Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1991, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 1991, Blaðsíða 34
TRÆÐUR Træða er nýyrði sem hér er notað fyrir þá gerð innskota, sem ýmist hefur gengið undir nafninu innskotslag eða silla - kallað sill á ensku. Nýyrðið er myndað vegna þess að hin orðin henta illa. Innskotslag er þrísamsett orð og hæfir því afar illa af málfræðilegum ástæðum. Heiti af þessum toga lenda ætíð í frekari samsetningum og verða því að vera eins einföld og kostur er, annars geta komið fram fjór- og jafnvel fimmsamsett orð. Slíkt er til mikillar óþurft- ar. Menn hafa reynt að klóra sig út úr slíku samsetningarklúðri með því að tengja orðhlutana með bandstriki, en það er ekki hefðbundin aðferð í ís- lensku máli. Sylla er hugtak í landmótunarfræði og ástæðulaust er að stuðla að ruglingi með því að gefa orðinu þannig, þó stafsetningunni sé breytt, tvær merkingar í jarðfræðinni. Innskot af þessum toga eru þynnur og flestar træður eru samlæg innskot eða skera jarðjagastaflann undir mjög litlu horni. Þegar þær eru samlægar hraunum í jarðlagastafla getur verið erfitt að skera úr um það, hvort um er að ræða træðu eða hraunlag. Ef lagamótin eru glögg, má þó oftast sjá þar hrað- kælda snertifleti bæði að neðan og ofan ef um træðu er að ræða. Træður virðast ekki vera jafn algengar í íslenska jarðlagastaflanum og gangar. Þó munu þær ekki vera jafn sjaldgæfar og áætla mætti út frá fjölda þeirra træða sem gerð hefur verið grein fyrir á prenti. Mjög vandasamt getur reynst að greina þær í staflanum. Þetta á einkum við um þær sem eru úr bas- ísku bergi, þar sem þær eru svo líkar umhverfinu. A meðfylgjand mynd, sem tekin er við Fagrahvamm í Berufirði, sést ein mjög áberandi træða. Hún er úr basalti eins og grannbergið, en hún er vel stuðluð og þannig ólík grannberginu. Einnig hefur rofið dregið sérlega vel fram form hennar. Þetta gerir hana auðsæja. Ljósm. Páll Imsland. Páll Imsland Náttúrufræðingurinn 61 (1), bls. 28, 1991. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.