Fréttablaðið - 18.06.2009, Side 16
16 18. júní 2009 FIMMTUDAGUR
hagur heimilanna
Útgjöldin
Lausasöluverð helgarblaðs DV í maí.
Heimild: Hagstofa Íslands.
„Mín bestu kaup hljóta að hafa
verið íbúðin mín,“ segir Lilja Nótt
Þórarinsdóttir, nýútskrifuð leikkona,
spurð um bestu og verstu kaupin
í gegnum tíðina. Lilja keypti
íbúðina árið 2005, skömmu
áður en fasteignamarkaðurinn
skellti sér á fullt skeið og prísar
sig sæla yfir því í dag. „Hún
var vissulega ekki ókeypis, en
hækkaði um fimm milljónir
á hálfu öðru ári, þannig að
maður má sjálfsagt teljast
heppinn miðað við það
sem á eftir fylgdi.“
Verstu kaupin segir
Lilja Nótt hafa verið
kókdós, sem hún
var prettuð til að
kaupa á suðrænni sólarströnd.
„Það kom upp að mér kona
með fötu og bauð mér að
kaupa kók. Þegar ég ætlaði að
gera það kom í ljós að hún var
ekki með neitt kók í fötunni,
heldur hljóp bara upp á strand-
barinn og keypti kókdós þar og
seldi mér hana svo á fimmföldu
verði!“
NEYTANDINN: LILJA NÓTT ÞÓRARINSDÓTTIR LEIKKONA
Keypti kókdós í sekknum
LILJA NÓTT ÞÓRARINSDÓTTIR
Prísar sig sæla yfir að hafa
keypt íbúð rétt fyrir fasteigna-
bóluna. Íbúðin hækkaði um
fimm milljónir á hálfu öðru
ári.
ÚTIVIST Íslendingar hafa löngum
verið þekktir fyrir hveri og aðra
náttúrulega baðstaði en í seinni tíð
hafa glæsilegar sundlaugar risið
um allt land. Sundlaugarnar eru
mikið aðdráttarafl og á sumrin
sækja þær stór hópur erlendra og
íslenskra ferðamanna.
Aðgangseyrir í sundlaugarnar
er mjög mismunandi en sam-
kvæmt úttekt Fréttablaðsins er
ódýrast fyrir fullorðinn að fara í
sund í Garðabæjarlaug en dýrast
í Dalvíkurlaug. Verð fyrir börn á
skólaaldri er frá 100 krónum til
150 krónur en margar sundlaug-
ar bjóða upp á frían aðgangseyri
fyrir börn. Þá er frítt fyrir börn
undir sex ára aldri í öllum sund-
laugum.
Verð á leigu á sundfötum og
handklæði er frá 250 krónum til
350 krónur og er sú þjónusta í
boði hjá öllum stærri sundlaugum
en þar er einnig hægt að nálgast
veitingar.
Síðari ár hefur áhersla verið lögð
á að gera sundlaugarnar öruggari.
Börn eru oft í fyrirrúmi og reynt
að gera laugarnar sem mest spenn-
andi. Stórar vatnsrennibrautir
eru mjög vinsælar og þær er nú
að finna hjá mörgum sundlaugum
alls staðar á landinu.
Vatnsleikjagarðurinn Vatna-
veröld í Keflavík býður upp á alls
konar afþreyingu fyrir yngstu
börnin og svo var Álftaneslaug
að opna fyrstu öldulaug á Íslandi,
ásamt því að hafa lengstu vatns-
rennibraut landsins. Síðasta
haust var svo opnuð ein stærsta
sundmiðstöð landsins með fimm-
tíu metra innilaug að Ásvöllum í
Hafnarfirði.
Þá getur líka verið skemmti-
legt að brjóta út af vananum og
prófa heitar laugar eins og Poll-
inn á Tálknafirði en þar er ókeyp-
is fyrir alla.
Bláa lónið er hins vegar lang-
dýrasti baðstaður Íslands enda í
algerri sérstöðu. Þar kostar 3.200
krónur fyrir fullorðinn og 1.200
krónur fyrir unglinga en frítt er
fyrir börn.
Hægt er að nálgast fleiri upplýs-
ingar um staðsetningar sundlauga
og hvera, afgreiðslutíma og fleira
á www.sundlaugar.is.
heidur@frettabladid
Ódýrast að fara í
sund í Garðabæ
Sundlaugar fullorðnir börn
Álftaneslaug 360 120
Ásvallalaug 300 100
Borgarneslaug 360 177
Bláa lónið 3.200 frítt
Djúpavogslaug 350 150
Egilsstaðalaug 300 150
Garðabæjarlaug 230 110
Grindavík 300 frítt
Hólmavíkurlaug 370 150
Laugardalslaug 360 110
Laugarskarð 270 100
Lágafellslaug 360 110
Patreksfjarðarlaug 300 150
Salalaug 280 120
Stykkishólmslaug 310 140
Sundhöllin Selfossi 370 frítt
Sundlaug Akureyrar 410 100
Sundlaug Dalvíkur 450 frítt
Vatnaveröld Keflavík 250 frítt
Í SUNDI Að njóta lífsins í sundi er ein vinsælasta afþreying Íslendinga, sérstaklega á sumrin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
– Lifið heil Lægra
verð
í Lyfju
www.lyfja.is
Gildir út júní 2009
15% afsláttur
VOLTAREN 11,6 mg/g Gel, 50 g.
15% afsláttur
NICOTINELL munnsogstöflur.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
L
Y
F
4
64
75
0
6
/0
9
Bílahreinsivörur
Þú sparar
4.590.-
TILBOÐ
2.990.-PAKKI 2Verð áður 7.580.-
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
„Sítrónur eru snilld.
Ég sker þær í helm-
inga langsum og
nudda á baðherbergis-
flísar til að ná kalki og
brúnu ógeði af. Svo
má nota safann í ljóst
hár og ég set hann
líka stundum framan
í mig því það er svo
frískandi. Við vondri lykt í þvottavél má
skella ediki í þvottaefnishólfið og þvo
einn suðuþvott með tómri vél – eða
illa lyktandi þvotti. Svo er hugmynda-
auðgi í eldhúsinu til að spara: Það er
ótrúlegt hvað má gera góðan mat úr
því sem er til ef maður festir sig ekki í
að elda eftir uppskriftum.“
GÓÐ HÚSRÁÐ
FRÍSKANDI SÍTRÓNUR
■ Anna Pála Sverrisdóttir, formaður
Ungra jafnaðarmanna, notar sítrónur í
ýmislegt og lumar á ýmsum húsráðum.
´97 ´99 ´01 ´03 ´05 ´07 ´09
150
200
170
190
220
365
548