Fréttablaðið - 27.05.2009, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 27.05.2009, Blaðsíða 31
H A U S MARKAÐURINN 5MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2009 Ú T T E K T þau í íslenskum krónum. Hlutabréf færeysku fyrir tækjanna hafa hins vegar ávallt verið skráð í dönskum krónum. Seðlabankinn veitti undanþágu frá gjaldeyris- reglunum nálægt miðjum desember og urðu fær- eysku félögin þar með eini gluggi fjárfesta hér út í hinn stóra heim – það er að segja þeirra, sem bjuggu við það svigrúm að eiga fyrir erlendar eignir. „Við erum mjög bjartsýn á að íslenskir fjárfest- ar hafi áhuga á fyrirtækjunum okkar,“ segir Sig- urd Poulsen. reyska verðbréfamarkaðarins reiknar með að fleiri færeysk fyrirtæki leiti fyrir sér með skráningu á markað hér þegar jafnvægi kemst á fjármála- MARKAÐURINN/AFP Við upphaf tíunda áratugs síð- ustu aldar reið bankakreppa yfir Færeyjar ásamt afla- bresti. Þegar verst lét varð fjórð- ungur Færeyinga atvinnulaus og fluttust fimmtán prósent landsmanna búferlum. Flest- ir fóru til Danmerkur. Færey- ingar voru um 48 þúsund tals- ins þegar kreppan reið yfir. Fimm árum síðar hafði þeim fækkað um fimm þúsund. Upp úr 2002 hafði um helmingur hinna brottfluttu snúið aftur og var þá aftur náð svipuðum fólksfjölda og um það leyti sem kreppan skall á. Í kjölfarið lánuðu Danir fær- eysku landsstjórninni jafn- virði um 120 prósent af lands- framleiðslu Færeyinga á einu ári. Um áratug tók að greiða það niður ásamt vöxtum. Sig- urd Poulsen bendir á að Færey- ingar hafi kappkostað að greiða niður skuldir og laga til í fjár- hag sínum. „Þegar kreppan reið yfir varð færeyska landsstjórn- in mjög skuldsett. Við skárum fjárfestingar hins opinbera snar- lega niður og breyttum skatta- stiginu. Mikið hefur breyst síðan þá og efnahagslífið er í mjög góðu ásigkomulagi,“ bendir Sigurd á og bætir við að þótt Færeyingar fari ekki varhluta af þeim alþjóð- legu efnahagsþrengingum sem gengið hafi yfir heimsbyggðina í á annað ár hafi landsstjórnin verið skuldlaus þegar kreppan skall á og því betur til þess búin að takast á við áföll en ella. Færeyingar gengu í gegnum hremmingar SIGURD POULSEN Forstjóri færeyska verðbréfamarkaðarins segir Færeyinga hafa styrkt efnahagslíf sitt verulega í kjölfar kreppunnar sem reið yfir landið fyrir tæpum tuttugu árum. Sviptingarnar hafi valdið því að Færeyingar hafi getað staðið betur af sér kreppuna nú en aðrar þjóðir. LANDNÁM TÝSDAGIN 2. JUNI Á HILTON REYKJAVIK NORDICA, SUÐURLANDSBRAUT 2. Virðisbrævamarknaður Føroya kemur til Íslands at varpa ljós á føroysku feløgini, ið verða handlað á NASDAQ OMX Íslandi. Sambært undantaki frá reglum um valutahandil hjá Seðlabanka Íslands kunnu íslendin- gar seta pening í útlendsk virðisbrøv, um hesi eru skrásett á NASDAQ OMX Íslandi. Í sambandi við dagin verður møguleiki at hitta leiðsluna í skrásettu feløgunum og fáa í lag fundir við tey. Til ber at bóka fundirnar frammanundan við at seta set í samband við Maluna Johannesen frá Virðisbrævamarknaði Føroya á malan@vmf.fo ella á +298 226 225. 08:00 – 08:30 Morgunmatur 08:30 – 08:40 Vælkomin – Þórður Friðjónsson, stjóri á NASDAQ OMX Íslandi, ringir dagin inn 08:45 – 08:55 Skráin fyri dagin – Malan Johansen, Virðisbrævamarknaður Føroya 09:00 – 09:30 Føroyski búskapurin og føroysk virðisbrøv – Sigurd Poulsen, stjóri á Landsbanka Føroya 09:35 – 10:05 Føroya Banki – Janus Petersen, stjóri 10:10 – 10:40 Atlantic Airways – Magni Arge, stjóri 10:45 – 11:05 Kaffi steðgur og networking 11:10 – 11:40 Eik Banki – Marner Jacobsen, stjóri 11:45 – 12:15 Atlantic Petroleum – Wilhelm Petersen, stjóri 12:20 – 12:30 Endi – Þórður Friðjónsson, stjóri á NASDAQ OMX Íslandi 12:30 – 13:30 Lætt ábit og networking Fundarstjóri – Kristín Jóhannsdóttir, NASDAQ OMX Ísland FØROYSKUR VIRÐISBRÆVAMARKNAÐARDAGUR Í ÍSLANDI m yn d: k ov bo yfi lm .c om

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.