Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1991, Blaðsíða 41

Náttúrufræðingurinn - 1991, Blaðsíða 41
2. mynd. Skræklóa við hreiður í Madison, Wisconsin, Banda- ríkjunum, júní 1989. Killdeer (Charadrius vociferusj on breeding grounds in Madison, Wisconsin, USA, June 1989. Ljósm. photo KHS. fugla. Útbreiðsla þeirra og farhættir endurspegla nánast öll þekkt lífs- mynstur vaðfugla, en meirihluti þeirra verpur á suðurhveli. [Vatnalóa (Charadrius dubius) Ýmsir hafa getið um þessa tegund frá Islandi, en ekkert þeirra tilvika er stutt nægum sönnun- argögnum (sbr. Timmermann 1949). Jónas Hallgrímsson (1936a, 1936b) segir t.d. að þeir Japetus Steenstrup hafi séð þennan fugl á Langadalsströnd við Djúp sumarið 1840 og Benedikt Gröndal (1886, 1895a) segist hafa séð hóp við Reykjavík 27. júlí 1878. Eflaust hafa þessir menn ruglast á ungum sandlóum. Þá hef- ur Hantzsch (1905) það eftir J.V. Havsteen á Akureyri að vatnalóur sjáist öðru Itvoru í Eyja- firði. Pað er ranghermi hjá Slater (1901) þegar hann hefur eftir Benedikt Gröndal (1886) að vatnalóa hafi náðst hér á landi.] Skræklóa (Charadrius vociferus) Skræklóa (2. mynd) er kunnasti og útbreiddasti vaðfuglinn í Vesturheimi. Hún verpur nær samfellt yfir þvera N- Ameríku, frá SA-Alaska, Hudsonflóa og Nýfundnalandi í norðri til suður- hluta Mexíkó, á eyjum í Karíbahafi og í strandhéruðum Perú og Chile. Varp- kjörlendi skræklóu eru fjölbreytt, m.a. akurlendi og útjaðrar þéttbýlis, en oftast þó snöggt þurrlendi og opin svæði, frá sjávarmáli upp á hásléttur. Utan varptíma sækja fuglarnir meira í votlendi, jafnt til sjávar (leirur o.fl.) og inn til landsins. Skræklóa lifir á margs konar hryggleysingjum, en tek- ur einnig fræ (sbr. Bent 1929). Skræklóur sem verpa í sunnanverð- um Bandaríkjunum og Mið- og Suður- Ameríku eru taldar vera staðfuglar, en þær eru farfuglar í norðhluta heim- kynna sinna. Vetrarstöðvar skræklóu ná frá suðurhluta Bandaríkjanna til norðurhluta S-Ameríku. Fyrstu far- fuglarnir hverfa frá sumarheimkynn- um í byrjun júlí, en fartíminn stendur þó allt fram í nóvember og jafnvel desember. I norðurhluta varpheim- kynnanna eru skræklóur fyrstar á ferðinni af norður-amerískum vað- fuglunr, sjást þegar í febrúar, en flest- ar koma þó ekki fyrr en í mars og byrjun apríl. Fyrstu fuglarnir fara að verpa þegar í mars. Skræklóur hafa sést þrisvar sinnum hér á landi: 1. Gröf á Rauðasandi, V-Barð, 16. mars 1939 (RM2200). Finnur Guðmundsson (1940). 2. Dalir á Hcimaey, Vestm, 15. desember 1970 (cf imm RM2201). Sigurgeir Sigurðsson. 3. Hlíðarvatn í Selvogi, Arn, 17.-18. október 1980 (C? imm RM6970). GP & KHS (1982). 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.