Fréttablaðið - 27.05.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 27.05.2009, Blaðsíða 38
18 27. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is Miðasala á afmælistónleika Eiríks Haukssonar hefst á fimmtudaginn á vefsíðunni midi. is klukkan 11. Eins og Frétta- blaðið greindi frá fyrir margt löngu verður Eiríkur fimmtug- ur í ár en engin ellimerki eru þó á rauðhærða rokkaranum. Hann blæs til veglegrar afmælisveislu eins og honum einum er lagið og hyggst sýna og sanna, í eitt skipti fyrir öll, að allt er fimm- tugum fært. Tónleikarnir verða á afmælisdaginn sjálfan sem er 4. júlí og hefur þeim verið gefið nafn við hæfi: „Born on the fourth of July“. Eiríkur mun að sjálfsögðu taka alla sína helstu slagara en sér- stök afmælissveit hefur verið sett saman til að leika undir. Að sjálfsögðu munu íslenskir tón- listarmenn heiðra Eirík með nærveru sinni en jafnframt hafa nokkrir erlendir samstarfsmenn Eurovision-stjörnunnar boðað komu sína, þeirra á meðal Ken Hensley, fyrrverandi liðsmaður Uriah Heep. Eiríkur í Austurbæ TREÐUR UPP Í AUSTURBÆ Eiríkur Hauks- son heldur upp á afmælið sitt með tónleikum í Austurbæ. Miðasala hefst á fimmtudaginn. > HUNDURINN KEMUR MEÐ Jennifer Aniston er svo háð hundi sínum til þrettán ára að hún tekur hann alltaf með sér til vinnu. Fer- fætlingurinn heitir Norman og fylgir eiganda sínum á tökustað á hverjum morgni. Ástralska söngstjarn- an Kylie Min- ogue er farin að búa sig undir væntanlegt brúðkaup því spænski kær- astinn hennar, Andreas Vel- encoso, hefur beðið hana um að giftast sér. Andreas bar upp bónorðið yfir rómantísk- um kvöldverði í New York og samkvæmt heim- ildum Grazia-tímaritsins svífa ástríðurnar yfir vötnum hjá turt- ildúfunum. „Andreas sagðist vilja vakna við hlið hennar á hverjum einasta morgni í sínu lífi og hann þráði að eiga hana fyrir eigin- konu,“ hefur Grazia eftir heim- ildarmanni sínum. Kylie ku víst hafa spurt sinn heittelskaða hvort honum væri alvara með þessu og þegar það svar reyndist jákvætt játaðist Kylie honum á staðnum. Kylie gengur í það heilaga TRÚLOFUÐ Kylie Minogue er í brúðkaupshug- leiðingum eftir að hafa játast unnusta sínum. Verðmetum þér að kostnaðarlausu! Við erum stærsta uppboðsfyrirtæki með frí- merki og mynt á Norðurlöndum og verðum á Íslandi dagana 28. – 31. maí n.k. Við leitum að efni fyrir komandi uppboð okkar sem ná athygli safnara um allan heim. Óskað er eftir heilum söfnum, stökum verðmætum frímerkjum, gömlum umslögum og póstkortum og mynt, minnispeningum, medalíum og gömlum peningaseðlum. ”Hvaðeina getur verið áhugavert!” Verðum til viðtals á Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 28. maí kl. 17:00 – 20:00 og á frímerkjasýningunni NORDIA 09 í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði föstudag til sunnudags 29. – 31. maí. Frítt verðmat án skuldbindinga ! Bjóðum uppá skoðun í heimahúsum ef um stærri söfn er að ræða. Nánari upplýsingar veitir Össur Kristinsson í símum 5554991 og 6984991. Við bjóðum líka staðgreiðsluviðskipti og greiðum þá í $ eða € THOMAS HØILAND AUKTIONER A/S Lygten 37 • DK-2400 København NV • +45 3386 2424 • info@tha.dk Tvær tónlistarhátíðir verða haldnar á Akureyri og í Rangárvallasýslu um hvíta- sunnuhelgina, þessa fyrstu stóru ferðahelgi ársins. Önnur heitir AIM-festival en hin Norden Blues Festi- val. Allt að eitt hundrað tónlistarmenn koma fram á Norden Blues Festi- val, þar á meðal Grana Louise frá Chicago ásamt Blue Ice Band, Andrea Gylfadóttir, Kristjana Stef- ánsdóttir og Ragnheiður Gröndal. Á meðal hljómsveita sem stíga á svið eru South River Band, Slow Train og Mood. Haldnir verða lið- lega fimmtíu tónleikar sem munu dreifast um Rangárvallasýslu frá föstudegi til sunnudags. „Ég hef búið í þessu sveitarfélagi í 25 ár og er búinn að ganga með þessa grillu í höfðinu sennilega í tólf til fimmtán ár að koma þessu á koppinn,“ segir Sigurgeir Guð- mundsson í Heklu Blúsfélagi sem skipuleggur hátíðina. „Þetta er virkilega spennandi verkefni og það er hvetjandi og krefjandi líka að takast á við þetta.“ Hann segir að koma Grana Louise á hátíðina sé mikill fengur. „Hún á að syngja tíu dögum eftir þessa hátíð á Chicago Blues Festival sem sýnir að hún er mikils metin í þessum heimi.“ Útgangspunktar Norden Blues Festival verða byggðakjarnarn- ir Hella og Hvolsvöllur ásamt ferðaþjónustuaðilum í Fljótshlíð. Einnig verða tónlistaruppákom- ur í Þykkva bæ. Skipulagðar verða rútuferðir á milli tónleikastaða og helstu gististaða meðan á hátíð- inni stendur. Við skipulagningu og uppbyggingu hátíðarinnar er m.a. tekið mið af reynslu Norðmanna og Blúshátíðar í Reykjavík, sem styður dyggilega við verkefnið. Hugmyndin er að gera hátíðina að árvissum viðburði í Rangárvalla- sýslu. Alþjóðlega tónlistarhátíðin AIM Festival á Akureyri, sem stendur yfir frá 29. maí til 4. júní, er nú haldin í fjórða sinn. Alls komu um fimm þúsund gestir á hátíðina í fyrra og er ekki búist við færra fólki í ár. Framkvæmdastýran Guðrún Þórs segir að undirbúning- urinn hafi gengið mjög vel. „Það er öðruvísi áhugi en hefur verið í gegnum árin. Ég upplifi meiri þörf hjá fólki fyrir að hafa gaman og gera eitthvað saman,“ segir hún. „Ég á von á fjölda hérna, bæði Reykvíkingum og fólki utan af landi.“ Á meðal þeirra sem stíga á svið eru: Hjálmar, Retro Stefsson, Stórsveit Akureyrar undir stjórn Spánverjans Alberto Carmona og Stórsveit Reykjavíkur ásamt saxófónleikaranum Bob Mintzer, Reykjavík!, Sudden Weather Change, Nýdönsk og Mótettukór Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar um báðar hátíðirnar má finna á Midi.is. freyr@frettabladid.is Tvær tónlistahátíðir um ferðahelgi RAGNHEIÐUR GRÖNDAL Ragnheiður kemur fram á tónlistarhátíðinni Norden Blues Festival sem er haldin í fyrsta sinn í Rangárvallasýslu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Það verður sannkallað glæpsam- legt ástand á Grand Rokki í dag kl. 17 þar sem úrslit í Gaddakylfunni 2009, glæpasagnasamkeppni Mannlífs og Hins íslenska glæpafélags, verða kunngerð. Hinn háskalegi verð- launagripur er nú veittur í sjötta sinn og bárust yfir sjötíu sögur í keppnina að þessu sinni. Kristján Jóhann Jónsson, fulltrúi Glæpafélagsins, var formaður dómnefndarinnar og valdi, ásamt þeim Þórarni Þórarinssyni, aðstoðarrit- stjóra Mannlífs, og Kristj- áni H. Guðmundssyni blaða- manni, þær þrettán sögur sem þóttu bera af. Sögurnar birtast í árlegri kilju sem fylgir tímaritinu Mannlífi, sem kemur út daginn eftir glæpateitið. Kiljan í ár ber heitið 13 krimmar. Höfundar þriggja bestu sagnanna verða verðlaunaðir sérstaklega og mun Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn afhenda sigurvegaranum Gaddakylf- una, glæsilegan verðlaunagrip úr smiðju listakonunnar Koggu. Verðlaunaafhending Gaddakylf- unnar 2009 markar upphaf ráðstefnu Alþjóðlegu glæpasagnasamtakanna (AIEP) og Norrænu glæpasagnasam- takanna (SKS) þar sem hápunkturinn verður afhending Glerlykilsins, nor- rænu glæpasagnaverðlaunanna. Það eru glæpadagar fram undan og komast vonandi allir heilir frá því þinghaldi. Væri raunar efni í glæpasögu ef ein- hvern vantar hugmynd. - pbb Gaddakylfan yfirvofandi BÓKMENNTIR Gaddakylfan - hin opinberu verðlaun Íslands í sínum geira. Geir Jón afhenti í fyrra og mætir aftur í ár.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.