Fréttablaðið - 03.07.2009, Page 16

Fréttablaðið - 03.07.2009, Page 16
16 3. júlí 2009 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 11 Velta: 23,2 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 234 +0,00% 743 +X,XX% MESTA HÆKKUN MAREL +0,37% MESTA LÆKKUN ÖSSUR -1,30% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,20 +0,00% ... Atlantic Airways 159,00 0,00% ... Atlantic Petroleum 475,00 +0,00% ... Bakkavör 1,17 +0,00% ... Eik Banki 89,00 +0,00 ... Eimskipafélagið 0,50 +0,00% ... Føroya Banki 122,00 +0,00% ... Icelandair Group 4,75 +0,00% ... Marel Food Systems 54,60 +0,37% ... Össur 114,00 -1,30% Bláa lónið er opið alla daga frá kl. 08.00–21.00 • Sími 420 8800 • www.bluelagoon.is Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í gær að halda stýri- vöxtum óbreyttum í tólf prósentu- stigum og vöxtum á viðskipta- reikningum fjármálafyrirtækja í 9,5 prósentustigum. Í tilkynn- ingu nefndarinnar kemur fram að bakgrunnur ákvörðunarinnar sé að gengi krónunnar hafi verið umtalsvert lægra á tímabilinu en nefndin taldi viðunandi í mars. Ákvörðunin var í samræmi við væntingar greinenda sem gerðu ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum. Í greinargerð peningastefnu- nefndar segir að frá síðustu stýri- vaxtaákvörðun hafi töluvert miðað áleiðis í stjórn efnahagsmála. Bent er á að langtímaáætlun um aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármál- um og endurskipulagningu fjár- málakerfisins hafi miðað áleiðis auk þess sem fjármögnun stærstu bankanna verði lokið um miðjan júlí. Í greinargerð nefndarinnar er þó lýst áhyggjum af þróun gengis krónunnar og verðbólgu undan farið. Krónan hefur veikst um þrjú prósent og vísitala neyslu- verðs hækkaði meira en væntingar stóðu til bæði í maí og júní. „Það gæti falið í sér hækkun vaxta kalli aðstæður á slíkt,“ segir í greinar- gerðinni. Umræður um gjaldeyrishöft og hugsanleg viðskipti fyrir- tækja erlendis með krónur hafa verið talsvert í umræðunni síð- ustu vikur. Seðlabankinn kallaði stærstu útflutningsfyrirtækin á sinn fund nýlega til að fara yfir gjaldeyrisviðskipti þeirra. Svein Harald Øygard seðlabankastjóri sagði að megintilgangur haftanna væri að tryggja að vöruskipti hefðu mest áhrif á gengi krón- unnar í stað fjármagnshreyfinga milli landa. Hann taldi mikilvægt að munur á gengi krónunnar hjá Seðlabanka Íslands og á erlendu mörkuðum væri að minnka svo það væri hvati fyrir fyrirtæki að skipta sínum gjaldeyri á Íslandi. Munur á opinberu gengi krónunnar og á erlendum markaði er umtals- verður og hefur ekki minnkað frá síðustu vaxtaákvörðun. Árstíðarleiðrétt verðbólga undan- farna þrjá mánuði mældist 9,5 pró- sent, eða 6,3 prósent án áhrifa af skattahækkunum. Þórarinn G. Pét- ursson, aðalhagfræðingur Seðla- bankans, sagði á blaðamanna- fundi í gær að bankinn brygðist ekki beint við skattabreytingum hins opinbera. Bankinn horfði þó á hvort slíkar breytingar hefðu áhrif á aðra þætti sem gætu stuðl- að að verðhækkunum. bta@frettabladid.is Óbreyttir stýrivextir nú en hækkun hugsanleg Stýrivextir óbreyttir í 12 prósentustigum. Veiking krónunnar og verðbólga yfir væntingum helstu ástæður. Stýrivextir gætu hækkað ef krónan styrkist ekki eða verðbólga eykst frekar. Ákvörðunin í samræmi við væntingar greinenda. BLAÐAMANNAFUNDUR VEGNA STÝRIVAXTAÁKVÖRÐUNAR Þórarinn G. Pétursson aðal- hagfræðingur, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Svein Harald Øygard seðlabankastjóri ræða við blaðamenn eftir að hafa tilkynnt að stýrivextir bankans verði óbreyttir að sinni. Næsta stýrivaxtaákvörðun er 13. ágúst næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég átti von á því að Seðlabankinn myndi sýna meiri kjark og lækka vextina,“ segir Vilhjálmur Egils- son, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um þá ákvörðun Seðlabankans að halda stýrivöxt- um óbreyttum. Vilhjálmur segir að svo virðist sem Seðlabankinn horfi fyrst og fremst á hvernig gengi krónunnar þróist. „Megin- orsökin fyrir henni er einmitt gjaldeyrishöftin. Það er haldið afar illa á því máli af hálfu bankans, og þessi ákvörð- un bankans er í raun bara fall- einkunn yfir honum sjálfum,“ segir Vilhjálmur, sem kveður mann- kynssöguna sýna að verðlagshöft af þessu tagi virki ekki. „Núna 2009 reynir Seðlabanki Íslands að afsanna þetta með gjaldeyrishöft- unum en það tekst ekki að breyta þessu lögmáli.“ Ólafur Darri Andrason, hagfræð- ingur ASÍ, segir ákvörðun Seðla- bankans vera ákveðin vonbrigði en þó ekki koma á óvart miðað við fyrri yfirlýsingar bankans og veiks gengis krónunnar að undanförnu. Að sögn Ólafs Darra hefur að undan förnu verið reynt að efla tiltrú í hagkerfinu og leggja þannig grunn að lækkun stýrivaxta. „Ákvarðanir sem beðið hefur verið eftir í ríkis- fjármálum hafa verið teknar og það er breið samstaða um að taka á þeim miklu vandamálum sem við stönd- um frammi fyrir með gerð stöðug- leikasáttmálans. Þar settu aðilar vinnumarkaðarins það markmið að stýrivextir verði komnir undir tíu prósent 1. nóvember og ég trúi því að það gerist enda lykillinn að því að koma hjólum efnahagslífsins í gang aftur.“ - gar Höft munu aldrei virka ÓLAFUR DARRI ANDRASON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.