Fréttablaðið - 27.05.2009, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 27.05.2009, Blaðsíða 15
2 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Lán verður gróði | Bandaríski bankinn JPMorgan hefur breytt slæmum lánum í tekjur og reikn- ar með að það skili bankanum hagnaði upp á 29 milljarða dala. Hagnaðurinn er fjórðungur af eignasafni fasteignalánabankans Washington Mutual, sem JP Morg- an keypti í fyrrahaust. Snarpur samdráttur | Hagvöxt- ur í Þýskalandi dróst saman um 6,7 prósent á fyrstu þremur mán- uðum ársins. Slíkt hefur ekki sést eftir að Berlínarmúrinn féll og Þýskaland sameinaðist á haust- dögum 1990. Mikill samdráttur í útflutningi skýrir þróunina að nær öllu leyti. Olíubirgðir aukast | Eftirspurn eftir olíu hefur ekki verið minni í Bandaríkjunum frá 1981. Þetta hefur valdið því að olíubirgðir hrannast upp þar í landi en þær hafa ekki verið meiri í um tuttugu ár. Gert er ráð fyrir að heimsmark- aðsverðið fari í kringum 50 dali á hlut vegna þessa. Færri í vinnu | Tæpur helmingur breskra fyrirtækja ætlar ekki að ráða framhaldsskólanema eða ný- útskrifaða stúdenta í sumarvinnu og 75 prósent þeirra draga úr ráðn- ingunum í ár. Þetta kemur fram í nýlegri könnun þar í landi. Miðvikudagur 27. maí 2009 – 21. tölublað – 5. árgangur VIÐSKIPTI Eitt uppgjör – betri yfi rsýn Nýttu kosti þess að hafa allt á einum stað. Hafðu samband við okkur í síma 560 1600 eða tilbod@borgun.is og við gerum þér tilboð í færsluhirðingu fyrir öll greiðslukortaviðskipti. Græna prentsmiðjan Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar „Við viljum aðeins fá sem mest af kröfum okkar borgaðar til baka,“ segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis. Hann segir Existu hafa lent í vanskilum með greiðslu lána. Það skýri að kröfuhaf- ar sæki að félaginu. Skilanefndin er ein þriggja skilanefnda gömlu bankanna auk Nýja Kaupþings sem hefur sett sig upp á móti áætlun Existu um endurskipulagningu félagsins. Áætlunin, sem endurskoðendafyrirtækið KPMG í London í Bretlandi teiknaði upp, gengur svo sem út á að lánum Existu verði breytt í skuldabréf til áratugar og að arðgreiðslur frá dótturfélögum verði nýttar til greiðslu lána móðurfélagsins. Erlendir lánardrottnar, 37 bankar sem hlut eiga að sambankalánum Existu, hafa samþykkt áætlunina. Enn á þó eftir að undirrita samninga þessa efnis. Viðmælendur Markaðurinn telja ástæðu þess að íslensku lánardrottnarnir hafi sett sig upp á móti tilraunum til að endurskipuleggja Existu þá að þeir þekki félagið betur en erlendu lánardrottnarnir og geti áttað sig betur á stöðunni sem Exista standi frammi fyrir. Erlendu lánardrottnarnir séu á móti sáttir ef eitthvað af lánum félagsins skili sér í hús. Íslensku kröfuhafarnir, sem eiga um helming af um 200 milljarða króna skuldbindingu Existu, jafn- virði eins milljarðs evra, vilja skoða margar leiðir, svo sem að skipta félaginu upp í sjálfstæðar eining- ar. Þannig yrði tryggingafélagið VÍS, fjármögnun- ar- og eignaleigufyrirtækið Lýsing og Síminn skilin frá móðurfélaginu. Lítil breyting verði á daglegum rekstri fyrirtækjanna og mögulegt sé að hámarka virði eignanna. Stjórn Existu er alfarið á móti þessum hugmynd- um og telur hag félagsins betur borgið ef fyrrgreind fyrirtæki verði áfram innan Existu. Lýður Guðmundsson, starfandi stjórnarformað- ur Existu, sagði að loknum hluthafafundi félagsins í gær, skilanefndir gömlu bankanna og Nýja Kaup- þings sækja gegn félaginu af fullmikilli hörku og skilji hann ekki hvað búi að baki. Bendir hann á að dótturfélög Existu séu fjárhagslega sterk. VÍS hafi skilað góðu uppgjöri miðað við hin tryggingafélög- in auk þess sem fjárhagsstaða Skipta sé sterk. Þá sé enn ósamið um afleiðusamninga Existu í gömlu bönkunum og ekki útilokað að málið verði útkljáð fyrir dómsstólum. Viðmælendur Markaðarins benda á að einn ásteyt- ingarsteinninn af mörgum sé sá að þótt staða dóttur- félaga Existu sé ágæt þurfi félögin að greiða niður sínar eigin skuldir áður en þau geti skilað arði upp í móðurfélagið. Efasemdir séu uppi um hvort það takist, jafnvel sé hugsanlegt að greiðslur af lánum dragist sökum þessa. Exista var umsvifamesti hluthafi Kaupþings þegar ríkið tók bankann yfir í fyrrahaust. Í framhaldi af því greindu stjórnendur félagsins frá því að leitað væri samninga um frestun á greiðslu vaxta og af- borgana á skuldbindingum á meðan endurskipulagn- ing stæði yfir. Framlenging á gjalddaga víxils Ex- istu rann út í marslok og átti þá eftir að greiða sex- tíu prósent hans. Ekki lá fyrir um upphæðina þegar blaðið fór í prentun í gær. Vanskil Existu kalla á hertar aðgerðir Skilanefndir gömlu bankanna og Nýja Kaupþing hafa gert árás á Existu, segir stjórnarformaður félagsins. Íslenskir kröfuhafar eru sagðir þekkja félagið betur en erlendir. Verðbólga jókst um 1,3 prósent milli mánaða í maí samkvæmt mælingu Hagstofunnar meðan greinendur höfðu spáð margfalt minni hækkun, 0,3 til 0,6 prósent- um. Tólf mánaða verðbólga fer úr 11,9 prósentum í 11,6. „Gengisáhrif vega þarna þyngst,“ segir Guðrún R. Jóns- dóttir á vísitöludeild Hagstofunn- ar. Hún bendir á að frá áramót- um hafi umræðan verið á þá leið að veiking krónunnar væri tíma- bundin. Nýverið hafi hins vegar bæði Seðlabankinn og fjármála- ráðuneytið sent frá sér spár þar sem gert er ráð fyrir veiku gengi krónunnar næsta árið eða svo. „Þá bíða menn ekki lengur með hækkun, haldi þeir að gengið styrk- ist ekki í bráð,“ segir hún og bend- ir á að innfluttar vörur hafi hækk- að um 2,2 prósent í mælingunni og eigi 0,83 prósentustig í mán- aðarhækkuninni. Önnur þjónusta hafi haft 0,26 prósentustiga áhrif og þar vegi þyngst verðhækkun á flugi. „Við skoðum netfargjöld- in á helstu leiðum og miðum þá við að keypt sé far eftir mislang- an tíma.“ Hækkun á húsnæðislið segir hún að komi kannski mest á óvart, en það kunni að skýrast af litlum og sveiflukenndum við- skiptum. „Við sjáum ekki rof í því ferli að húsnæðisverð sé að lækka,“ segir Guðrún og bendir jafnframt á að verðbólga hjaðni enn þótt hjöðn- unin sé hægari en ráð hafi verið fyrir gert. „Miðað við þrjá mán- uði er ársverðbólga fjögur prósent og miðað við hálft er hún rúm sjö prósent.“ - óká Verðbólgan óvænt meiri Svindlað fram hjá Seðlabanka Höndlað með gjaldeyri í trássi við lög Þorkell Sigurlaugsson Segir þörf á nýrri stefnu 2 Færeyingarnir koma! Mörg tækifæri í Færeyjum 4-5

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.