Fréttablaðið - 27.05.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 27.05.2009, Blaðsíða 32
MARKAÐURINN 27. MAÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR6 S K O Ð U N Við hrun bankakerfisins í október síðastliðnum lokaðist á öll við- skiptatengsl við erlenda banka sem búið var að byggja upp með góðum árangri á löngum tíma. Allt bankakerfið á Íslandi varð rúið trausti og erlend greiðslu- miðlun lenti í uppnámi. Þá kom berlega í ljós hversu háðir við Ís- lendingar erum greiðslumiðlun við útlönd. Þetta ferli sem fáir leiða hug- ann að meðan allt leikur í lyndi varð skyndilega á allra vörum. Við slíkar aðstæður er ekki óeðli- legt að skapist misskilningur og reyndar fór svo að alls kyns rang- færslur fengu hljómgrunn í fjöl- miðlum og víðar. Jafnvel eftir að greiðslur fóru að ganga eðlilega hefur ýmsu verið haldið fram sem ekki á sér stoð í raunveru- leikanum. Til dæmis hefur verið sagt að eina gáttin fyrir greiðslur til útlanda sé í gegnum JP Morg- an-bankann. Jafnframt að þær greiðslur sem fari í gegnum ríkis- bankana séu tryggðar af íslenska ríkinu. Báðar staðhæfingarnar eru alrangar. JP MORGAN Á UNDAN ÖÐRUM BÖNKUM Með útsjónarsemi og fyrirhyggju tókst starfsmönnum Seðlabanka Íslands og viðskiptabankanna þriggja að tryggja flæði erlendra greiðslna til og frá landinu. Í raun má segja að Seðlabankinn hafi annast alla erlenda greiðslu- miðlun á Íslandi síðustu þrjá mánuði liðins árs. Það gefur augaleið að svona grund- vallarbreyt- ingum á jafn viðkvæmum viðskiptum fylgdu aukaverkanir. Afgreiðslutími er- lendra greiðslna lengdist og að auki urðu alls kyns hnökrar á leið- inni sem oftast byggðust á mis- skilningi og tók á stundum lang- an tíma að vinna úr. Í greiðslumiðlun sinni notast Seðlabankinn við ýmsa erlenda banka víða um heim en JP Morg- an-bankinn er ekki einn þeirra. Hins vegar var JP Morgan langt á undan öðrum erlendum bönk- um til að bjóða nýju bönkunum þjónustu sína, sem skýrir hvers vegna nýju bankarnir stofnuðu sína fyrstu reikninga hjá þeim. FLEIRI GJALDEYRIS- REIKNINGAR Í FLEIRI LÖNDUM Frá áramótum hafa bæði Íslands- banki og Kaupþing sinnt eigin greiðslumiðlun. Hún fer fram að hluta gegnum reikninga hjá JP Morgan Chase-bankanum en að auki hafa verið opnaðir reikn- ingar hjá öðrum bönkum sem ís- lenskir bankar hafa átt gott sam- starf við í áratugi. Sem dæmi má nefna að Ís- landsbanki er nú með reikninga hjá Danske Bank í Danmörku, SEB í Noregi, Svenska Hand- elsbanken í Svíþjóð, Royal Bank of Canada í Kanada og Commercial Bank of Austr- alia í Ástralíu. Þá er í gangi vinna við að opna reikninga hjá fleiri bönkum. Allir þessir reikningar voru opn- aðir án þess að nokkrar ábyrgðir eða tryggingar væru lagðar fram og kostnaður bankanna við reikn- ingana og greiðslur gegnum þá er sambærilegur við það sem gengur og gerist á markaðnum miðað við magn viðskipta. Miðlun greiðslna gegnum þessa reikninga hefur gengið vel og örugglega. Dæmi um að greiðslur sem fara þessa leið skili sér ekki á réttum tíma eru hlutfallslega álíka mörg og þau voru fyrir hrun, en þess ber að geta að íslenskir bankar hafa ætíð staðið framarlega að þessu leyti. Um miðjan janúar síðastliðinn opnaði Íslandsbanki aftur mögu- leikann fyrir fyrirtæki í viðskipt- um, að senda erlendar greiðslur í gegnum netbankann. NÆSTU SKREF Fram undan er mikið starf við að byggja upp íslenskt bankakerfi. Hluti þess starfs mun felast í því að koma í veg fyrir að aðstæð- ur eins og sköpuðust í greiðslu- miðlun í október komi upp aftur. Það starf verður unnið í góðri samvinnu Seðlabankans, við- skiptabankanna og sparisjóð- anna, vonandi í friði fyrir röng- um fullyrðingum á borð við þær sem nefndar voru og eru engum til hagsbóta. Sögurnar... tölurnar... fólkið... ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 miðlar ehf. RIT STJÓRI: Óli Kr. Ármannsson, olikr@markadurinn.is RITSTJÓRN: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, jonab@markadurinn.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadur- inn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 miðlar ehf. PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. V I K U L E G V E F R Á Ð Í B O Ð I A L L R A Á T T A Grundvöllur þess, að halda úti gagnlegri fyrirtæk- issíðu, er að tala á máli lesenda. Forðast skal að rugla þá í ríminu og vekja efasemdir um heilindi fyrirtækisins. Ef notendur efast um gildi eða sann- leiksgildi textans, fara þeir annað. Hið sama á við ef þeir þurfa að nota orðabók við lesturinn. Sumar fyrirtækjasíður eru uppfullar af sérfræði- orðum, sem hinn venjulegi lesandi þekkir lítið eða ekki. Slíkt getur verið í lagi, ef vefsíðan er ætluð þröngum hópi sérfræðinga eða áhugafólks, en þá þarf að taka það fram með áberandi hætti. Yfirleitt eru slíkar síður þó lítið meira en korktafla á kaffi- stofunni, samansafn upplýsinga, sem sérfræðing- ar taka saman fyrir aðra sérfræðinga. Mikilvægt er, að nota ekki sérfræðiorð, nema út- skýra þau fyrir lesendum, sem gætu hugsanlega slæðst inn á síðuna. Jafnframt má ekki gefa sér, að lesendur viti jafn mikið og starfsmenn fyrirtæk- isins. Því þarf að rökstyðja fullyrðingar, útskýra hugtök og styðja fræðitexta með skýringamynd- um. Framsetning upplýsinga þarf að vera greini- leg og óumdeild. Slæmt er að setja fram óljósar eða umdeildar yfirlýsingar, t.d. „fyrirtækið er í 3. sæti á ABC-listanum“, ef ekki er almennt vitað hvers konar listi það er. Trúverðugleiki vefsíðunnar skilur oft á milli þeirra, sem ná árangri og hinna, sem gera það ekki. Lesendur eru ekki jafn auðtrúa og sumir halda. Ef þeim líkar ekki við vefsíðuna þína, fara þeir og koma aldrei aftur. Vefsíða eða kaffistofukorktafla? SEÐLABANKI ÍSLANDS Síðustu þrjá mánuði síðasta árs annaðist Seðlabanki Íslands alla erlenda greiðslumiðlun hér á landi, eftir fall stóru bankanna þriggja í októberbyrjun. MARKAÐURINN/PJETUR Staða gjaldeyrismiðlunar Ástrún Björk Ágústsdóttir forstöðumaður Útibúaþjónustu Íslandsbanka Sigríður María Torfadóttir viðskiptastjóri hjá Fjárstýringu Íslandsbanka O R Ð Í B E L G www.8 . is Jón Traust i Snor rason f ramkvæmdast jó r i A l l ra Át ta ehf . Auglýsingasími – Mest lesið Í byrjun vikunnar voru lagðar fram til kynningar ráðherrum ríkis- stjórnarinnar og stjórnendum háskóla landsins tillögur erlendra sérfræðinga í menntamálum um gagngera endurskipulagningu og áherslubreytingar í menntakerfinu. Vinna sérfræðinganna er hluti af endurmati sem sett var í gang eftir hrun efnahagslífsins og fall fjár- málakerfisins snemma vetrar. Þótt tillögurnar snúi að menntakerfinu falla þær undir efnahagsað- gerðir því horft er til þess hvernig búa eigi hér um hnúta þannig að forsendur skapist fyrir framtíðarhagvöxt. Fyrir erlendu sérfræðinga- nefndinni fóru menn með víðtæka reynslu úr finnsku efnahagslífi, þeir Christoffer Taxell og Markku Linna. Finnar gengu nefnilega í gegn um mjög svipað áfall á tíunda áratug síðustu aldar og nú ríður yfir hér. Þar hrundi gjaldmiðillinn og fjármálakerfið eftir uppgangstíma í skugga þrenginga og breyttra efnahagsaðstæðna í austurblokkinni. Hér veitir okkur ekki af hollráðum þeirra sem reynsluna hafa af slíkum efnahagshamförum og vissara að leggja við hlustir. Finnum tókst að snúa vörn í sókn og eru nú með framsæknustu ríkjum heims og hafa byggt upp öflugan tækniiðnað. Til þess að byggja megi upp þurfa grunn- urinn og undirstöðurnar að vera góðar. Og hvar ætli stoðunum sé skotið undir framtíðarhagvöxt þjóðarinnar? Það er í grunnskólum landsins. Á þetta benda finnsku sérfræðingarnir og telja glap- ræði að ætla sér að skera niður þar. Vel má vera að hægt sé að ná fram töluverðum og skjótfengum sparnaði með niðurskurði í skólakerfinu, en ef með því er vegið að framtíðarhagvexti þjóðarinnar er betur heima setið en af stað farið. Of mikill kostnaður er vegna efnahagsmistaka fortíðar, einstreng- ingslegum stuðningi við ónýtan gjald- miðil og skammsýni stjórnmálamanna í inngripum í viðskiptalífið, ef rýra á með þessum hætti framtíðarmöguleika barna þjóðarinnar og um leið getu landsins til uppbyggingar. Horfa þarf til lengri tíma og hætta drolli við verkefni sem löngu á að vera búið að ljúka. Algjörlega óásætt- anlegt er að ekki skuli búið að ljúka við skilin milli nýju bankanna og þeirra gömlu. Á því verkefni er orðinn þriggja mánaða dráttur. Verð- miðinn sem settur er á eignirnar sem fluttar voru yfir í nýju bankana skiptir ekki öllu máli ef tryggt er að kröfuhafar bankanna fái að njóta viðbótarávinnings við eignasölu ef einhver er. Ættu þar að nægja ein- faldar klásúlur í skiptasamningum. Þegar lokið hefur verið við efnahagsreikning bankanna geta þeir snúið sér að þeim verkum að styðja við efnahagslífið og gera upp þau fyrirtæki og skuldir þar sem aflaga hefur farið. Fjármálaeftirlit, lög- regla og dómstólar sinna svo uppgjöri á öðrum vígstöðvum. Ætti þá jafnframt að linna upphrópunum um einstaklinga sem sett hafi land- ið á hausinn. Ef vel tekst til ætti kostnaður skattborgara ekki að verða mikið meiri en að leggja út fyrir nýju bönkunum, en sú fjárfesting ætti að skila sér til baka á ný. Í það minnsta ef við hröpum ekki inn á leið einangrunarstefnu og sjálfsþurftarbúskapar. Þá er hætt við öðru hruni og skiptir kannski ekki öllu máli hvar skorið er niður nú. Þeir, sem ekki hugnast að búa á Íslandi eins og það var á seinni hluta sjötta áratugar síðustu aldar, geta þá flutt annað. Hvar á að skera og til hvaða framtíðar er horft? Grípum ekki til skammgóðs vermis Óli Kristján Ármannsson Algjörlega óásætt- anlegt er að ekki skuli búið að ljúka við skilin milli nýju bankanna og þeirra gömlu. Á því verkefni er orðinn þriggja mánaða dráttur. Verðmiðinn sem settur er á eignirnar sem fluttar voru yfir í nýju bankana skiptir ekki öllu máli ef tryggt er að kröfuhaf- ar bankanna fái að njóta viðbótarávinn- ings við eignasölu ef einhver er.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.