Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.10.2003, Qupperneq 25

Skinfaxi - 01.10.2003, Qupperneq 25
íþróttaháskólinn í Sönderborg þolfimi (aerobic),blak, fótbolta og alhliða íþróttir. Eitt kom okkur mjög á óvart og það var metnaður skólayfirvalda til að láta okkur fara út að hlaupa. Við hlaupum tvisvar sinnum í viku minnst 5 km en allt að 26 km. Markmið skólans var að senda sem flesta í Maraþonið sem haldið var í Kaupmanna- höfn 18.maí s.l. Um fjórðungur nemenda tók þátt í Maraþoninu og ekki lét ég mig nú vanta. En í skólanum á ekki bara að virkja líkamann því að kennararnir huga einnig vel að heilasellunum. Umræðufög eru ákaflega skemmtilegur hluti af stunda- skránni. Tímarnir ganga út á að við komum saman í hópum og rökræðum skemmtileg málefni fram og aftur. Umræðuefnin eru heimspekilegs- stjórnmálalegs-, siðferði- legs-, sálfræðilegs- og íþróttalegs eðlis. Að lokum er skylda að velja hin svokölluðu ,,værkstedsfög“ þar sem við getum valið milli þess að læra t.d. nudd, myndlist, fyrstu hjálp, gítarspil, dans, hljómsveitaræfingar, leiklist, lífeðlisfræði o.fl. Ofangreindu til viðbótar er dans- og söngkennsla einu sinni í viku sem allir taka virkan þátt í og hafa gaman af. Á mánudögum og fimmtudögum er morgunstund þar sem allir mæta í fyrir- lestrarsalinn eftir morgunmat og syngja saman tvö lög áður en við tökumst á við amstur dagsins. Til að byrja með fannst mér þessi stund og söngtímarnir svolítið hallærislegir, þ.e. að standa þarna og syngja hástöfum á dönsku, en núna lít ég allt öðrum augum á þá og hlakka jafnvel til að mæta! Söngurinn fær fólk til að vakna og kemur því í gott skap. Á miðvikudögum er haldin kvöldvaka þar sem við komum öll saman og gerum eitthvað skemmtilegt og gæðum okkur á köku í leiðinni. Gangarnir skiptast á með að skipuleggja helgarnar og sjá um þær. Á laugardögum og sunnudögum getum við valið úr allskonar íþróttaiðkun sem fólk frá viðkomandi gangi stendur fyrir, s.s. sund, fótbolti, klettaklifur, aerobic o.s.frv. og á laugardagskvöldum er alltaf veisla sem byrjar með góðum mat og endar svo med tjútti og tralli langt fram eftir nóttu. Til frönsku Alpanna í skíðaferð Við lok fyrstu annar héldu nemendur og kennarar skólans af stað í tíu daga skíðaferðalag til frönsku Alpanna; „Lex Deux Alpes“. Við mættum árla morguns upp í fjall og renndum okkur á fleygiferð niður fjallshlíðarnar. Við gátum valið milli 100 brekka og fórum alveg upp í 3500 metra hæð þar sem útsýnið var ólýsanlegt. Á kvöldin kom svo þreyttur hópurinn saman og hélt kvöldvöku þar sem sungið var við gítarspil, spjallað og dansað. Þetta var sannkölluð ævintýraferð og tvímælalaust einn af hápunktum skólaársins. íþróttamót íþróttaháskóla Danmerkur í lok annarrar annar var haldið iþróttamót um allt landið þar sem saman komu allir íþróttaháskólar Danmerkur og kepptu í hinum ýmsu íþróttagreinum. Þar sem sundið kitlar alltaf fór ég með sundliðinu til Viborgar og sé ekki eftir þeirri ákvörðun minni þar sem sundlið skólans vann allar greinar á mótinu með nokkrum yfirburðum. Þriðja og síðasta önnin er ákaflega skemmtileg þar sem sumarið býður upp á enn fleiri möguleika til íþróttaiðkunar. Okkur var gert að velja aftur aðalfag eitt þar sem og hægt var að velja um strandarblak, „Showdance“(funk, hip-hop og salsa), siglingar, seglbretti og þríþraut sem ég jafnframt valdi. í aðalfagi tvö var hægt að velja um kajak, tennis, seglbretti, alhliða íþróttir og aftur siglingar. Lærir mannleg samskipti Öðruvísi og ítarlegri reynsla í heimi iþrótt- anna er ekki það eina sem við lærum á dvöl okkar hérna í íþróttaháskólanum. Mannleg samskipti við nemendur og kennara skólans er sá þáttur í lífi mínu hér sem ég tel mig læra mest af. í skólanum eru saman komnir um 85 krakkar frá Danmörku, Færeyjum, Noregi, Kína, Póllandi, Búlgaríu og íslandi sem búa þétt saman í hálft ár eins og ein stór fjölskylda. Eins og gengur líkar manni misvel við samferðarmenn sína en okkar verkefni er að læra að lifa saman í sátt og samlyndi, taka tillit hvert til annars og forðast að hugsa eingöngu um eigin hag. Ég hef lært að vera þakklátur litrófi mannlífsins og þess kraftaverks að við erum ekki öll eins. Vill hvetja alla til að skella sér í íþróttaháskólann í Sönderborg Þegar kom að heimför var erfitt að kveðja alla þá góðu vini sem við höfðum ræktað vináttu við undanfarna mánuði en lífið heldur áfram og brátt fellur það aftur í sitt fyrra horf; vinna, borða og sofa. Ég vil hvetja alla þá sem kost hafa á að grípa tækifærið og skella sér út í skóla sem þennan. Lífsreynsla þessi í þennan stutta tíma er ómetanleg og verður mér dýrmætt veganesti um alla ókomna framtíð. Ég vil enn og aftur þakka UMFÍ fyrir frábæran stuðning og gott framlag. Virðingarfyilst, Sigurður Guðmundsson Munið landsmót UMFÍ á Sauðárkróki 8. -11. júlí 2004 LANDSMÓT UMFÍ

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.