Fréttablaðið - 27.05.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.05.2009, Blaðsíða 16
MARKAÐURINN 27. MAÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Vika Frá ára mót um Alfesca 0,0% -19,0% Bakkavör -21,6% -57,8% Eimskipafélagið 0,0% -20,0% Föroya Bank 0,8% -0,8% Icelandair 0,0% -66,2% Marel 3,2% -20,4% Össur 1,5% 4,3% Úrvalsvísitalan OMXI15 263 Úrvalsvísitalan OMXI6 710 *Miðað við gengi í Kaup höll í gær. G E N G I S Þ R Ó U N „Þau eru búin að vera í söluferli frá því um mitt síðasta ár ásamt þeim eignum sem við ætluðum að selja,“ segir Ólafur Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Tvö norsk frystiskip, Stórfoss og Dalfoss, í eigu Eimskipafé- lagsins hafa verið í höfn í Norð- ur-Noregi síðan um mitt síðasta ár. Skipin taki þó við stöku til- fallandi verkefnum. „Það hefur verið unnið að sölu skipanna með skipasölumönn- um í Evrópu. Margir hafa sýnt áhuga en enginn sent inn form- legt tilboð,“ segir Ólafur. Ekki eru fleiri skip til sölu hjá Eim- skip að hans sögn. Eimskip hefur engum skip- um lagt eins og staðan er í dag. Gífur legur samdráttur hefur verið í flutningastarfsemi í heiminum að sögn Ólafs. Mörg félög hafi lagt skipum en Eim- skip hafi kosið að gera það ekki. „Við höfum ekki lagt neinum skipum, en ef það eru ekki verk- efni fyrir þau þá sigla þau ekki,“ segir Ólafur. Stjórn Eimskipafélags Íslands hefur ákveðið að fresta aðalfundi félagsins frá júníbyrjun til loka júní. Ástæðan er sögð vinna við fjárhagslega endurskipulagn- ingu félagsins. - vsp Tvö skipa Eimskips til sölu í Noregi Aðalfundi frestað til júníloka vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar. Víðir Smári Petersen skrifar „Við höfum ekki tekið eftir því að neinn sé að svindla,“ segir Anna Jakobína Hilmarsdóttir, féhirð- ir Landsbankans í Austurstræti. Fréttablaðið hafði nýverið eftir félagsmálaráðherra að mikill hagnað- ur væri í gjaldeyrisbraski. Nefndi hann farseðla- svindl sem dæmi. Vegna hafta er kvóti á gjaldeyriskaupum þegar fólk er á leið til útlanda. Hver og einn getur tekið út 500 þúsund krónur í gjaldeyri gegn því að sýna far- seðil. Ekki eru aldursmörk á gjaldeyriskaupunum. „Stundum kemur fyrir að fjölskylda kaupir allan kvótann sinn en kemur þá oft með hann aftur og leggur inn á gjaldeyrisreikning,“ segir Anna. Smáauglýsingar hafa verið í blöðunum undan- farið þar sem óskað er eftir að selja eða kaupa gjaldeyri. Fyrirtækið Regent Accounts Ltd. sem auglýst hefur er ekki skráð í fyrirtækja- eða firmaskrá á Íslandi. Sá sem fyrir svörum varð sagði þó alla starf- semina löglega og ekki sé verið að versla með skilaskyldan gjaldeyri. Eingöngu sé haft milli- göngu um gjaldeyri milli fyrirtækja erlendis. Öll viðskiptin fari í gegnum erlenda reikninga. Hann segir margt fólk hafa haft samband við sig eftir að fréttin birtist á föstudag og hafi séð fram á stórfelldan hagnað en það „verði fyrir vonbrigð- um“, þar sem ekkert slíkt sé í boði. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir margt benda til þess að ósköp lítil velta sé á gjaldeyris- markaði með íslenskar krónur. „Það hefur gerst á undanförnum vikum að gengi krónunnar í útlöndum hefur styrkst mikið. Munur á opinberu gengi og það sem við getum kallað á svört- um markaði hefur því minnkað,“ segir Gylfi. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahags- brota, segir lögreglu hafa fengið nokkrar ábending- ar um gjaldeyrissvindl sem þau hafi vísað til Fjár- málaeftirlitsins. „Þetta eru flestar óljósar ábendingar frá fólki út í bæ. Það kallar þá á frekari rannsókn til að athuga hvort þetta eigi við rök að styðjast,“ segir Helgi. Samkvæmt 8. gr. laga um gjaldeyrismál er öðrum aðilum en Seðlabanka óheimilt að hafa milligöngu um gjaldeyrisviðskipti hér á landi nema hafa til þess heimild í lögum eða fá til þess leyfi frá Seðlabank- anum. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum hefur nokkrum málum verið vísað til Fjármálaeftir- litsins vegna gruns um brot á gjaldeyrislögum. VIÐ SEÐLABANKANN Eftirlit með lögum um gjaldeyris- viðskipti er á höndum Seðlabanka Íslands. Vakni grun- ur um að brotið hafi verið gegn lögunum vísar bankinn málum til Fjármálaeftirlitsins til frekari rannsóknar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Óskráð félag á við- skipti með gjaldeyri Fyrirtæki sem auglýst hefur eftir gjaldeyri er ekki skráð í firmaskrá. Öðrum en Seðlabanka er óheimilt að hafa milli- göngu um gjaldeyri. Fjölskyldur fullnýta gjaldeyriskvóta. „Gífurlega mikilvægt er að vinna rétt úr þeirri stöðu sem við erum í. Verði ekki bættir stjórnarhætt- ir fyrirtækja og farið í að nálgast betur Evrópusambandið og opna þjóðfélagið þá eru horfur fram undan mjög slæmar,“ segir Þor- kell Sigurlaugsson, framkvæmda- stjóri fjármála- og þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík. „Ef hins vegar rétt er á haldið þá eigum við mjög góða framtíð fyrir okkur,“ bætir hann við. Út er komin eftir Þorkel bókin „Ný framtíðarsýn“ þar sem meðal annars er fjallað um stjórnun fyr- irtækja og hlutverk stjórna og stjórnenda. „Þetta lagði ég upp með, en þegar efnahagshrunið varð tengdi ég það dálítið við efnið og bendi á að ein af ástæðum þess hvernig fór er vanræksla stjórna og stjórnarmanna í fyrirtækjum. Síðan reyni ég að benda á þessa nýju framtíðarsýn um hvernig við ætlum að kom- ast út úr þessu ástandi.“ Meðal spurn- inga sem Þor- kell veltir upp er hvort fa l l bankakerfis- ins kunni að skrifast á veika stjórnmálafor- ystu . „Getur verið að vin- skapur og það að vera í réttu viðskiptablokk- inni hafi ráðið meiru um ráðn- ingu forstjóra og fjármögnun fyr- irtækis en hæfileikar og hlutlaust mat á rekstrinum og viðkomandi einstaklingi? Þetta kemur stund- um upp í hugann þegar litið er til þess hverjum var falin sú ábyrgð að eiga og reka íslensku bankana og lykilfyrirtæki landsmanna við einkavæðingu þeirra,“ segir í bókinni. Einkavæddir bankar hafi orðið afl sem braut upp ára- tugagamlar valda- blokkir. „Þess í stað komu nýjar og yfirleitt skuld- set ta r og i l l a reknar blokkir sem lifðu aðeins í stuttan t íma, eða frá árinu 2003 fram til október 2008 þegar bank- arnir hrundu.“ - óká ÞORKELL SIGURLAUGSSON BÓKARKÁPAN Ný framtíðarsýn er rit um stjórnun fyrirtækja og leiðir sem kunna að vera færar út úr efna- hagskreppunni. Nýrrar sýnar er þörf Böndin berast að einkavæðingu bankanna. Rætur fjármálakreppunnar má að stórum hluta rekja til mistaka fjármálafyrirtækja við áhættu- stjórnun, að sögn Baldurs Pét- urssonar, aðstoðarframkvæmda- stjóra Endurreisnar- og þróunar- banka Evrópu (EBRD). Árangur EBRD í áhættustjórnun segir hann ástæðu þess að bankinn hafi ekki komið mjög illa út úr niður- sveiflunni. EBRD var stofnaður af Evrópu- ríkjum til að stuðla að fjárfestingu og uppbyggingu í löndum Eystra- saltsins, Austur-Evrópu og Asíu. „Við getum því ekki beitt okkur fyrir fjárfestingu heima á Íslandi, nema þá óbeint með því að styðja við bakið á fyrirtækjum sem eru með starfsemi þarna fyrir aust- an,“ segir Baldur. Baldur heldur erindi á fundi Útflutningsráðs, viðskiptaráðu- neytisins og EBRD á Grand hót- eli Reykjavík í fyrramálið, en þar verður fjallað um fjárfestingar á starfssvæði EBRD. „Allt alþjóðasamstarf, sérstak- lega á fjármálasviðinu, skiptir mun meira máli en áður,“ segir Baldur og vísar til efnahagsbata í augsýn í Austur-Evrópu. Löndum og fyrirtækjum hafi markvisst verið hjálpað í gegnum kreppuna til að uppbygging gæti hafist sem fyrst. - óká Geta stutt óbeint við „Það er ekkert að frétta, viðræð- ur standa enn yfir,“ segir Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar Group, um viðleitni til að ná samningum við eigend- ur skuldabréfa félagsins sem lenti í vanskilum fyrir tæpum hálfum mánuði. IFS Greining sagði í umfjöll- un sinni um uppgjör Bakkavar- ar í síðustu viku mikilvægt að stjórnendur félagsins nái samn- ingum við lánardrottna. Þá hafði Fréttablaðið heimildir fyrir því að tilvist félagsins væri í óvissu vegna málsins. Óvissan endurspeglast ekki síst í gengi hlutabréfanna, sem fór niður í 1,03 krónur á hlut í gær og hefur aldrei verið lægra. Fyrir sléttu ári stóð gengi bréfa í 41,9 krónum á hlut og þarf það því að hækka um tæp fjögur þús- und prósent til að ná sömu hæðum á ný. Hæst fór það í rúmar 72 krónur á hlut í júlí fyrir tveimur árum. - jab Gengi Bakkavarar aldrei lægra STORFOSS Hér er annað tveggja skipa sem Eimskip reynir að selja. Það var tekið í notkun árið 2006. MARKAÐURINN/ÓKÁ „Hugmyndin er að nokkru leyti að hverfa aftur til hinna uppruna- legu gilda sparisjóðanna. Að þeir verði stofnanir sem eru nátengd- ar sinni heimabyggð,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra um nýtt frumvarp um sparisjóði. Sparisjóði á, samkvæmt frum- varpinu, að starfrækja sem stofn- fjársparisjóði, þótt þeir, sem þegar hefur verið breytt í hlutafélög, fái áfram að starfa undir heiti spari- sjóðs. Sjóðirnir mega hafa sam- starf um flesta þætti sem geta lækkað kostnað, en verða að keppa um vexti og verðskrá. - ss Afturhvarf til eldri gilda

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.