Fréttablaðið - 27.05.2009, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 27.05.2009, Blaðsíða 14
14 27. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is HENRY KISSINGER ER 86 ÁRA Í DAG. „Enginn mun nokkurn tím- ann sigra í baráttu kynj- anna. Nándin við óvininn er of mikil.“ Henry Kissinger, sem var utan- ríkisráðherra í stjórn Richard Nixons Bandaríkjaforseta á tímabilinu 1973 til 1977, hafði mikil áhrif á utanríkismála- stefnu Bandaríkjanna á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Á þessum degi fyrir 114 árum var írska skáldið, leikritaskáldið og rithöfundurinn Oscar Wilde dæmdur til fangelsisvistar vegna samkynhneigðar sinnar. Wilde, sem var þekktur fyrir kaldhæðni sína, orðsnilld og hnyttin tilsvör, gerði ungur upp- reisn gegn karlmannlegum gildum. Hann varð hugfang- inn af fegurðinni og ekki síst eigin útliti. Hann safnaði síðu hári, klæddist spjátrungsleg- um fötum og skreytti vistarver- ur sínar með páfuglsfjöðrum og fögrum blómum. Kynhneigð Wilde varð fólki óendanleg uppspretta umræðu og hneykslan. Honum hefur bæði verið lýst sem samkyn- hneigðum og tvíkynhneigðum, en hann átti í mörgum ástar- samböndum um ævina, bæði við karla og konur. Samskipti hans við unga drengi fóru ekki síst fyrir brjóstið á samtímafólki hans en þau fór hann síður en svo leynt með. Wilde sat inni í tvö ár og fór fangelsisvistin illa með heilsu hans. Eftir að honum var sleppt lausum hinn 19. maí 1897 var hann peningalaus og eyddi tíma sínum í sjálfskip- aðri útlegð frá samfélaginu og kreðsum listamanna. Hann dó þremur árum síðar, þá 46 ára gamall. ÞETTA GERÐIST: 27. MAÍ 1895 Í fangelsi fyrir samkynhneigð Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Þórir Davíðsson Hvassaleiti 58, áður Akurgerði 18, Reykjavík, sem lést mánudaginn 18. maí sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 28. maí kl. 13.00. Elísa Jóna Jónsdóttir Elísabet Bjarklind Þórisdóttir Þórdís Þórisdóttir Linda Sjöfn Þórisdóttir Páll Daníel Sigurðsson Páll Hinrik Þórisson Stefanía Bjarnason og barnabörn. Okkur innilegustu þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Gunnars Guðjónssonar frá Hofstöðum. Guð blessi ykkur öll. Eiginkona, börn, tengdabörn og fjölskyldur þeirra. Ástkær móðir mín, tengdamóðir okkar, amma og langamma, Björg Steindórsdóttir áður til heimilis að Grænumýri 7, Akureyri, lést á Kristnesspítala þriðjudaginn 19. maí sl. Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju föstudaginn 29. maí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarsjóðinn Ljósberann – minningarsjóð séra Þórhalls Höskuldssonar, sem er í vörslu Akureyrar- kirkju. Hulda Kristjánsdóttir Gestur Jónsson Kristján Gestsson Ingibjörg Dagný Jóhannsdóttir Jón Ásgeir Gestsson Hrund Steingrímsdóttir Árni Björn Gestsson Þóra Steinunn Gísladóttir Gísli Sigurjón Jónsson Björg Þórhallsdóttir Höskuldur Þór Þórhallsson Þórey Árnadóttir Anna Kristín Þórhallsdóttir Runólfur Viðar Guðmundsson og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ásta Sigríður Guðjónsdóttir verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju í dag, mið- vikudag, kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarsjóð Oddfellowstúku nr. 5, Þórsteinn. Guðjón Pétur Ólafsson Hildur Gunnarsdóttir Ragnar Ólafsson Jóhanna G.Z. Jónsdóttir Anna Margrét Ólafsdóttir Birgir Eðvarðsson Ásta Björg Ólafsdóttir Jón Ingiberg Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar elskulega Rannveig Sveinsdóttir Ásvallagötu 17, 101 Reykjavík, andaðist á Landspítalanum fimmtudaginn 21. maí. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudag- inn 28. maí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Friðgerður Friðgeirsdóttir Birgir Jóhannesson. MOSAIK Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. MERKISATBURÐIR 1746 Sett er tilskipun um hús- vitjanir og skulu prestar minnst tvisvar á ári hús- vitja. 1857 Settar eru reglur um að danskir embættismenn skuli standast íslensku- próf til að fá stöður á Ís- landi. 1981 Fjórir menn farast í flug- slysi á Holtavörðuheiði. 1982 Ólafur Jóhann Ólafsson lauk stúdentsprófi með 9,67, hæstu einkunn sem gefin hafði verið frá MR. 1982 Davíð Oddsson tók við starfi borgarstjóra Reykja- víkur. 1983 Hús verslunarinnar í Reykjavík tekið í notkun. 1991 Landsbankinn yfirtekur rekstur Samvinnubank- ans. „Auðvitað er ég ánægður með að fá þessi verðlaun, þó ég taki venjulega ekki þátt í sýningum með samkeppn- issjónarmið í huga,“ segir myndlist- armaðurinn Kristján Guðmundsson. Í gær var tilkynnt að hann hlyti Carneg- ie-verðlaunin, sem munu vera ein veg- legustu myndlistarverðlaun sem veitt eru í heiminum. Verðlaunaupphæð- in hljóðar upp á eina milljón sænskra króna, sem í dag jafngildir um sautján milljónum íslenskra króna. Stofnað var til Carnegie-verðlaun- anna árið 1999 af Carnegie Investment Bank AB til að efla framúrskarandi norræna listamenn. Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingur hlýtur fyrstu verðlaunin. Við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands í gær, þar sem Kristján var heiðraður, kom fram í máli aðstand- enda verðlaunanna að dómnefndin hafi verið sammála um að veita Kristjáni fyrstu verðlaunin, enda sé hann vel að þeim kominn. Þau hlýtur hann fyrir verk „þar sem hann teflir saman efni og hugmynd á þann sérstæða hátt sem er dæmigerður fyrir stíl listamanns- ins“, eins og segir í tilkynningu. Nýverið var opnuð í Listasafninu stór sýning með verkum Kristjáns. Þar má meðal annars sjá „hljóðdempandi málverk“, svipuð þeim sem verða á Carnegie-sýningunni. Þar er einnig að finna önnur verk, meðal annars stórar myndir samansettar úr litlum kubbum. „Þetta er sama system og lego, svart- ar takkaplötur sem eru settar saman,“ útskýrir hann. „Verkin sýna nákvæm- ar bakhliðar póstkorta en ég læt mynd- irnar ráða því hvernig þau snúa,“ segir Kristján, sem er þekktur fyrir að vekja áhorfendur til umhugsunar með sér- stæðum verkum sínum. Kristján mun taka við verðlaun- unum úr hendi Margrétar Þórhildar Danadrottningar hinn 17. septemb- er næstkomandi við athöfn í Kunst- hal Charlottenborg í Kaupmannahöfn. Við það tækifæri verður opnuð sýn- ing á verkum þeirra 23 norrænu lista- manna sem dómnefndin valdi úr hópi 148 tilnefninga til Carnegie-verðlaun- anna 2010. Þeirra á meðal er einnig ís- lenski listamaðurinn Egill Sæbjörns- son. Sýningin mun fara víða, til höf- uðborga allra Norðurlandanna, auk London, Peking og Nice á næsta eina og hálfa ári. Kristján á ekki von á að vera viðstaddur allar sýningarnar, þrátt fyrir að hafa hlotið fyrstu verð- launin. „Ég reikna ekki með að elta alla sýninguna. Ætli ég láti það ekki duga að fara á opnunina.“ holmfridur@frettabladid.is KRISTJÁN GUÐMUNDSSON: HLÝTUR HIN VIRTU CARNEGIE-VERÐLAUN Vel að verðlaununum kominn VIÐ VERKIN SÍN Bakhliðar póstkorta urðu Kristjáni Guðmundssyni innblástur fyrir þessi verk sem gerð eru úr smáum plastplötum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.