Náttúrufræðingurinn - 1991, Side 32
1. mynd. Hraunrás í Árkvíslum í Eldhrauni, að nokkrum hluta hrunin. Ljósm. Jón Jóns-
son 1957.
sunnan vegar og með því hindra að
sandur bærist að veginum og hlæðist
þar upp. Þetta ætti að heppnast
a.m.k. tímabundið ef hægt væri að
auka straumhraða vatnsins þannig að
sem mest af sandinum bærist áfram
niður eftir.
Skammt austan við brúna á Árkvísl-
um er rás í hrauninu sunnan við veg-
inn og með stefnu í suðaustur. í
plöggum Vegagerðarinnar er þetta
nefnt brestur (sprunga), en svo er
ekki. Mér var þessi myndun áður
kunn frá athugunum mínum í Eld-
hrauni á vegum Raforkumálastjóra
1957, en þá tók ég mynd þá, sem hér
fylgir (1. mynd). Þetta er einfaldlega
rennslisfarvegur í hrauninu, eins kon-
ar hrauntraðir eða þaklaus hellir, sem
kannski - og jafnvel líklega - hefur
haft þak og þá verið lokuð hraunrás,
en þakið svo fallið niður eftir að
hraunrennsli hætti og hraunið kóln-
aði. Á myndinni má sjá aðra hlið rás-
arinnar alsetta skriðrákum, sem orðið
hafa til þegar hraunið lækkaði í henni
og storknað yfirborð hraunflóðsins
rispaði hálfstorknaðan rásarvegginn
um leið og það seig.
Gripið var til þess ráðs að setja ræsi
í veginn þannig að vatn, sem um það
færi, rinni beint í þetta forna eldræsi í
von um að það skilaði vatninu og sem
mestu af sandinum nokkuð á veg nið-
ur eftir. Gylfi Júlíusson verkstjóri í
Vík sá um framkvæmd verksins. Síðan
eru nú liðin 10 ár og ennþá streymir
vatnið eftir þessari rás sem hinn
myndarlegasti lækur (2. mynd) og
verð ég að segja að það er talsvert
betri árangur en ég þorði að vonast
eftir. Vatn þetta nær nú um 800 m
suður í hraunið, talið frá vegi. Rutt
hefur verið til og því greidd leið á
kafla, en meginrásin sýnist vera eftir
hinni fornu hraunrás. Vatnið hverfur
26