins og oftast áður, Eiríkur Jensson. Pátttaka á námskeiðinu var takmörk- uð en það sóttu 27 manns. í sveppa- ferðina í Skorradal komu alls 38. Jarðfræðiferð sem fyrirhuguð var um Bláfjallasvæðið í september féll niður vegna veðurs. Þann 17. september var haldið í landgræðsluferð um Rangárvallasýslu. Leiðsögumaður var Anna Guðrún Þórhallsdóttir beitarfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins. Haldið var upp Gnúpverjahrepp, yfir Þjórsá hjá Sult- artanga og þaðan niður Landsveit. Rakin var saga gróðureyðingar og landgræðslu á svæðinu og voru m.a. skoðaðar gróðurleifar sem eftir urðu á nokkrum stöðum þegar Landsveit blés upp. Að lokum voru höfuðstöðv- ar Landgræðslu ríkisins í Gunnars- holti heimsóttar og þar sagði land- græðslustjóri Sveinn Runólfsson frá starfi Landgræðslunnar og bauð þátt- takendum upp á kaffi. Leiðsögumönnum er þakkað þeirra framlag og Ferðaskrifstofu Guðmund- ar Jónassonar er þökkuð lipurð og ágæt þjónusta. ÚTGÁFUSTARFSEMI Útgáfa Náttúrufræðingsins hefur dregist lítillega aftur úr en á næstunni mun koma út 3 & 4. hefti 59. árgangs. Sala á fugla- og flóruspjöldum félags- ins gekk ágætlega. Seldust rétt tæp- lega 500 eintök á árinu sem er svipuð sala og í fyrra. ALDARAFMÆLI FÉLAGSINS Ýmislegt var gert til hátíðarbrigða til að minnast þess að á árinu voru lið- in 100 ár frá stofnun félagsins. Þegar hefur verið getið um afmælisveislu norður í Mývatnssveit 15. júlí. I mars var efnt til samkeppni um merki félagsins. Dómnefnd skipuðu þau Arnþór Garðarsson prófessor (formaður), Eggert Pétursson mynd- listarmaður og Kristín Þorkelsdóttir 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.