Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 41
2. mynd. Skræklóa við hreiður í
Madison, Wisconsin, Banda-
ríkjunum, júní 1989. Killdeer
(Charadrius vociferusj on
breeding grounds in Madison,
Wisconsin, USA, June 1989.
Ljósm. photo KHS.
fugla. Útbreiðsla þeirra og farhættir
endurspegla nánast öll þekkt lífs-
mynstur vaðfugla, en meirihluti þeirra
verpur á suðurhveli.
[Vatnalóa (Charadrius dubius)
Ýmsir hafa getið um þessa tegund frá Islandi,
en ekkert þeirra tilvika er stutt nægum sönnun-
argögnum (sbr. Timmermann 1949). Jónas
Hallgrímsson (1936a, 1936b) segir t.d. að þeir
Japetus Steenstrup hafi séð þennan fugl á
Langadalsströnd við Djúp sumarið 1840 og
Benedikt Gröndal (1886, 1895a) segist hafa séð
hóp við Reykjavík 27. júlí 1878. Eflaust hafa
þessir menn ruglast á ungum sandlóum. Þá hef-
ur Hantzsch (1905) það eftir J.V. Havsteen á
Akureyri að vatnalóur sjáist öðru Itvoru í Eyja-
firði. Pað er ranghermi hjá Slater (1901) þegar
hann hefur eftir Benedikt Gröndal (1886) að
vatnalóa hafi náðst hér á landi.]
Skræklóa (Charadrius vociferus)
Skræklóa (2. mynd) er kunnasti og
útbreiddasti vaðfuglinn í Vesturheimi.
Hún verpur nær samfellt yfir þvera N-
Ameríku, frá SA-Alaska, Hudsonflóa
og Nýfundnalandi í norðri til suður-
hluta Mexíkó, á eyjum í Karíbahafi og
í strandhéruðum Perú og Chile. Varp-
kjörlendi skræklóu eru fjölbreytt,
m.a. akurlendi og útjaðrar þéttbýlis,
en oftast þó snöggt þurrlendi og opin
svæði, frá sjávarmáli upp á hásléttur.
Utan varptíma sækja fuglarnir meira í
votlendi, jafnt til sjávar (leirur o.fl.)
og inn til landsins. Skræklóa lifir á
margs konar hryggleysingjum, en tek-
ur einnig fræ (sbr. Bent 1929).
Skræklóur sem verpa í sunnanverð-
um Bandaríkjunum og Mið- og Suður-
Ameríku eru taldar vera staðfuglar,
en þær eru farfuglar í norðhluta heim-
kynna sinna. Vetrarstöðvar skræklóu
ná frá suðurhluta Bandaríkjanna til
norðurhluta S-Ameríku. Fyrstu far-
fuglarnir hverfa frá sumarheimkynn-
um í byrjun júlí, en fartíminn stendur
þó allt fram í nóvember og jafnvel
desember. I norðurhluta varpheim-
kynnanna eru skræklóur fyrstar á
ferðinni af norður-amerískum vað-
fuglunr, sjást þegar í febrúar, en flest-
ar koma þó ekki fyrr en í mars og
byrjun apríl. Fyrstu fuglarnir fara að
verpa þegar í mars.
Skræklóur hafa sést þrisvar sinnum
hér á landi:
1. Gröf á Rauðasandi, V-Barð, 16. mars 1939
(RM2200). Finnur Guðmundsson (1940).
2. Dalir á Hcimaey, Vestm, 15. desember 1970
(cf imm RM2201). Sigurgeir Sigurðsson.
3. Hlíðarvatn í Selvogi, Arn, 17.-18. október
1980 (C? imm RM6970). GP & KHS (1982).
35