Fréttablaðið - 27.05.2009, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 27.05.2009, Qupperneq 43
MIÐVIKUDAGUR 27. maí 2009 23 FÓTBOLTI Pétri Georg Markan hefur ekki gengið sem skyldi að festa sig í sessi hjá Val eftir að hann kom til félagsins frá Fjölni. Hann spilaði samtals í 44 mínút- ur í fyrstu þrem umferðum móts- ins og var svo ekki í leikmannahópi Vals gegn Grindavík á mánudag. Það fór ekki vel í leikmanninn eins og gefur að skilja, hann rauk heim og horfði á leikinn heima hjá sér. „Eðlilega var ég ekki sáttur við að vera ekki í hópnum. Ég viður- kenni að ég tók þá ákvörðun að fara heim og horfa á leikinn í sjón- varpinu. Varð að kæla mig aðeins enda miklar tilfinningar í þessu. Það er bara eðlilegt enda er ég til- finningamaður sem spilar af til- finningu og ástríðu. Mér sýnist að það sé eftirspurn eftir slíku í þessu liði,“ segir Pétur Georg Markan. „Ég er að bíða eftir tækifæri og mér finnst ég eiga það skilið. Ég hef aldrei verið eins hungraður í að skora og spila og núna. Það er aftur á móti þjálfarinn sem ber ábyrgðina, velur liðið og hann hefur ekki trú á mér. Ég verð að sýna biðlund en mér finnst það hundfúlt og þetta er erfitt. Því er ekki að neita.“ Þrátt fyrir mótlætið ætlar Pétur Georg ekki að gefast upp og hefur ekki íhugað að óska þess að vera lánaður til annars félags en sögu- sagnir um að hann væri á leið til Fjölnis voru í gangi. „Þegar ég samdi var það kort- lagt að ég hefði hlutverk í liðinu en ég veit ekki hvað hefur komið fyrir í millitíðinni. Ég er þannig að ef ég tek að mér verkefni þá vil ég klára það. Ég mun því ekki gefast upp en berjast fyrir sæti mínu. Það er nóg eftir af mótinu og hver veit hvernig þetta spilast. Ég mun svo meta það í lok sumars hvort það hafi verið rétt ákvörðun að fara í Val eður ei. Ég hef samt trú á því að það sé pláss fyrir mig í liðinu, mann sem spilar með hjartanu,“ sagði Pétur ákveðinn. - hbg Pétur Georg Markan ekki í náðinni hjá Willum Þór en neitar að gefast upp: Þjálfarinn hefur ekki trú á mér PÉTUR GEORG Er ekki að fara að endur- nýja kynnin við Gunnar Má og Fjölni. FÓTBOLTI Eyjólfur Sverrisson valdi í gær sinn fyrsta lands- liðshóp síðan hann tók aftur við íslenska 21 árs landsliðinu. Fram undan er æfingaleikur á móti Dönum í Álaborg 5. júní næstkomandi. Eyjólfur valdi fjóra nýliða í liðið, þar á meðal markahæsta leikmann Pepsi- deildarinnar, Alfreð Finnbogason úr Breiðabliki. Hinir eru Óskar Pétursson, markvörður úr Grindavík, Björn Daníel Sverrisson, miðjumaður úr FH og Guðlaugur Victor Páls- son, miðjumaður úr Liverpool. „Það er mikið af ungum og efni- legum strákum að spila í efstu deild í dag og víðar. Við getum í rauninni stillt upp tveimur til þremur frábærum liðum,“ sagði Eyjólfur en aðstoðarmaður hans er Tómas Ingi Tómasson. - óój LANDSLIÐSHÓPURINN: Markmenn Þórður Ingason, Fjölni 4 leikir Óskar Pétursson, Grindavík nýliði Varnarmenn Hólmar Örn Eyjólfsson, West Ham 7 Hjörtur Logi Valgarðsson, FH 2 Skúli Jón Friðgeirsson, KR 2 Andrés Már Jóhannesson, Fylki 1 Finnur Orri Margeirsson, Breiðab. 1 Guðmundur R. Gunnarsson, GAIS 1 Miðjumenn Birkir Bjarnason, Viking 13 Bjarni Þór Viðarsson, Twente 12 Gylfi Þór Sigurðsson, Reading 6 Jóhann Berg Guðmundsson, AZ 2 Guðmundur Kristjánsson, Breiðab. 1 Björn Daníel Sverrisson, FH nýliði Guðlaugur Victor Pálss., Liverpool nýl. Sóknarmenn Rúrik Gíslason, Viborg 11 Björn Bergmann Sig., Lilleström 1 Alfreð Finnbogason, Breiðabliki nýliði Fyrsti landsliðshópur Eyjólfs: Valdi 4 nýliða NÝLIÐI Alfreð Finnbogason, markahæsti maður Pepsi-deildarinnar, hefur aldrei spilað landsleik. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson og félagar í Benetton Basket spila í kvöld úrslitaleik við La Fortezza Bologna um sæti í undanúrslitum ítölsku úrvalsdeildarinnar. Bæði lið hafa unnið heimaleiki sína í einvíginu og fimmti leikurinn fer fram á heimavelli Jóns og félaga í Palaverde-höllinni í Treviso. Jón Arnór hefur spilað mjög vel í síðustu þremur leikjum Ben- etton eftir að hafa byrjað rólega. Það kveikti greinilega í okkar manni þegar hann var settur á bekkinn eftir aðeins fimm mín- útur í fyrsta leiknum á móti Bologna. Jón Arnór hefur síðan skorað 11,7 stig og gefið 2,7 stoðsending- ar að meðaltali á 26,3 mínútum en hann hafði aðeins skorað sam- tals 4 stig á 36 mínútum í fyrstu þremur leikjum sínum. Jón Arnór hefur meðal annars sett niður 6 af 11 þriggja stiga skotum sínum í undanförnum þrem leikjum. - óój Ítalski körfuboltinn í kvöld: Jón Arnór er kominn í gang ODDALEIKUR Í KVÖLD Jón Arnór Stef- ánsson í oddaleik með KR á dögunum móti Grindavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM auglýsir inntöku nýnema fyrir skólaárið 2009 - 2010 Skóli með sterkan prófíl Grafísk hönnun LISTHÖNNUNARDEILD veitir starfsmenntun í grafískri hönnun. Á námstímanum öðlast nemendur yfirgripsmikla þekkingu og þjálfun í faginu sem gerir þá hæfa til að fást við krefjandi verkefni á sviði hönnunar fyrir prentmiðla og margmiðlun. Rík áhersla er lögð á tæknilega og listræna ögun. Strax í upphafi takast nemendur á við grunnhugmyndir fagsins, rætur þess í fagurlistum og tengsl við prentiðnaðinn. Til að hefja nám í deildinni þurfa umsækjendur að hafa lokið viðurkenndu fornámi í framhaldsskóla eða myndlistar- skóla og þar sannað hæfni sína í undirstöðugreinum. Frjáls myndlist FAGURLISTADEILD veitir starfsmenntun í frjálsri myndlist. Nemendur fá alhliða þjálfun í hefðbundnum greinum þar sem áhersla er lögð á tæknilega og listræna ögun. Meðal kennslugreina eru: efnisfræði, skissugerð, olíumálun, akrýlmálun, myndgreining, ljósmyndun, grafík, módelteiknun, rými, bóklist, tölvugrafík, hugmyndafræði, sýningarstjórnun, fagurfræði og listfræði. Til að hefja nám í deildinni þurfa umsækjendur að hafa lokið viðurkenndu fornámi í framhaldsskóla eða myndlistarskóla og þar sannað hæfni sína í undirstöðugreinum. Myndlist, hönnun og arkitektúr FORNÁM - Alhliða undirbúningur fyrir nám í hönnun og listum á æðra skólastigi. Myndlistaskólinn á Akureyri býður upp á hnitmiðað 40 eininga heildstætt nám í sjónlistum. Námið er skipulagt með hliðsjón af aðalnámskrá framhaldsskóla og í því felst listrænn og tæknilegur undirbúningur fyrir framhaldsnám á sviði myndlistar, hönnunar og arkitektúrs. Umsókn um skólavist þarf að berast skólanum fyrir 3. júní nk. ásamt umbeðnum gögnum og tilskyldum fjölda eigin myndverka. Inntökunefnd áskilur sér rétt til að boða umsækjendur til viðtals dagana 3. til 7. júní, telji hún ástæðu til. Myndlistaskólinn á Akureyri - Kaupvangsstræti 16 - Box 39 - 602 Akureyri - Sími. 462 4958 - info@myndak.is - www.myndak.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.