Fréttablaðið - 27.05.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.05.2009, Blaðsíða 10
 27. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Ferðabox Pacific 100139 x 90 x 39 cm370 L43.900.- Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Hjólafestingar UMFERÐ Víða í íbúðahverfum á höf- uðborgarsvæðinu leynast hreinar slysagildrur fyrir börn sem fara um á hjólum, hlaupabrettum eða tveimur jafnfljótum. Þetta er mat Einars Magnúsar Magnússonar frá Umferðarstofu, Valgarðs Val- garðssonar og Margeirs Sveins- sonar frá umferðardeild lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Í síðustu viku urðu tvö alvar- leg slys í íbúðahverfum, í öðru tilfellinu var ekið á dreng sem fór hlaupandi milli tveggja kyrrstæðra bíla í Stein- ási í Garða- bæ. Honum er nú haldið sof- andi í öndunar- vél á gjörgæslu Landspítalans. Hitt var í Blóm- vangi í Hafnar- firði en þá var ekið á dreng sem kom á hlaupahjóli niður göngu- stíg sem lá þvert á akbraut. Þre- menningarnir segja að eins og aðstæður eru þar sem slysið varð er vonlaust fyrir ökumann að bregðast þegar barn kemur rakleiðis af göngustígnum og út á götu. „Viðbragðstíminn er nán- ast enginn,“ sagði Einar Magnús þegar hann skoðaði vettvang með blaðamanni. „Ökumaður sér ekki vegfarandann fyrr en tveir eða þrír metrar eru á milli þeirra.“ Margeir sá svo marga agnúa á göngustígnum að hann sagðist telja réttast að loka honum og vísa gangandi umferð eitthvert annað. „Þetta er afar óheppilegt því svo er leiksvæði hérna rétt fyrir ofan,“ sagði hann og benti upp stíginn. Valgarður og Margeir höfðu gert athugun á nokkrum íbúða- hverfum og séð svo ekki var um villst að slysagildra sem þessi er ekkert einsdæmi. Þeir hvetja bæjar- og borgaryfirvöld til að setja girðingu meðfram stígun- um og síðan tálma þar sem þeir mæta götunni svo að barn sem komi á ferð verði að hægja á sér áður en það fer út á götu. Heppi- legast væri að tálmarnir vísuðu þannig að barnið yrði að snúa sér í átt að umferð þegar það er komið að götunni. Þremenningarnir hvetja síðan alla ökumenn til að hafa aðgát en flestir eiga það til að keyra hrað- ar þegar veðrið hlýnar en með hlýnandi veðráttu eykst einnig umferð hjólandi barna. jse@frettabladid.is Margar slysagildrur í íbúðahverfum Víða leynast umferðargildrur í íbúðahverfum segja lögregla og Umferðarstofa. Tvö alvarleg slys urðu í síðustu viku þar sem drengur á hlaupahjóli og annar á hlaupum urðu fyrir bílum. Öðrum þeirra er haldið sofandi í öndunarvél. SVONA VILJA ÞEIR HAFA ÞAÐ Hindranir á við þessar hefðu efalítið getað breytt ýmsu hefði þeim verið fyrir að fara við Blómvang. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI EINAR MAGNÚS MAGNÚSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.