Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 48
6. mynd. Fundarstaðir grálóu á íslandi. Stærð hringja endurspeglar fjölda fugla sem sést hafa á viðkomandi stað eða svæðum (Grindavík, Rosmhvalanes, Innnes). Byggt á at- hugunum til ársloka 1989. Geographic distribution of Grey Plovers (Pluvialis squatarola) observed in lceland through 1989. The dots refer to the number of birds observed at each locality. frá mánaðamótum ágúst-september fram yfir miðjan október (7. mynd). Þessi komutími samsvarar hámarki og seinni hluta fartímans í Evrópu, sbr. hér að framan. Nokkrir fuglar hafa sést að vetrarlagi (desember-janúar) og fjórir stakir fuglar að vorlagi. Vetr- arfuglarnir gætu hafa verið eftirlegu- kindur frá haustinu, en þeir sáust flestir í tengslum við árlegar fuglataln- ingar Náttúrufræðistofnunar íslands milli jóla og nýárs. Grálóur hafa sést reglulega vikum saman á sömu slóðum, aðallega á Rosmhvalanesi á haustin; ein dvaldi þar fram í júní, en flestar virðast hafa stutta viðdvöl. Komu- og dvalartími grálóu er frábrugðinn því sem gengur og gerist hjá flestum tegundum flæk- ingsvaðfugla sem sést hafa hér á landi, en hún hegðar sér líkt og lappajaðrak- an (Limosa lapponica). Þessar teg- undir eiga það sameiginlegt að vera hánorrænir varpfuglar og hafa vetur- setu m.a. á Bretlandseyjum. Hérlend- is eru grálóa og lappajaðrakan langal- gengust á Rosmhvalanesi, dvelja þar oft í nokkurn tíma og hafa jafnvel vetursetu. Meiri hluti þeirra grálóa sem hægt var að aldursgreina að haustlagi voru ungfuglar, en þrír af fjórum fuglum sem sáust að vorlagi (apríl-júní) voru fullorðnir. Stakir fuglar voru algeng- astir eða 69% (34/49) athugana og tveir fuglar sáust í 23% tilvika. Þrír fuglar hafa sést þrisvar sinnum (6% athugana) og sex fuglar einu sinni. ÞAKKIR Arnþór Garðarsson, Erling Olafsson, Guðmundur A. Guðmundsson, Gunn- 42

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.