Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1991, Side 34

Náttúrufræðingurinn - 1991, Side 34
TRÆÐUR Træða er nýyrði sem hér er notað fyrir þá gerð innskota, sem ýmist hefur gengið undir nafninu innskotslag eða silla - kallað sill á ensku. Nýyrðið er myndað vegna þess að hin orðin henta illa. Innskotslag er þrísamsett orð og hæfir því afar illa af málfræðilegum ástæðum. Heiti af þessum toga lenda ætíð í frekari samsetningum og verða því að vera eins einföld og kostur er, annars geta komið fram fjór- og jafnvel fimmsamsett orð. Slíkt er til mikillar óþurft- ar. Menn hafa reynt að klóra sig út úr slíku samsetningarklúðri með því að tengja orðhlutana með bandstriki, en það er ekki hefðbundin aðferð í ís- lensku máli. Sylla er hugtak í landmótunarfræði og ástæðulaust er að stuðla að ruglingi með því að gefa orðinu þannig, þó stafsetningunni sé breytt, tvær merkingar í jarðfræðinni. Innskot af þessum toga eru þynnur og flestar træður eru samlæg innskot eða skera jarðjagastaflann undir mjög litlu horni. Þegar þær eru samlægar hraunum í jarðlagastafla getur verið erfitt að skera úr um það, hvort um er að ræða træðu eða hraunlag. Ef lagamótin eru glögg, má þó oftast sjá þar hrað- kælda snertifleti bæði að neðan og ofan ef um træðu er að ræða. Træður virðast ekki vera jafn algengar í íslenska jarðlagastaflanum og gangar. Þó munu þær ekki vera jafn sjaldgæfar og áætla mætti út frá fjölda þeirra træða sem gerð hefur verið grein fyrir á prenti. Mjög vandasamt getur reynst að greina þær í staflanum. Þetta á einkum við um þær sem eru úr bas- ísku bergi, þar sem þær eru svo líkar umhverfinu. A meðfylgjand mynd, sem tekin er við Fagrahvamm í Berufirði, sést ein mjög áberandi træða. Hún er úr basalti eins og grannbergið, en hún er vel stuðluð og þannig ólík grannberginu. Einnig hefur rofið dregið sérlega vel fram form hennar. Þetta gerir hana auðsæja. Ljósm. Páll Imsland. Páll Imsland Náttúrufræðingurinn 61 (1), bls. 28, 1991. 28

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.