Fréttablaðið - 18.06.2009, Page 1

Fréttablaðið - 18.06.2009, Page 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI 34% 74% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára. Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009. Fréttablaðið er með 117% meiri lestur en Morgunblaðið Allt sem þú þarft... FIMMTUDAGUR 18. júní 2009 — 143. tölublað — 9. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Hann er nú kannski ekkert sér-staklega sumarlegur en kengu ð skemmtilegr ð Tveir eftirlætishlutirnir mínir í augnablikinuInga María Leifsdóttir, kynningarstjóri Íslensku óperunnar, heldur mikið upp á Hjálpræðisherinn og keypti þar gervipels fyrir fáeinum árum. Hann er í uppáhaldi ásamt gullkrossi sem hú f Inga María Leifsdóttir í gervipelsinum sem hún keypti hjá Hjálpræðishernum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓRÚTSALA Kjóll Áður 8.950 kr. Nú 5.500 kr. Skór Áður 7.700 kr. Nú 4.900 kr. GÖMUL TÚPUSJÓNVÖRP munu vafalaust brátt verða eftirsóttur antíkvarningur enda hætt að fást víðast hvar. Hendið því ekki sjónvarpinu þegar þið hyggist endurnýja viðtækið. Það er eflaust hægt að selja það, til að mynda á sölusíðum á netinu. VEÐRIÐ Í DAG INGA MARÍA LEIFSDÓTTIR Keypti gervipels hjá Hjálpræðishernum • tíska • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Skarar fram úr Fyrirtækið 66° Norður hlýtur Apex-verðlaunin frá Polartec fyrir framúrskarandi hönnun þriðja árið í röð. TÍMAMÓT 22 Úr Eurovision í bíó Baldvin Z leikstýrir sinni fyrstu kvikmynd. FÓLK 42 DAGVAKTIN GEFUR AF SÉR Hótel Bjarkalundur blómstrar Morðvopnið vinsælt myndefni FÓLK 42 SIGURÐUR KAISER Sækir um embætti þjóðleikhússtjóra Vill leikhúsið til fólksins í landinu. FÓLK 42 Eiga eftir að finna styttunum stað Hjónakornin Sigurður Pálsson og Kristín Jóhannesdóttir eiga tvær Grímur í Mávahlíðinni. FÓLK 34 LÉTTIR TIL V-LANDS Í dag verða norðan 5-10 m/s en 8-13 NA-til síðdegis. Dálítil rigning NA-lands fram eftir degi en léttir til á vestur- helmingi landsins eftir hádegi. Hiti víðast 6-15 stig, svalast nyrðra. VEÐUR 4 12 8 7 9 15 EFNAHAGSMÁL „Ég ætla ekki að fara að nota gleðimælikvarðann á þetta. Það eru hrika- lega erfiðar ákvarðanir fram undan sem eru íþyngjandi fyrir fólk að mörgu leyti,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðu- sambands Íslands. Hann hafði verið spurður hvort hann væri ánægður með þær tillögur sem for- ystumenn ríkisstjórnarninnar kynntu aðil- um vinnumarkaðar ins í gær. „150 milljarða breyting á afkomu ríkis- sjóðs kemur auðvitað við okkur öll,“ segir hann. Nú þegar ríkis stjórnin sé að ná ríkis fjár- málunum fyrir horn minnir Gylfi á áhersl- ur ASÍ um að verja hag þeirra verst stöddu og að ýmis ákvæði um greiðsluaðlögun verði endurskoðuð. Hann nefnir sérstaklega að tekið skuli á greiðsluaðlögunar vanda ungs fólks, sem keypti sína fyrstu íbúð dýru verði, þegar bólan var sem stærst. - kóþ Ríkisstjórnin mun stefna á að kynna niðurskurð í ríkisfjármálum í dag: Hrikalega erfiðar ákvarðanir GYLFI ARNBJÖRNSSON Hvað gerir Tiger? Opna bandaríska meistaramótið í golfi hefst í dag og allra augu eru á Tiger Woods. ÍÞRÓTTIR 38 HANDBOLTI Íslenska lands- liðið vann öruggan sigur á Makedóníu, 34-26, í troðfullri Laugardalshöll í gær. Landsliðið hefur þar með tryggt sér farseðilinn í loka- keppni Evrópumótsins sem fram fer í Austurríki í janúar á næsta ári. Þetta er magnaður árangur hjá liðinu, sem hefur orðið fyrir miklum forföllum alla undankeppnina en Guð- mundi Guðmundssyni, hefur alltaf tekist að púsla saman frábæru liði. - hbg / nánar á síðu 36 Ísland lagði Makedóníu: Landsliðið á leið á EM SAMEINAÐIR STÖNDUM VÉR Íslensku strákarnir sýndu glansleik í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ANDA BLÁSIÐ Í BRJÓST Um fimmtíu þúsund manns voru við hátíðarhöldin í miðbæ Reykjavíkur í gær sem voru að mörgu leyti litrík eins og þessi mynd ber með sér. Fjórmenningarnir blésu af krafti í hljóðfæri sín og ekki var amalegt að hafa fánann fyrir aftan sig til að blása sér anda í brjóst. Sjá síðu 2 og 12 FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL EFNAHAGSMÁL Fjármálaráðherra segir alvanalegt að nota enskan rétt í milliríkjasamningum. „Það er alveg fráleit túlkun að eignir ríkisins almennt eða auðlindir séu að veði. Þetta er bara hefðbundið ákvæði,“ segir Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra. Greint var frá því í fréttum RÚV að deilur við Hollendinga vegna Icesave-samningsins yrðu leystar fyrir breskum dómstólum, nema Hollendingar færu fram á annað. Þá myndu Hollendingar geta gengið að eignum íslenska ríkis- ins að því leyti sem stjórnarskráin leyfði, gæti ríkið ekki staðið við samninginn. Aðrir fyrirvarar munu ekki vera um rétt Hollendinga til íslenskra eigna. Lagaprófessorar sem blaðið tal- aði við í gær sögðu að við fyrstu sýn gæfi fréttin til kynna að með samningunum yrði talsvert afsal á rétti ríkisins til að hafa yfirráð yfir sínum eignum og dómsvald í eigin málum. Stefán Már Stefánsson, lagapróf- essor við Háskóla Íslands, segist setja spurningarmerki við þetta. „Mér finnst þessi aðför á hendur ríki svolítið sérkennileg. Ég kannast ekki við að hægt sé að kyrrsetja eða gera fjárnám í einstökum eignum ríkja,“ segir Stefán. Steingrímur minnir á að í samn- ingnum sé „endurupptökuákvæði, ef greiðslubyrðin reynist um megn. Það er alls ekki gert ráð fyrir að til vanefna komi fyrr en að undan- gengnum slíkum hlutum“. Indriði H. Þorláksson, nefndar- maður í Icesave-nefndinni, segir að Íslendingar hafi farið fram á að íslenskur dómstóll skæri úr um deilumál, en venjan sé í slíkum samningum að lánveitendaríkið hafi lögsögu um ágreiningsmál. Þetta segir Stefán Már að sé „sjálfsagt ekki fjarri lagi [þegar um eðlilegar fjárhæðir er að ræða]. „En ég er ekki alveg jafn sann- færður þegar um er að ræða lán sem eru kannski margföld fjár- lög ríkisins. Þá er um leið verið að semja um hluta fullveldisréttarins yfir í aðra lögsögu. Það hljómar svolítið skringilega.“ Um milliríkja- deilur kunni að gilda aðrar reglur. Steingrímur hvetur fólk til að anda rólega og hlaupa ekki á sig. Samningurinn verði vonandi aðgengilegur í heild sinni innan skamms. - kóþ Ráðherra segir fráleitt að eignir ríkisins séu að veði Fjármálaráðherra telur að Íslendingar lendi tæpast í vanskilum með Icesave-lánið enda sé endurupptöku- ákvæði í samningunum. Prófessor í lögum segir fullveldisrétt kunna að fara yfir í aðra lögsögu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.