Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.2003, Síða 31

Skinfaxi - 01.10.2003, Síða 31
Ungmennafélagar á heimslóðum að nýju Á min rök verður ekki hlustað „Mínar kröfur gagnvart liðinu er að við bæt- um okkar leik stöðugt. Eftir að hafa verið í 7 ár samfleytt í Þýskalandi þá kom aðstöðuleysið í Garðabæ mér mikið á óvart og ástandið hjá handknattleiksdeild Stjörn- unnar. Þegar ég fór frá félaginu til Þýska- lands var þetta prýðilegt og vænt- ingar samkvæmt því. í dag er þetta að mestu óreiða og skipulagsleysi sem á ekki að eiga sér stað í bæjarfélagi eins og Garðabæ. Þetta hljómar sem væl, en það sorglega er að þetta eru staðreynd- ir. Ég þarf því að vera að eyða miklum tíma í þessi mál í staðinn fyrir að láta strákana nýta það sem ég hef upp á að bjóða að fullu." Hvernig líst þér annars á íslensku deildina og þetta nýja fyrirkomulag - er eitthvað sem kemur þér á óvart við íslensku deildina? ,,ÖII mín rök um það hvernig mér lítist á þetta nýja fyrirkomulag verður ekki hlustað á þannig að ég ætla ekkert að fara að eyða tíma í að ræða það. Skipulagið þetta tfma- bilið er eins og það er og ég ætla bara að gefa því tækifæri." Það eru til margir ungir og efnilegir sóknarleikmenn á íslandi en þeir flaska vel flestir á vörninni. Það sem ég hef séð af markvörslu þá finnst mér hún vera að batna og er það gleðiefni fyrir íslenskan handknattleik. Nú er sagt að þýska deildin sé sú sterkasta í heimi - kemur þú með góðan grunn þaðan hvað varðar þjálfun? ,,Það er engin spurning að þýska deildin er góður grunnur. Þar eru flestir af bestu handknattleiksmönnum og -þjálfurum heims. Ég var þess aðnjótandi að hafa mjög hæfa þjálfara sem kenndu mér mikið og vil ég sérstaklega nefna Velimir Þetkovic sem varð til þess að ég vildi taka það að mér að verða þjálfari." Er mikill styrkleikamunur á milli íslen- sku og þýsku deildarinna? ,,Já, það er mikil styrkleikamunur á deild- unum. Það felst aðalega í vörn og mark- vörslu. Það eru til margir ungir og efnilegir sóknarleikmenn á íslandi en þeir flaska vel flestir á vörninni. Það sem ég hef séð af markvörslu þá finnst mér hún vera að batna og er það gleðiefni fyrir íslenskan handknattleik. Síðan get ég ekki gleymt gamla og góða aganum. Þá er ég ekki að tala um tuð í dómara, því þar er agi til staðar, heldur aga í leiknum sjálfum. Atvinnumannaferlinum lokiö Hvernig er meö meiðslin hjá þér - er handboltaferillinn búinn eða ætlar þú að spila með Stjörnunni í vetur? ,,Það er á hreinu að minn atvinnumanna- ferill er búinn. Hvort ég kem til með að spila sem áhugamaður með Stjörnunni verður að koma í Ijós ég get ekkert sagt til um það á þessu stigi málsins. Ég er að byggja mig upp og ef það gengur vel kemur vel til greina að spila.“ Þú fékkst annan ungmennafélaga, Gúst- af Bjarnason sem lék á sínum tíma með UMF Selfossi, en í Þýskalandi undanfar- in ár til liðs við þig sem spilandi aðstoð- arþjálfara. Hvernig er að hafa hann sér við hlið? ,,Það er mjög gott að hafa hann við hliðina á sér. Við fengum líka Sigurjón bróðir hans til að aðstoða okkur og Gunnar Einarsson til að sjá um andlegann undirbúning sem er geysilega mikilvægur. Þarna erum við komnir með mjög góðan hóp af mönnum til að hjálpa strákunum til að verða framtíðar landsliðsmenn." Vinna ekki leikina upp á sitt einsdæmi Gústi er byrjaður að spila eftir langvar- andi meiðsli. Má ekki búast við Stjörnunni töluvert sterkari þeg- ar þið verðið báðir komnir á fullt? ,,Ef við komumst á fullt. Það er ekki enn vitað með mig en ég á von á að við munum koma til með að styrk- ja hópinn. Við vinnum þó ekki leikina upp á okkar eins dæmi það gerir liðið í heild sinn og eru þá allir taldir með sem koma að þessu, stjórn, þjálfarar og leikmenn." Nú varstu að leika með landsliðinu og lékst geysilega vel á HM í janúar í ár. Nú er úrslitakeppni EM í janúar 2004 og Olympíuleikarnir næsta sumar - ætlarðu að gefa áfram kost á þér í landsliðið? Svo lengi sem ég hef getuna og landsliös- þjálfarinn velur mig til að leika mun ég gefa kost á mér í íslenska landsliðið í handknattleik. Það að keppa á móti þeim bestu í sinni íþrótt er draumurinn ,,Svo lengi sem ég hef getuna og landsliðsþjálfarinn velur mig til að leika mun ég gefa kost á mér í íslenska landsliðið í handknattleik. Það að keppa á móti þeim bestu í sinni íþrótt er draumurinn." Munið landsmót UMFÍ á Sauðárkróki IXI \3004 LANOBMDT UMFl 8.-11. júlí 2004

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.