Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 73

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 73
7. mynd. P- og T-bylgjur frá skjálfta á Azoreyjum, skráðar á mæli á Skammadalshóli í Mýrdal 1. janúar 1980. P-bylgjan barst hingað um jarðskorpuna og möttulinn á 5 mínút- um og 29 sekúndum, en T-bylgjan ferðast eftir hljóðburðarlaginu í sjónum og náði hing- að á um 31 mínútu og 30 sekúndum. Einnig má greina PP-bylgjuna, sem endurkastaðist frá yfirborði jarðar rniðja vegu milli Azoreyja og íslands. T-bylgjuhreyfingarnar standa yfir í meira en mínútu. P- and T-waves from an earthquake in the Azores on Jan. 1, 1980, recorded at Skammadalshóll in S Iceland. brotum á neðansjávarhryggjunum næst landinu. Skjálftabylgjur sem borist hafa eftir hljóðburðarlaginu eru nefndar T- bylgjur. Útbreiðsluhraði þeirra er 1,49 km/s. Við sérstakar aðstæður geta T-bylgjur borist niður í jarð- skorpuna og mælst á venjulegum jarð- skjálftamælum á landi. Aðeins eitt dæmi um þetta er mér kunnugt um hér á landi. Á nýársdag 1980 varð skjálfti af stærðinni 7 á Azoreyjum sem olli þar miklu tjóni. Bylgjur frá honum komu að sjálfsögðu fram á mælum hér á landi. Auk venjulegra bylgna sýndu mælar nálægt suður- ströndinni greinilegar T-bylgjur (7. mynd). Líklega ræðst þetta að ein- hverju leyti af landslagi. Hljóðburðar- lagið liggur upp að brattri landgrunns- brún undan Suðurlandi og aðstæður því tiltölulega góðar fyrir T-bylgjuna að komast niður í skorpuna. 67

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.