Fréttablaðið - 27.05.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.05.2009, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN 27. MAÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR4 Ú T T E K T Þ ótt erfiðleikar steðji að í íslensku efnahags- lífi nú um stundir er ég sannfærður um að það muni rétta úr kútnum þegar fram í sækir. Við feng- um okkar skerf af bankakreppu snemma á tíunda áratug síðustu aldar og unnum okkur í gegnum hana,“ segir Sigurd Poulsen, for- stjóri Virðisbrævamarkaður Før- oya (VMF) og Landsbanka Før- oya. VMF er verðbréfamarkað- ur landsins en Landsbankinn e i n s k o n a r seðlabanki þ ei r r a F ær - eyinga . „Við lærðum mikið á þessu og í d a g er h a g- kerfið okkar traust. Það sér lítið á því þrátt fyrir alþjóð - lega efnahags- kreppu,“ bætir hann við. Sigurd kemur hingað til lands ásamt um tut- tugu manna liði í næstu viku og hefur blásið til fjárfestaþings á þriðjudags- m o r g u n þ a r sem færeysku fyrirtækin sem skráð eru á markað í NAS- DAQ OMX Iceland (sem í daglegu tali nefnist Kauphöllin) verða kynnt íslenskum fjárfestum. Ásamt honum koma hingað for- svarsmenn Atlantic Airways, Atl- antic Petroleum, Eik Banka og Føroya Banka. FÆREYINGAR Á FERÐALAGI Þetta er þriðja fjárfestaþingið sem fyrirtækin sameinast um að halda utan landsteina Færeyja og í annað skiptið sem VMF fundur með fjárfestum hér. VMF hélt fjárfestaþing hér með færeysku félögunum hér í árs- lok 2007 og annað í Kaupmanna- höfn í Danmörku um níu mánuð- um síðar. Eins og gengur eru fyrirtæk- in misvön fjárfestakynningu á borð við þá sem haldin verður hér. Stjórnendur olíuleitarfélags- ins Atlantic Petroleum eru þeirra reyndastir en Wilhem Petersen forstjóri hefur kynnt það fyrir fjárfestum bæði í Danmörku og í Bretlandi. Þá er Janus Petersen, forstjóri Føroya Banki, tiltölulega nýkominn frá Bretlandi. FYRSTA SKRÁNING VAR FYRIR FJÓRUM ÁRUM VMF er hlutafélag sem stofnað var fyrir níu árum með víðtæku samstarfi færeyskra hagsmuna- aðila fyrir hönd útgefenda, fjár- festa, miðlara og hins opinbera í Færeyjum. Markmiðið hefur frá upphafi verið að efla færeysku fyrir- tækin, svo sem með skráningu á hlutabréfamarkað. Þeir Sig- urd og Þórður Friðjónsson, for- stjóri Kauphallarinnar hér, skrif- uðu undir viljayfirlýsingu um að leita eftir því að skrá fyrirtæki hér árið 2003. Við það tækifæri sagði Sigurd að gera mætti ráð fyrir því að níu fyrirtæki myndu skrá hlutafé sitt hér á næstu árum, auk skuldabréfaflokka. Þær áætlanir gengu eftir tveimur árum síðar þegar hluta- bréf olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum voru skráð á mark- að hér um mitt ár 2005. Rúmt ár leið þar til hlutabréf fyrirtæk- isins voru skráð í kauphöllina í Kaupmannahöfn. Skráningin markaði tímamót í sögu hlutabréfaviðskipta hér en bréfin voru þau fyrstu erlendu sem skráð voru hér á markað. Það næsta sem á eftir fylgdi voru bréf bresku tískuvörukeðjunnar Mosaic Fashions, sem var í eigu íslenskra athafnamanna. Það fyr- irtæki var reyndar tekið af mark- aði í október í hittifyrra eftir tveggja ára dvöl í Kauphöllinni. Hlutabréf Atlantic Petroleum lifa hins vegar enn góðu lífi. Føroya Banki bættist í hópinn ári síðar og Eik Banki um mitt ár 2007, um sléttum tveimur árum eftir skráningu fyrsta færeyska félagsins. Fjórða félagið, Atlant- ic Airways, var síðan skráð um miðjan desember 2007. Það var jafnframt síðasta nýskráningin hér á landi ef frá er skilin skrán- ing Skipta, móðurfélags Símans, í mars 2008. Sigurd Poulsen segir önnur færeysk fyrirtæki íhuga skrán- ingu hér. Helst séu það fyrirtæki í fiskeldi og sjávarútvegi, megin- atvinnuvegi Færeyinga. Þau hafi hins vegar ekki í hyggju að hreyfa sig mikið vegna aðstæðna á fjár- málamörkuðum nú um stundir en mjög líklegt sé að þau leiti fyrir sér með skráningu hér síðar. Þetta rímar nokkuð við vænt- ingar Þórðar Friðjónssonar, for- stjóra Kauphallarinnar, sem hefur látið hafa eftir sér að svo kunni að fara að íslensk sjávar- útvegsfyrirtæki leiti aftur inn á hlutabréfamarkað á næstu miss- erum. Bæði megi reikna með að það gerist þegar stöðugleiki komi á markaðinn en ekki síst þar sem bankar og fjármálafyrirtækin skyggja ekki lengur á þau þar. FÆREYINGARNIR STÓÐU TÆPT Færeysku fyrirtækin eru einu erlendu fyrirtækin sem hér eru skráð – í raun þau einu erlendu sem íslenskir fjárfestar hafa leyfi til að fjárfesta í eftir innleiðingu gjaldeyrishaftanna undir lok síð- asta árs. Skráning færeysku fyrirtækj- anna komst raunar í nokkurt uppnám þegar höftin tóku gildi en samkvæmt reglum Seðla- bankans um gjaldeyrisviðskipti var einungis leyfilegt að kaupa hlutabréf fyrirtækja sem skráði HJARTA ÞÓRSHAFNAR Í FÆREYJUM Forstjóri fæ markaði. Færeyingar bjartsýnir á íslenska framtíð Forsvarsmenn færeysku fyrirtækjanna sem skráð eru hér telja langtímahorfur góðar. Forstjóri verð- bréfamarkaðarins þar er væntanlegur hingað til lands í næstu viku ásamt fjórum forsvarsmönn- um þarlendra risafyrirtækja. Hann segir Færeyinga hafa lært margt af kreppunni fyrir áratug. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson ræddi við forstjórann og fræddist um færeysku fyrirtækin sem hér eru skráð. EIK BANKI Fjármálafyrirtækið Eik banki er stærsta fyrir- tæki Færeyja sem skráð er hér ef horft er til eigna. Þær námu í lok síðasta árs 21,7 millj- örðum danskra króna, jafnvirði rúmra 518 milljarða króna. Bankinn er auk þess með starfsemi í Danmörku. Forstjórinn, Marner Jacobsen, sem er með meistaragráðu í hagfræði, hefur vermt forstjórastólinn síð- astliðinn áratug. ATLANTIC PETROLEUM Eignir olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum námu 643 milljónum danskra króna undir lok síðasta árs. Olíuleit félagsins bar árangur á seinni hluta síðasta árs og munaði litlu að félagið hefði skilað hagnaði í fyrsta sinn í fyrra. Forstjóri er Wilhelm Petersen sem hefur stýrt félaginu í ellefu ár. Hann er með doktorsgráðu í verkfræði auk þess sem hann nam fjármála- fræði við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. FØROYA BANKI Føroya Banki, sem í grunninn var stofnaður fyrir 103 árum, er um helmingi minni en Eik banki ef eignir eru bornar saman. Hann er hins vegar sambærilegur við Byr. Þúsundir Íslendinga skráðu sig fyrir hlutafé bankans í frumútboði hans hér í júlí 2007. Janus Pedersen, sem flaggar meistaragráðu í lögum og hagfræði, hefur verið forstjóri síðastliðin fjögur ár. ATLANTIC AIRWAYS Minnsta færeyska félagið sem skráð er á markað hér er flugfélagið Atlantic Airways, sem var stofnað árið 1987. Félagið flýgur frá Færeyjum til Íslands, Bretlands og Danmerkur og hefur ágætar tekjur af því að fljúga með þá Færeyinga sem fluttu yfir til meginlandsins í kreppu í heimsókn. Magni Arge, sem flaggar prófum í norrænum bókmenntum, tungumálum, stjórnmála- fræði og í fjölmiðlun, hefur stýrt félaginu síðastliðin fjórtán ár og hefur það skilað hagnaði allan þann tíma. F Æ R E Y S K U F É L Ö G I N MAGNI ARGEWILHELM PETERSEN MARNER JACOBSEN JANUS PEDERSEN Sigurd Poulsen segir önnur færeysk fyrirtæki íhuga skráningu hér. Helst séu það fyrirtæki í fiskeldi og sjáv- arútvegi, meginat- vinnuvegi Færeyinga. RÍKISVÍXLASJÓÐUR Þér býðst ekki meira öryggi en ríkisábyrgð Kynntu þér Ríkisvíxlasjóð á www.kaupthing.is, hafðu samband við Ráðgjöf Kaupþings í síma 444 7000 eða komdu við í næsta útibúi. Víxlar og stutt skuldabréf með ábyrgð íslenska ríkisins. Sjóðnum er heimilt að fjárfesta allt að 10% í innlánum. Hentar þeim sem vilja fjárfesta í þrjá mánuði eða lengur. Litlar sveiflur í ávöxtun og enginn binditími. Lágmarkskaup aðeins 5.000 kr. Hægt að vera í mánaðarlegum sparnaði. Ríkisvíxlasjóður er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Rekstrar- félag Kaupþings banka hf. Vakin er sérstök athygli á að almennt fylgir áhætta fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða, t.d. getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Fyrri ávöxtun verðbréfasjóða gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarávöxtun þeirra. Nánari upplýsingar um sjóðinn, þ.á m. nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum þeirra, má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr útboðslýsingu sjóðanna sem nálgast má á www.kaupthing.is/sjodir. Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta tryggir innlán að lágmarki fjárhæð sem samsvarar EUR 20.887. Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 6. október 2008 eru „innstæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi tryggðar að fullu“. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er ekki kveðið á um gildistíma, en yrði hún felld úr gildi þá tæki við lágmarksvernd samkvæmt lögum nr. 98/1999, sem greinir frá að ofan. Tryggingarsjóðurinn tryggir ekki tjón sem verður vegna taps á undirliggjandi fjárfestingum verðbréfasjóða s.s. skuldabréfum eða víxlum. Sjá nánar lög nr. 98/1999, um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, og heimasíðu sjóðsins, www.tryggingarsjodur.is. 10% innlán 90% ríkisvíxlar og ríkisskuldabréf Nýr og traustur kostur fyrir einstaklinga, fyrirtæki og aðra fjárfesta.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.