Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 77

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 77
Þóra Ellen Þórhallsdóttir Skýrsla um Hið íslenska náttúrufræðifélag fyrir árið 1989 FÉLAGAR í árslok 1989 voru skráðir félagar og kaupendur að Náttúrufræðingnum alls 1870. Þar af voru 6 heiðursfélagar, 5 kjörfélagar og 26 ævifélagar. Innan- lands voru 1624 almennir félagar og 143 stofnanir keyptu Náttúrufræðing- inn. Félagar og stofnanir erlendis voru alls 66. A árinu fækkaði félagsmönn- um um 106 en það er nánast sama tala og fyrir fjölgun félaga árið 1988. STJÓRN OG STARFSMENN Síðastliðið ár var stjórn Hins ís- lenska náttúrufræðifélags þannig skip- uð: formaður var Þóra Ellen Þórhalls- dóttir, varaformaður Hreggviður Norðdahl, gjaldkeri Ingólfur Einars- son, ritari Björg Þorleifsdóttir og meðstjórnandi Sigurður S. Snorrason. Einar Egilsson og Gyða Helgadóttir sátu í varastjórn. Endurskoðendur voru Magnús Arnason og Sveinn Ól- afsson en varaendurskoðandi Þór Jak- obsson. Ritsjóri Náttúrufræðingsins var Páll Imsland. Erling Ólafsson sá um félagatalið eins og áður. Fulltrúi félagsins í dýraverndarnefnd var Sig- urður H. Richter en í fuglafriðunar- nefnd sat Agnar Ingólfsson. I stjórn Minningarsjóðs Eggerts Ólafssonar sátu Guðmundur Eggertsson (formað- ur), Sólmundur Einarsson (ritari) og Ingólfur Davíðsson. Ingólfur hefur óskað eftir að hætta störfum og mun Agnar Ingólfsson koma í hans stað. Varamaður var Óskar Ingimarsson. Einar Egilsson var oddviti áhugahóps um byggingu náttúrufræðihúss. Full- trúar félagsins á aðalfundi Landvernd- ar voru Hreggviður Norðdahl og Þóra Ellen Þórhallsdóttir. Ingveldur Róbertsdóttir var ráðin til starfa fyrir félagið í alls tvo mánuði (hálft starf frá maí til ágúst). Hún sá um að auglýsa og skipuleggja ferðir og skrá þátttakendur. Félagið hefur hing- að til fengið afnot af síma Náttúru- fræðistofnunar en fékk eigin síma sl. maí. Gerður var samningur við Stein- þór Ingvason í Iskortum um dreifingu á veggspjöldum. A árinu voru haldnir 9 stjórnar- fundir. AÐALFUNDUR Aðalfundur félagsins fyrir árið 1989 var haldinn laugardaginn 24. febrúar 1990 í stofu 202 í Odda, hugvísinda- húsi Háskólans. Fundarstjóri var Elsa G. Vilmundardóttir en fundarritari Þór Jakobsson. Dagskrá var með hefðbundnum hætti; formaður flutti skýrslu stjórnar og gjaldkeri gerði Náttúrufræðingurinn 61 (1), bls. 71-80, 1991. 71

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.