Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1991, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 1991, Blaðsíða 11
þessa frumefnis (t.d. Smit & Hertog- en 1980, Kyte o.fl. 1980, Ganapathy o.fl. 1981). Á þennan hátt var sýnt fram á, að ekki var um staðbundin fyrirbrigði að ræða. Reiknað magn iridíums í jarðskorp- unni á að vera innan við 0,1 ppb (einn tíuþúsundmilljónasti hluti, þ.e. 1 gramm af iridíum í hverjum 10 þúsund tonnum af jarðskorpu) og í efri hluta möttuls er það talið vera um eða inn- an við 20 ppb. Talið er, að t.d. platína og nánustu ættingjar hennar, eins og iridíum, hafi skilist úr skorpunni og safnast fyrir í mun meira magni í möttli og jafnvel kjarna jarðar. Magn iridíums í lögum frá Gubbio (allt að 6,4 ppb) og í fiskileirnum (69 ppb) er að mati Alvarez og félaga allt of hátt til að vera allt komið úr skorpu eða möttli og er mun líkara því, sem fund- ist hefur í loftsteinum. ÁREKSTUR LOFTSTEINS Til að skýra þetta frávik leituðu Al- varezfeðgarnir og samstarfsmenn þeirra því til geimættaðra fyrirbæra til útskýringa og settu upphaflega fram þá tilgátu, að loftsteinn, um 10 km í þvermál, hefði rekist á jörðina fyrir um 65 milljónum ára. Við áreksturinn áttu slík feikn af ryki að hafa þyrlast upp (massi ryksins er talinn hafa verið um sextugfaldur massi steinsins) í heiðhvolfið, að stórlega dró úr sólar- ljósi til jarðar. Við þetta á að hafa dregið svo úr ljóstillífun á jörðu niðri, að heilu fæðukeðjurnar brustu og urðu óvirkar. Þar með eiga eins og áður var sagt heilir ættbálkar að hafa dáið út. Rykið á svo að hafa fallið smám saman aftur til jarðar og sest til á nokkrum árum og þar með náðu geislar sólar aftur til jarðaryfirborðs. Á þessu tímabili á að hafa ríkt sam- felldur vetur, „loftsteinsvetur". Enn- fremur finnst þunnt sótlag á ýmsum þeim svæðum sem geyma jarðlög frá mörkum krítar og tertíers og hefur sótið verið túlkað sem afleiðing af víð- áttumiklum skógar- og sléttueldum, sem geisuðu á þeim tíma og sem geta hafa kviknað vegna varmageislunar frá brennheitu rykskýinu, sem þyrlað- ist upp við áreksturinn (sbr. Wolbach o.fl. 1985, Melosh o.fl 1990). I heiminum er vitað um fjölmarga gíga, sem taldir eru hafa myndast við árekstur loftsteina og jarðar og á 3. mynd er kort, sem sýnir staðsetningu um 90 slíkra gíga. Hins vegar hefur gengið erfiðlega að benda á gíginn, sem telja má víst að hefði myndast við svo stórkostlegan árekstur sem áður er lýst. Það hefur verið áætlað, að við árekstur loftsteins, sem er um 10 km í þvermál, hljóti gígurinn að verða a.m.k. 150 km í þvermál. Á hinn bóg- inn hefur því einnig verið slegið fram, að áreksturinn geti hafa átt sér stað enda þótt enginn gígur finnist (sbr. Hsu 1980). Loftsteinninn gæti hafa lent í sjónum og gígurinn gæti síðar hafa horfið niður um sökkbelti þ.e. við plötumót þar sem úthafsplata skríður undir meginlandsplötu. Hafi loftsteinninn lent í sjónum gæti hann einnig hafa brotið svo skorpuna, að meiri háttar eldvirkni hafi fylgt í kjöl- farið með gífurlegu hraunflæði. Gíg- urinn gæti því hafa fyllst af hraunlög- um, sem upp hefðu komið og myndað rnörg hundruð ferkílómetra basalt- stafla. í frétt í New Scientist frá 19. rnars 1981 (The blow that gave birth to Iceland) segir að bandaríski stjarneðl- isfræðingurinn Fred Whipple hafi orð- ið til þess að benda á ísland sem mögulegt ör eftir slíkan loftsteinsá- rekstur. Hafi næg kvika náð að vella upp til yfirborðs og storkna þar og mynda smám saman eyjuna Island sem „er hvort eð er ekki eldri en frá ártertíeru. Ekki hlaut þessi hugmynd 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.