Fréttablaðið - 27.05.2009, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 27.05.2009, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2009 3útivist og veiði ● fréttablaðið ● Gæsir seinni hluta ágúst fram í okt óber, hreindýr í byrjun september, rjúpa í nóvember og stangveiði á sumrin. Þannig skipta mæðgurnar Sandra Franks og Birna Árnadóttir niður árinu eftir helsta áhugamálinu, veiðum, sem þær segja hina bestu fjölskyldu- skemmtun. „Mér finnst þetta alveg æðislegt. Þetta er í mínum huga sport númer eitt,“ segir dóttir- in Birna. „Fyrir mér er það nú bara aðal lega útiveran,“ útskýrir Sandra öllu hógværari, þegar þær mæðgur eru beðnar um að lýsa í hverju aðdráttarafl veiðimennskunnar sé fólgið en hana hafa þær stundað um ára- bil. En hver er helsti munurinn á skot- og stangveiði? „Þetta er bara tvennt ólíkt og eiginlega ekki hægt að líkja þessu saman,“ útskýrir þá Birna. „Fjölskyldan getur sameinast um stangveiðina, sem tekur allan daginn, en skotveiðin tekur styttri tíma.“ Sandra bætir við að skotveiðin gangi frekar út á eltinga- leiki og burð og reyni töluvert á. Menn þurfi hins vegar að temja sér mikla þolinmæði í stangveiði og hafa vit á að njóta náttúrunn- ar þar sem þeir séu oft bundnir sama staðn- um svo klukkustundum skiptir. Mæðgurnar eru þó ekki einar um veiði- delluna í fjölskyldunni. Eiginmennirnir og yngri bróðir Birnu láta ekki sitt eftir liggja og syni hennar virðist ætla að kippa í kynið þar sem hann er farinn að veiða á stöng ný- orðinn sjö ára. Blaðamanni leikur þá for- vitni á að vita hvort keppnisskapið geri aldrei vart við sig innan fjölskyldunnar? Móðirin verður fyrst fyrir svörum. „Jú, svo sannarlega og þá mest á milli þeirra feðgina, þótt tengdasonurinn blandi sér eitthvað líka í málið,“ segir hún og hlær við. Birna bendir á að keppnisskapið láti þó frekar á sér kræla í stangveiðinni þar sem fjölskyldan sameinist um bráðina í skotveið- inni, hvort sem verið er að eltast við gæsir, rjúpur eða hreindýr. Reyndar taki karlpen- ingurinn sig stundum til og fari á veiðar án þess að bjóða kvenfólkinu með, en það geri svo sem ekkert til þar sem þær mæðgurnar séu farnar að svara í sömu mynt. „Síðast bauð ég mömmu með mér á hreindýraveiðar í september. Það var alveg æðis legt,“ segir Birna og Sandra tekur heilshugar undir það. Þær fóru upp á Fljótsdalsheiði og felldu kú strax á fyrsta degi eftir mikinn eltingaleik við hjörðina, undir leiðsögn Magnúsar Karlssonar leið- sögumanns. Skrokkinn þurftu þau svo að draga þangað sem bílnum hafði verið lagt og koma fyrir á pallinum. Birna segir það ekki hafa reynt mikið á og ekki komið að sök þótt hún hafi eignast dreng í maí sama ár. „Nei, nei, maður var búinn að æfa sig fyrir þetta.“ En hvar þykir þeim skemmtilegast að veiða á stöng? „Í Hítarvatni,“ segja þær þá í kór. Bæta því við að einnig sé veitt í Þing- vallavatni, og í öðrum vötnum og ám fyrir norðaustan og svo nærliggjandi vötnum á höfuðborgarsvæðinu. Næst verði Þing- vallavatn líklegast fyrir valinu, og þótt ekki veiðist endilega mikið í fyrstu atrennu þá sé alltaf hægt að njóta útiverunnar og góðs fé- lagsskapar. - rve Stangveiði góð fjölskylduskemmtun Birna er búin að veiða á stöng um árabil. Hún fékk sér skotveiðileyfi um leið og hún gat. MYND/ÚR EINKASAFNI Sandra segist hafa veitt um árabil. Úitveran skipti hana mestu og samveran með fjölskyldunni. MYND/ÚR EINKSAFNI Norðurá í Borgarfirði og Blanda eru fyrstu árnar sem opnað- ar verða formlega fyrir laxveiði þetta sumarið. Það gerist föstu- daginn 5. júní. „Löng hefð er fyrir því að laxveiðitímabilið hefjist með opnun Norðurár og þá er alltaf smá viðhöfn. Hún fer þannig fram að eftir góðan morgunmat fer formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur fyrstur út í og tekur fyrstu köstin á veiðistað sem heitir Brotið,“ segir Guðmundur Stefán Maríasson. Hann hlakkar greinilega til enda formaður nú um stundir. Veiðihúsið við Norðurá er á Rjúpnahæð og sést ekki frá þjóðveginum. Hátt á annað hundrað veiðistaðir eru í ánni en níu stöngum verður sveiflað við opnunina. „Það er nú ekkert „garantí“ að maður fái fisk í fyrstu köstunum,“ tekur Guðmundur fram. „Snemmgengnum stórlaxi fer fækkandi og eftir mikla þurrka er ekki öruggt að tilteknir staðir haldi fiski. Við höfum samt engar áhyggjur. Veiðimenn eru bjartsýnir að eðlisfari.“ - gun Veiðitímabilið hefst með viðhöfn 5. júní Guðmundur Stefán í Norðurá, sem er ein af bestu og dýrustu laxveiðiám landsins. Veiðileyfi um land allt Stangveiðifélag Reykjavíkur | www.svfr.is HVAR VILTU VEIÐA? HVAÐ VILTU VEIÐA? HVENÆR VILTU VEIÐA? Byrjaðu veiðiferðina á heimasíðunni okkar! Þú færð upplýsingar um veiðisvæði um land allt, lest nýjustu veiðifréttirnar og gengur frá kaupum á veiðileyfum á vefnum okkar, www.svfr.is Smelltu þér í veiði. www.svfr.is ÍS LE N SK A SI A .I S S VF 4 63 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.