Fréttablaðið - 27.05.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 27.05.2009, Blaðsíða 34
SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð 9,7Kauphöllin áminnti Bakkavör og Straum opinberlega í síðustu viku ásamt því að sekta hvort félag um 1,5 milljónir króna. Kauphöllin hefur ekki oft beitt félög févíti. Í janúar 2003 var Búnaðarbankinn sektaður um 4,5 milljónir króna fyrir að virða ekki flöggunarreglur í tengslum við gerð samnings um meðferð hlutabréfa í Straumi um hálfu ári fyrr. Það er hæsta byrðin sem skráð félag hefur á sig fengið vegna brota á reglum. Næsthæsta sektin upp á fjór- ar milljónir króna féll á herðar Existu í desember í fyrra. „Við höfum takmarkaðar heimildir til að leggja á fésektir vegna brota á reglum. Þær eru ekki málið held- ur hafa þær forvarnargildi,“ segir Páll Harðarson, aðstoðarfor- stjóri Nasdaq OMX Ice- land. Fátíðar skammir prósenta lækkun hefur orðið á kaupmætti launa frá því hann náði hámarki í byrjun síðasta árs. Kaupmáttur nú er svipaður og var í árslok 2003 samkvæmt mælingu Hagstofunnar. 367 milljóna króna hagnaður var eftir skatta á rekstri Atlantic Petroleum á fyrsta fjórðungi ársins. Hafin er olíuvinnsla á tveim svæðum sem skilar tekjum. Á sama tíma í fyrra var tap á rekstrinum. 30 mál fara frá ríkisskattstjóra til skattrann- sóknarstjóra vegna notkunar Íslendinga á erlendum greiðslukortum hér á landi. Grunur er um undanskot á sköttum. Þótt peningar færi manni ekki endilega hamingjuna má fyrir þá fá helling af fasteignum. Netútgáfa Jyllands-Posten greinir frá því hvernig millj- arðamæringurinn Stefan Persson, sænskur eigandi fata- verslanakeðjunnar Hennes & Mauritz (H&M) fór aðrar leiðir en sauðsvartur almúginn þegar hann var í fasteignahugleið- ingum. Í stað þess að láta sér nægja hús á góðum stað svip- aðist hann um eftir bæ til sölu og er við að festa kaup á einum slíkum, Linkenholt í Hampshire í Bretlandi. Verðmiðinn er 25 milljónir punda, eða nálægt 5 milljörðum króna. Í pakkanum er höfuðbýli, 21 kot til útleigu, 2.000 ekrur landsvæðis (þar af 1.500 ræktarland, restin skóg- ur) og veiðiréttur. Guardian í Bretlandi segir auðmenn hafa bitist um eignina síðan í mars, en Persson hafi boðið best. Nokkuð ljóst að ekki láta allir truflast af heimskreppunni. Sænskur milli kaupir enskan bæ Í uppsveiflu undangenginna ára var frá því greint að margir þeirra sem komist hefðu í álnir hefðu tekið upp það tómstunda- gaman að safna fínu og dýru víni. Um áhugamál sumra var fjallað á síðum blaða og myndir teknar í vínkjöllurum. Einstaka heyrðist fussa yfir þessu og kalla flottræfilshátt. Nú eru aðstæður allar aðrar og óvíst að söfnun fari fram með sama krafti og áður. Þá má líka vera lán í óláni að vín heldur gildi sínu og gæti jafnvel reynst prýðisfjár- festing verði því komið í verð. Að öðrum kosti er hægur heimaleikur að skála fyrir fornri frægð og drekkja sorgum sínum verði efnahagsaðstæður til þess að menn verði að láta af þessu tómstundagamni sínu. Flottræfilsháttur eða fyrirhyggja?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.