Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1991, Side 79

Náttúrufræðingurinn - 1991, Side 79
svefnrannsóknir. Fundargestir voru 129. Fundarsókn var góð. Alls mættu tæplega 560 manns á fyrirlestrana eða um 80 að jafnaði. Háskóla Islands eru þökkuð afnot af fyrirlestrarsal og Jóni Kristjánssyni húsverði fyrir sérlega lipurð og hjálpsemi við undirbúning. FERÐIR OG NÁMSKEIÐ Á árinu voru farnar 5 ferðir á veg- um félagsins, 3 dagsferðir og tvær lengri ferðir. Tvær ferðir féllu niður, ein reyndar tvisvar. Þátttakendur voru alls 209, sem er færra en oftast undanfarin ár. Veður var heldur leið- inlegt og hefur það áreiðanlega haft einhver áhrif. Reyndar hittist þannig á með margar dagsferðir að illa viðraði eða veðurspá var slæm. Sunnudaginn 21. maí var fyrirhuguð ferð á Hafnarbjarg til að skoða fugla og gróður. Þann dag var hávaðarok og rigning og var ferðinni því frestað um viku, en hún féll einnig niður þá vegna lítillar þátttöku. Þann 25. júní var efnt til ferðar frá Miðdal að Nesjavöllum undir leiðsögn Einars Gunnlaugssonar jarðfræðings hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Ekið og gengið var meðfram nýju Nesjavalla- æðinni en vegurinn fylgir að hluta hinni gömlu Dyradalsleið. Skýrði Ein- ar mönnum frá jarðfræði svæðisins og framkvæmdum Hitaveitunnar á Nesjavöllum sem skoðaðar voru í lok ferðarinnar. Með í för var einnig Magnús H. Jóhannsson líffræðingur sem sagði frá plöntum og gróðri. Þátt- takendur voru 54. Langa ferðin var í Mývatnssveit dagana 13.-16. júlí. Ekið var frá Reykjavík en þeim sem vildu, var gef- inn kostur á að hitta hópinn á Akur- eyri eða á Mývatni. Leiðsögumenn voru líffræðingarnir Árni Einarsson og Gísli Már Gíslason, og jarð- fræðingarnir Freysteinn Sigurðsson og Kristján Sæmundsson. Fararstjóri var Þóra Ellen Þórhallsdóttir. Þátttakend- ur voru um 90 talsins. Ekið var norð- ur Holtavörðuheiði og tjaldað hjá Skútustöðum að kvöldi. Hópnum var skipt í tvennt, þannig að leiðsögu- menn fóru með helming hópsins sinn hvorn daginn. Öðrum deginum var varið til að kynnast lífríki vatnsins. Var gengið niður með Laxá og litið á endur, en síðan ekið meðfram Mývatni að Belgjarfjalli. Gengið var á fjallið og litið til plantna en af fjallinu var fagurt útsýni báða dagana. Árni Einarsson og Gísli Már Gíslason sögðu frá landslagi og lífríki vatnsins og Laxár og þeim viðamiklu líffræði- rannsóknum sem þar er unnið að. Síð- degis var haldið út í Slútnes þar sem gróskulegt blómstóð var skoðað. Um kvöldið var opið hús á Rannsókna- stöðinni við Mývatn og þar gafst tæki- færi til að skoða í smásjá hið fjöl- skrúðuga og smásæja líf vatnsins. Hinn daginn var haldið austur og norður með vatninu í fylgd Kristjáns Sæmundssonar sem rakti jarðsögu svæðisins. Gengið var á Halaskógar- fjall og skoðuð þar elstu hraunlögin sem koma fram á Kröflusvæðinu en ofan á þeim er flikruberg. Þar má einnig sjá brún Kröfluöskjunnar. Síð- an voru gígar og öskulög í nágrenni Vítis skoðuð, en að því búnu gengið norður á Hreindýrahól en af honum er gott útsýni. Af hólnum var haldið norðvestur eftir gossprungum sem fylgja norðurjaðri Kröfluöskjunnar og þaðan áfram vestur að nýja hrauninu, síðan í suður og upp á Rauðkoll. Áfram var haldið suður eftir gos- sprungunni alveg suður í Leirhnúk. Gengið var á hann og skoðaðir hverir og misgengi í nágrenninu. Að lokum 73

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.