Fréttablaðið - 27.05.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.05.2009, Blaðsíða 8
8 27. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR 1 Hvað leggja erlendir sér- fræðingar til að háskólar verði margir í landinu? 2 Hvaða lið eigast við í úrslita- leik Meistaradeildar Evrópu í kvöld? 3 Hver var leiðbeinandi í skapandi skrifum sem skilar sér í leikverki eftir einstæðar mæður? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26 SJÁVARÚTVEGUR Jóhanna ÁR 206 hélt út á sjó í gær og markar það upphaf hrefnuveiðitímabilsins. „Ég er að von- ast til að þeir landi í kvöld og þá verður þetta komið í Krón- una á föstu- dag og tilbúið á grillið um hvítasunnuna,“ segir Gunnar Bergmann Jóns- son, formaður Félags hrefnuveiðimanna. Á sama tíma mótmæltu fimm umhverfissamtök fyrir framan sendiráð Íslands í London. Græn- friðungar sendu frá sér yfirlýs- ingu þar sem stjórnvöld eru gagn- rýnd fyrir að bjarga ekki orðspori landsins með því að koma í veg fyrir hvalveiðar. - jse / ss Félag hrefnuveiðimanna: Hvalkjötið til fyrir helgi GUNNAR BERGMANN SAMFÉLAGSMÁL Leikskólaráð Reykjavíkurborgar mun í dag taka fyrir tillögu borgarstjórnarmeiri- hlutans um að hækka verulega gjöld fyrir leikskóladvöl umfram átta klukkustundir á dag. Stefnt er að því að gjaldskráin breytist frá 1. ágúst næstkomandi. „Við skoðuðum margar leiðir, og fannst þetta vera sanngjarnast og minnst íþyngjandi fyrir for- eldra,“ segir Þorbjörg Helga Vig- fúsdóttir, formaður leikskólaráðs Reykjavíkurborgar. Borgin verði að gera kröfu um hagræðingu á flestum sviðum vegna efnahags- ástandsins, og þar séu leikskólar og grunnskólar ekki undanþegnir, þó þeir séu hvað mest varðir. „Byrðarnar eru alveg nægar á barnafjölskyldum í dag, þetta er fólkið sem hefur verið að koma þaki yfir höfuðið, taka húsnæð- islán og kaupa bíla á bílalánum,“ segir Oddný Sturludóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í leikskólaráði Reykjavíkurborgar. Hún segir fulltrúa flokksins ótt- ast að þetta bitni á þeim sem síst skyldi, einstæðum foreldrum og öðrum sem þurfi að vinna langan vinnudag til að ná endum saman. Því muni fulltrúar flokksins greiða atkvæði gegn tillögu meirihlutans á fundi leikskólaráðs í dag. Leikskólagjöld munu ekki hækka hjá þeim sem kaupa átta tíma vist- un á dag eða minna fyrir börn sín, þar sem það er skilgreint sem grunnþjónusta sveitarfélagsins, segir Þorbjörg Helga. Hún bendir á að margir foreldrar borgi fyrir mun lengri dvalartíma en börnin nýti í raun. Oddný segir þetta hæpinn rök- stuðning fyrir hækkun á álög- um á barnafjölskyldur í borg- inni. Venjulegur vinnudagur sé átta klukkustundir, og sé reiknað með fimmtán mínútum til og frá leikskóla þurfi foreldrar að borga fyrir átta og hálfa klukkustund á leikskólanum. Þetta eigi sérstak- lega við um fólk sem búi í úthverf- um á borð við Grafarvog og Graf- arholt, en vinni annars staðar í borginni. Í dag borga foreldrar á bilinu fimm til þrettán prósent kostnaðar við leikskólavist barna sinna. Nái breytingin fram að ganga munu foreldrar greiða helming kostn- aðarins fyrir fyrstu hálfu klukku- stundina umfram átta stundir, og allan kostnað við leikskólavist umfram átta og hálfa klukku- stund. Um 2.300 börn eru lengur en átta stundir á dag á leikskólum borgarinnar. Gróft áætlað eru um þriðjungur þeirra börn einstæðra foreldra, námsmanna eða öryrkja. Tæplega 200 börn eru í níu og hálfa stund á dag á leikskólanum. Oddný bendir á að dvalartími barna á leikskólum borgarinnar hafi lengst eftir að kreppan skall á, þvert á það sem spár hafi gert ráð fyrir. Nú séu 39,5 prósent barna lengur en átta stundir á dag á leik- skólanum, en hlutfallið hafi verið um 37 prósent í september 2008. brjann@frettabladid.is Leikskólagjöld munu hækka Greiðslur fyrir leikskólavist umfram átta klukkustundir á dag munu hækka um allt að 63 prósent frá 1. ágúst næstkomandi. Dvalartími barna á leikskólum borgarinnar hefur lengst í kreppunni, þvert á spár. HÆKKAR MEST UM RÚMLEGA 63 PRÓSENT Fyrir* Eftir* Hækkun Hjón eða sambúðarfólk sem kaupir 9,5 klukkustundir á dag 23.361 38.155 63,3 prósent Hjón eða sambúðarfólk sem kaupir 9 klukkustundir á dag 22.459 31.155 38,7 prósent Hjón eða sambúðarfólk sem kaupir 8,5 klukkustundir á dag 21.557 24.155 12,1 prósent Einstæðir eða námsmenn sem kaupa 9,5 klukkustundir á dag 13.329 19.463 46,0 prósent Einstæðir eða námsmenn sem kaupa 9 klukkustundir á dag 12.955 16.560 27,8 prósent Einstæðir eða námsmenn sem kaupa 8,5 klukkustundir á dag 12.581 13.658 8,6 prósent *Samanlögð gjöld fyrir eitt barn á leikskóla, að máltíðum meðtöldum. Veittur er 100 prósent systkinaafsláttur af námsgjöldum en afslátturinn nær ekki til gjalda fyrir máltíðir. LEIKSKÓLAR Um 2.300 börn eru lengur en átta stundir á dag á leikskólum borgar- innar. Um þriðjungur þeirra eru börn einstæðra foreldra, námsmanna eða öryrkja. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.