Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.06.2009, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 18.06.2009, Qupperneq 36
32 18. júní 2009 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Sumarið hefur í för með sér aukinn straum erlendra ferðamanna hingað til lands. Víða má sjá dúðaða ferðalanga með bakpoka um öxl arka upp og niður Laugaveginn, rýna inn um verslunarglugga og taka myndir. En hvað ætli ferðafólkið viti mikið um land og þjóð? Fréttablaðið ákvað að fara á stúfana og hitti fyrir nokkra ferðamenn á förnum vegi. Meðal þess sem blaðamaður komst að var að það eru ekki aðeins Íslendingar sem kunna að meta íslenskar pylsur. - sm Íslendingasögur og pylsur VINIRNIR STEFAN DIENSTAG, SARAH FREYER OG EDWARD PAVONE ætla að dvelja á Íslandi í þrjár vikur. Þremenningarnir eru öll frá New York og er þetta fyrsta heimsókn þeirra til landsins. Aðspurð segj- ast þau lítið vita um land og þjóð en að þau hafi búist við að verðlag hér væri lægra en raun ber vitni. „Við bjuggumst við að sjá fleiri ketti á flakki um göturnar og pylsurnar koma skemmtilega á óvart, þær eru mjög góðar,“ segir Edward. Vegg listaverkin sem prýða sum húsin í miðborginni þótti þeim lífga mikið upp á umhverfið. „Þetta eru mjög flott verk, en kannski finnst heimafólkinu þetta ekkert spennandi?“ spyrja þau blaðamann, sem segir mörg þessara verka vera nokkuð umdeild. Þegar kom að því að sýna þremenningunum myndirnar af þjóðþekktu einstaklingunum okkar könnuðust þau ekki við neinn, en sögðust muna eftir að hafa heyrt um svanakjólinn hennar Bjarkar. TOVE BUSKAS OG TOMAS WALDEGREN FRÁ SVÍÞJÓÐ segjast hafa mikinn áhuga á íslensku víkingasögunum og að sá áhugi sé ástæð- an fyrir Íslandsheimsókninni. Aðspurð segja þau fátt hafa komið sér á óvart við Ísland, „Reykjavík er þó mun stærri en ég bjóst við. Hún er lágreist en vel dreifð,“ segir Tove. Þau segjast hafa fylgst með fréttum af bankahruninu og að bjartsýni og glaðværð landsmanna komi þeim nokkuð á óvart. „Sænska krónan tekur líka svona dýfur mjög reglulega og ég er fullviss um að Íslendingar munu standast þennan mótbyr,“ segir Thomas um ástandið. Tove og Tomas könnuðust hvorki við Björgólf Thor né forseta landsins, Ólaf Ragnar, en þekktu söngkonuna Björk á augabragði. HJÓNIN UDO OG EVA NIEDRICH komu hingað til lands frá Þýskalandi. Þau segjast lítið þekkja til landsins og því hafi fátt komið þeim á óvart. Þau höfðu þó heyrt af bankahruninu. „Ætli Íslendingar séu ekki sú þjóð sem hefur farið verst út úr þessari heimskreppu, ef marka má fréttirnar,“ segir Udo. Hjónin dvelja aðeins í rúman sólarhring í borg- inni, en þau komu hingað með skemmtiferðaskipinu Aida. Þegar þau voru spurð út í myndirnar af þjóðþekktu einstaklingunum þekkti Udo aðeins Davíð Oddsson en mundi ekki nafnið. „Maður hefði eflaust haft meira upp úr þessu 2007,“ segir Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó úr Veðurguðunum, um lag sem hljómsveitin seldi í auglýsingu Húsasmiðjunnar. Lagið heitir Nóttin er liðin og hljómar bæði í sjónvarps- og útvarps- auglýsingum fyrirtækisins. „Þegar við vorum að vinna lagið í stúdíóinu fannst Axel Árnasyni, upptökustjóran- um okkar, það rosalega hent- ugt í auglýsingar. Það er mjög sumarlegt og hann var viss um að það væri fullt af fyrir- tækjum sem gætu notað það. Hann kom því svo á auglýs- ingastofu og ég fékk bara SMS viku seinna um að Húsasmiðj- an vildi lagið,“ útskýrir Ingó, en í auglýsingunni má meðal annars sjá krakka leika sér og fólk smíða úti á verönd. Aðspurður segir Ingó tón- listina vera fullt starf, en auk þess að koma fram við hin ýmsu tækifæri er hann að leggja lokahönd á fyrstu plötu Veðurguðanna, sem er væntanleg í byrjun júlí. „Það er bara verið að skrifa þakkar- listann, annars er allt klárt. Platan heitir Góðar stundir og inniheldur tólf lög, en á henni verða meðal annars þau lög sem hafa verið í spilun og Eurovision-lagið sem ég söng.“ - ag Veðurguðir seldu lag í auglýsingu FYRSTA PLATAN Á LEIÐINNI Ingó er um það bil að leggja lokahönd á fyrstu plötu Veðurguðanna, sem er væntanleg í byrjun júlí og nefnist Góðar stundir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó SA Gaz Coombes og Danny Goffrey úr bresku hljómsveitinni Super- grass hafa stofnað nýja hljóm- sveit með upptökustjóranum Nigel Godrich, sem hefur unnið náið með Radiohead. Sveitin nefnist The Hot Rats og hyggur á útgáfu sinnar fyrstu plötu í ágúst. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir Gaz og Danny stofna hljómsveit því þegar bassaleik- arinn Mick Quinn meiddist fyrir tveimur árum stofnuðu þeir dúettinn Diamond Hoo Ha Men sem hélt nokkra tónleika við góðar undirtektir. Supergrass er þó ekki dauð úr öllum æðum því í sumar spilar hún á tónlistarhátíð- unum í Glastonbury og Reading. Stofna nýja hljómsveit GAZ COOMBES Gaz og Danny Goffrey hafa stofnað hljómsveit með Nigel Godrich. > FÓLK Söngvarinn Peter Andre, sem er fyrrverandi eigin- maður kynbombunnar Jordan, hefur ákveðið að leika í nýrri Bollywood- mynd. Peter mun ekki þurfa að undirbúa sig sérstaklega fyrir hlutverkið því hann mun leika söngvara í myndinni. HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.