Fréttablaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 40
36 18. júní 2009 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
Strandgötu 43 | Hafnarfirði
Sími 565 5454
Undankeppni EM 2010
Ísland-Makedónía 34-26 (17-13)
Mörk Íslands (skot): Alexander Petersson 10 (13),
Guðjón Valur Sigurðsson 6/1 (7/1), Róbert Gunn-
arsson 5 (6), Þórir Ólafsson 4 (5), Sigurbergur
Sveinsson 3 (8), Heiðmar Felixson 2 (5), Vignir
Svavarsson 1 (2), Snorri Steinn Guðjónsson 1
(1), Ingimundur Ingimundarson 1 (1), Ragnar
Óskarsson 1 (2).
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 21/2 (47/4)
47%.
Hraðaupphlaup: 11 (Þórir 3, Guðjón 3, Alexander
2, Ingimundur, Róbert, Vignir).
Fiskuð víti: 1 (Alexander).
Utan vallar: 12 mín.
ÚRSLIT
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var bæði hrærður og
stoltur eftir að íslenska landsliðið hafði tryggt sér sæti á EM í Austur-
ríki. Meiðslum hrjáð lið hans sýndi enn og aftur glansleik í gær.
„Það er mjög þungu fargi af mér létt enda voru skrefin erfið inn í
klefa eftir leikinn gegn Norðmönnum síðasta sunnudag. Dagarnir sem
fóru í hönd voru erfiðir enda þurfum við aftur að ná vopnum okkar.
Við kortlögðum svo Makedóníumenn enn eina ferðina og það tókst
frábærlega,“ sagði Guðmundur.
„Við vorum með svör í vörninni við öllu sem þeir voru að gera.
Sóknarleikurinn var öflugur, fjölbreyttur og beittur. Hraðaupphlaupin
góð og markvarslan frábær. Maður getur varla fundið neitt að leik
okkar að þessu sinni. Þetta var einn af þessum leikjum þar sem
menn eru mættir til að sinna sínum skyldum og miklu meira en það.
Það var magnað að sjá hvernig við tókum Lazarov úr sambandi og
undirbúningurinn skilaði sínu,“ sagði þjálfarinn, sem vildi sérstaklega
hrósa áhorfendum.
„Þetta var frábær dagur og áhorfendur gjörsamlega stórkostlegir. Ég
vil sérstaklega þakka þeim fyrir þeirra magnaða framlag. Þeir bjuggu
til ótrúlega stemningu í þessum leik með okkur.“
Ísland er nú í baráttu við Noreg um efsta sæti riðilsins, sem er mik-
ilvægt upp á að komast í efsta styrkleikaflokk þegar
verður dregið í riðla á mótið. Þessi stóri sigur
hjálpar mikið til þar og Guðmundur viður-
kenndi að hafa mikið spáð í það á tímabili.
Guðmundur hefur unnið sannkallað
þrekvirki með því að koma þessu liði
á EM og láta það nær undantekninga-
laust spila vel þó svo að hver stór-
stjarnan á fætur annarri hafi fallið úr leik
vegna meiðsla.
„Ég er sáttur við að hafa komið hingað
með gjörbreytt lið. Ég hef þurft að kalla
inn menn sem hafa ekki verið í landslið-
inu áður eða ekki verið lengi í landslið-
inu. Það hafa allir staðið sig frábærlega, sem
er mjög jákvætt. Ég er ákaflega stoltur af
þessum árangri og þakklátur leikmönnunum
sem hafa lagt sig alla fram.“
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON: HEFUR UNNIÐ ÞREKVIRKI MEÐ ÞVÍ AÐ KOMA ÍSLENSKA LIÐINU Á EM
Er ákaflega stoltur af þessum árangri
> Sverre á leið til Grosswallstadt
Flest bendir til þess að landsliðsmaðurinn Sverre Andreas
Jakobsson muni á næstu dögum skrifa undir tveggja ára
samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Grosswallstadt.
Með liðinu leikur annar Íslendingur, Einar Hólmgeirsson.
Sverre staðfesti við Fréttablaðið að aðeins ætti eftir að
ganga frá smáatriðum. „Ég er eiginlega kominn með annan
fótinn til félagsins,“ sagði Sverre, sem lék með HK í vetur
eftir að hafa komið heim úr atvinnu-
mennsku með Gummersbach. Gross-
wallstadt vildi upphaflega fá Sverre til
liðs við sig næsta sumar en snerist svo
hugur og vill semja við hann strax.
Eftir að hafa vegið og metið málið
ákváðu Sverre og fjölskylda að
stökkva á tilboðið og flytja aftur út.
HANDBOLTI „Þetta var bara mjög
venjulegt. Ég skora alltaf tíu
mörk í leik,“ sagði brosmildur
Alexander Petersson sem fór á
kostum í íslenska liðinu í gær en
hann er nýkominn af stað eftir
löng meiðsli.
„Ég var bara vel stemmdur,
grimmur og hungraður í að
standa mig vel. Ég skemmti mér
líka vel. Það er gaman að vera
kominn aftur og ég nýt mín virki-
lega vel með liðinu,“ sagði Alex-
ander og bætti við að Makedón-
arnir hefðu hreinlega gefist upp
þegar þeir sáu að þeir áttu ekki
lengur möguleika gegn frábæru
íslensku liði í gær. - hbg
Alexander Petersson:
Skemmti mér
mjög vel
ALEXANDER Var illviðráðanlegur í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
HANDBOLTI Strákarnir okkar
tryggðu sér þáttökuréttinn á EM
í Austurríki með glæsibrag í gær
þegar þeir pökkuðu Makedónum
saman í Höllinni, 34-26. Það var
þjóðhátíðarstemning í Höllinni
sem skilaði sér til strákanna sem
léku við hvurn sinn fingur.
Fyrri hálfleikur var virkilega
vel leikinn af hálfu íslenska liðs-
ins. Björgvin byrjaði strax að
verja og varði eina ellefu bolta
í hálfleiknum. Þar af fimm í röð
frá stórskyttu Makedónanna, Kiril
Lazarov. Inn í þeim pakka voru tvö
víti, takk fyrir.
Sóknarleikurinn var leikinn af
yfirvegun þar sem Ragnar Óskars-
son stýrði leik liðsins af myndar-
skap. Alexander Petersson fór
hreinlega hamförum og skoraði
í sex fyrstu skotum sínum ásamt
því að fiska eitt víti. Sigurbergur
Sveinsson hristi af sér vonbrigði
síðasta leiks, kom grimmur til
leiks og sýndi mikinn karakter.
Íslendingar voru lengstum
skrefi á undan og eftir því sem leið
á hálfleikinn breikkaði bilið. Mest
náði íslenska liðið fjögurra marka
forskoti og héldu margir að Ísland
myndi kafsigla Makedóna á tíma-
bili. Í stað þess að brotna, eins og
gerist oft hjá Makedónum, sýndu
þeir karakter með því að halda sér
inn í leiknum en staða íslenska liðs-
ins í leikhléi engu að síður nokkuð
þægileg, 17-13.
Það var smá basl á íslenska lið-
inu í upphafi síðari hálfleiks en
síðan tók liðið öll völd á vellinum
og hreinlega keyrði yfir Make-
dóna, sem áttu nákvæmlega engin
svör og brotnuðu loksins. Þá var
Snorri Steinn kominn á miðjuna
og í kjölfarið fékk Róbert eitthvað
að gera á línunni en hann skoraði
fimm góð mörk í hálfleiknum.
Varnarleikurinn var algerlega
frábær, Björgvin Páll enn í bana-
stuði og hraðaupphlaupin komu á
færibandi og öll enduðu þau í net-
inu hjá Makedónum, sem stóðu
steinrunnir og horfðu á. Þjálfari
þeirra hafði ekki einu sinni vit á
því að taka leikhlé þegar Ísland
var að klára leikinn.
Ísland náði mest tólf marka
forskoti í hálfleiknum, 30-18, en
niðurstaðan var átta marka sigur,
34-26. Frábær úrslit og magnaður
leikur hjá strákunum okkur.
Það var nánast engan veikan
blett að finna í gær á leik íslenska
liðsins sem var betra liðið allan
tímann. Björgvin Páll fór á kost-
um í markinu og var aðdáunarvert
að sjá hann niðurlægja eina bestu
skyttu heims. Vörnin var mögnuð
fyrir framan hann þar sem ekki
var veikan hlekk að finna. Sóknar-
leikurinn var vel skipulagður og
menn léku skynsamlega. Íslenska
liðið átti alltaf svör og allir lögðu
sín lóð á vogarskálarnar.
Alexander bar þó af og gríðar-
legur styrkur fyrir liðið að fá
hann aftur í þessa leiki. Það er
lyginni líkast að hann sé tiltölulega
nýkominn af stað eftir langvarandi
meiðsli. Meiddur Guðjón Valur
skilaði sínu sem fyrr og Þórir var
sterkur í hinu horninu. Róbert kom
upp í síðari hálfleik og miðjumenn-
irnir Ragnar og Snorri spiluðu
báðir vel. Sigurbergur var flottur
í fyrri hálfleik en náði því miður
ekki að fylgja því eftir í þeim síð-
ari. Heiðmar átti svo ágætis inn-
komu.
Við þennan leik verður þó ekki
skilið án þess að hrósa sérstaklega
þjálfara liðsins, Guðmundi Guð-
mundssyni. Þessi frábæri, harð-
duglegi og útsjónarsami þjálfari
hefur unnið enn eitt þrekvirkið
með landsliðinu með því að koma
því á EM. Hann hefur unnið við
einstaklega erfiðar aðstæður í
þessari undankeppni og leyst þær
aðstæður óaðfinnanlega.
Guðmundur hefur misst út lykil-
menn fyrir hvern leik en hefur
undantekningalaust tekist að vinna
frábærlega úr því sem hann er með
í höndunum. Hann undirbýr lið sitt
af kostgæfni fyrir hvern leik og
fær leikmenn til þess að hafa trú
á verkefninu og gera það sem fyrir
þá er lagt.
Uppskeran er frábær. Liðið er
komið á EM og vinnur líklega
riðilinn, sem er magnaður árangur
miðað við forföllin í liðinu. Ísland
á orðið stóran hóp af samkeppnis-
hæfum landsliðsmönnum og það
verður enginn hægðarleikur fyrir
Guðmund að velja hópinn sem fer
til Austurríkis í janúar.
henry@frettabladid.is
Strákarnir okkar á EM með stæl
Strákarnir okkar gulltryggðu farseðil sinn á EM í Austurríki í gær er þeir sýndu stórleik og rúlluðu auð-
veldlega yfir Makedóna. Björgvin Páll fór hamförum í markinu og Alexander var ótrúlegur í sókninni.
ÞJÓÐHÁTÍÐARSTEMNING Róbert Gunnarsson fagnar hér einu af fimm mörkum sínum í gær fyrir framan frábæra áhorfendur sem
troðfylltu Laugardalshöllina í gær og létu vel í sér heyra. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
HANDBOLTI Björgvin Páll Gústavs-
son átti sannkallaðan stjörnuleik í
marki Íslands í gær. Byrjaði strax
að verja eins og berserkur og sló
hvergi af. Sérstaklega gekk honum
vel að verja frá stórskyttunni Kiril
Lazarov, sem klúðraði fimm fyrstu
skotum sínum gegn Björgvini og
þar af tveim úr vítum. Björgvin
var hreinlega með Lazarov í vas-
anum allan leikinn.
„Ég lá yfir myndböndum af
honum allt kvöldið fyrir leik enda
heimsklassamaður sem varð að
stoppa. Við gerðum bara grín að
honum og hann var eins og tíu ára
strákur í höndunum á okkur. Þegar
ég ver fyrstu skotin frá honum þá
missir hann sjálfstraustið. Maður
hélt að svona kallar væru með
meira sjálfstraust en þetta. Hann
þorði varla að skjóta á markið eftir
það,“ sagði Björgvin Páll boru-
brattur og átti innistæðu fyrir
því.
„Það var annars geðveikt að
spila hérna í þessum leik. Ég var
bara með gæsahúð frá því að ég
labbaði inn á völlinn. Áhorfendur
eru venjulega eins og áttundi
maðurinn en þeir voru eins og
tveir leikmenn í dag. Stemningin
var slík og geðhræringin sem
kemur í svona stemningu fleytir
manni tíu prósentum lengra en
venjulega,“ sagði Björgvin Páll
kátur en hann dansaði mikið á fjöl-
um Laugardalshallar í gær. - hbg
Björgvin Páll Gústavsson niðurlægði stórskyttuna Kiril Lazarov sem kom vart boltanum framhjá Björgvini:
Lazarov var bara eins og tíu ára strákur
STÓRKOSTLEGUR Björgvin Páll Gústavsson átti algjöran glansleik í íslenska markinu í
gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL