Fréttablaðið - 03.07.2009, Page 18

Fréttablaðið - 03.07.2009, Page 18
18 3. júlí 2009 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SIGHVATUR BJÖRGVINSSON Í DAG | UMRÆÐAN Kjartan Broddi Bragason skrifar um Icesave Skuldbinding Tryggingarsjóðs inni-stæðueigenda vegna ICESAVE er um 720 milljarðar króna að núvirði eða um 4 milljarðar evra (þetta eru grófar tölur). Gefum okkur að við getum selt eigna- safn Landsbankans í Bretlandi/Hollandi í dag fyrir 2,4 milljarða evra eða fyrir um 60% af þeirri ríkisábyrgð sem þjóðin er að taka á sig sem er umtalsvert lægri upphæð en þau möt um heimtur sem liggja fyrir. Notum þann gjaldeyri til að losa okkur við stóran hluta þeirra erlendu skammtímafjárfesta sem hér eru – m.v. gengi á evru 200-220 kr. Þá eignumst við íslenskar krónur sem bera munu – segjum 5,5% - nafnvexti næstu sjö ár. Gefum okkur einnig að gengisvísitala krónunn- ar styrkist um ríflega 20% á næstu sjö árum og gengi evru á móti íslenskri krónu verði um 140 að þeim tíma liðnum (langt í frá óraunhæft – sérstaklega ef viðræður um Evrópusam- bandsaðild verða komnar eitthvað áleiðis). Þá mun lítið sem ekkert falla á innlenda skattborgara vegna þessara skuldbind- inga. Gjaldeyrishöftum væri þá einnig hægt að aflétta strax þar sem óþolinmóð- ir fjármunir væru að megninu til farnir úr landi og stýrivexti mætti lækka umtals- vert. Eina vandamálið sem þessu fylgir er hvernig við eigum að ná okkur í vel á sjötta milljarð evra að sjö árum liðnum – krón- urnar komum við til með að eiga – en verði aðild að Evrópusambandinu þá innan seilingar verður hugsanlega búið að festa gengi krónu á móti evru og innlendar krónur orðnar að ígildi evra. Svona raunhæfa mynd er líka alveg hægt að draga upp – en framkvæmdin krefst að hægt sé að selja eigna- safnið strax á „tombóluverði“. Er eitthvað sem kemur í veg fyrir það? Höfundur er hagfræðingur. Er þetta nokkuð svo slæmt? KJARTAN BRODDI BRAGASON Samkvæmt upplýsingum við-skiptaráðherra og íslenskra bílalánafyrirtækja festu 40 þús- und Íslendingar kaup á 70 þús- und bifreiðum með því að nýta sér milligöngu íslenskra banka til þess að slá jafnvirði 115 þúsund milljóna króna lán fyrir kaup- unum frá breskum, hollenskum, þýskum, japönskum og svissnesk- um almenningi. Erlendir viðmæl- endur spyrja í forundran: „Er þetta svo? Gátu 40 þúsund Íslend- ingar labbað sig inn í íslenska banka og fengið lán í erlendum gjaldeyri til þess að kaupa bíla? Gerðu menn þetta virkilega?“ Já, menn gerðu það virkilega. 40 þús- und einstaklingar meðal 320 þús- und manna þjóðar séu allir þegn- arnir með taldir, reifabörn jafnt sem gamalmenni. Þessir 40 þúsund Íslendingar munu vera hartnær helmingur landsmanna á „lántökualdri“. Nú virðast þessir 40 þúsund Íslend- ingar ætla að eiga erfitt með að standa við greiðslur vaxta og afborgana af lánunum sem þeir tóku til þess að eignast einn glæsilegasta bílaflota, sem um getur í Evrópu. Í umræðunni er, að hinir Íslendingarnir, sem ekki tóku lánin, eigi að hjálpa þeim að greiða reikninginn. Jafnvel er í umræðunni að þeir útlendingar eigi að taka á sig skell, sem fengu íslenskum aðilum í hendur sparifé sitt eftir að hafa hlýtt á fullyrðingar helstu ráðamanna þjóðarinnar: forsetans, forsætis- ráðherrans, fjármálaráðherr- ans, utanríkisráðherrans – og Tryggva Þórs Herbertssonar – um að allt væri í stakasta lagi. Íslendingum væri treystandi. Þeir myndu standa við skuld- bindingar sínar. Líka þessi 40 þúsund. Slíkt væri inngróið í eðli Íslendinga, enda væru þeir á fljúgandi siglingu að því marki að gera landið að einni af helstu fjármálamiðstöðvum heimsins. Þjóðin hefur glatað trausti nágranna sinna. Ofstopinn í umræðunni er ekki til marks um traustabrest heldur brostið traust. Stærilætið og þjóðremb- ingurinn hefur breyst í and- hverfu sína. Ég þekki enga þjóð sem er jafn háð því að eiga sam- skipti við umheiminn og Íslend- inga. Fötin, sem við klæðumst, skórnir á fótum okkar. Tækin sem við notum. Nánast öll aðföng íslensks atvinnulífs – landbúnað- ar, iðnaðar, sjávarútvegs, ferða- þjónustu – allt er þetta fengið frá útlöndum. Keypt fyrir and- virði varnings, sem við verðum að finna markað fyrir í útlönd- um. Sem við verðum að fá útlend- inga til þess að kaupa af okkur til þess að geta aftur keypt af þeim. Forsenda slíkra viðskipta er að traust ríki milli aðila – og að það traust sé gagnkvæmt. Hvernig ætlar þjóð, sem svo mikið er háð umheiminum, að eiga sér framtíð ef hún glatar trausti umheimsins til frambúðar? Þykir mönnum líklegt að það siðrof, sem er að verða í íslensku samfélagi, þar sem Íslendingar neita að axla ábyrgð jafnt á eigin gerðum sem og skýlausum yfirlýsingum eigin stjórnvalda sem talað hafa í nafni þjóðarinnar samkvæmt umboði sem hún hefur þeim fengið í lýð- ræðislegum kosningum og sam- þykktum Alþingis, sé líklegt til þess að endurheimta glatað traust? Í nágrannaríkjum okkar er ekki einungis rætt um útrásar- víkingana. Þar eru ekki bara nefndir sérstaklega til sögunnar Jón Ásgeir, Björgólfsfeðgar eða Hannes Smárason. Þar ræðir fólk ekki síst um íslensku þjóðina, hvernig fyrir henni er komið og hvaða ábyrgð hún ber. Þetta er ekki spurning um auð- magn, vonda kapítalista né hvern- ig blása megi í glæður gamalla kommúnista, sem drógu sig svo lítið bæri á inn í skelina við hrun Berlínarmúrsins og fóru að skrifa litteratúr þar til allt í einu nú að þeir spretta fram eins og gorkúlur á haugi með gamalkunnu frasana um auðvald og kúgun kapítalism- ans. Þetta er spurning um hvernig íslenskur almenningur ætlar að koma fram við stéttarbræður sína annars vegar á Íslandi og hins vegar í öðrum löndum. Hvernig ósköp venjulegt fólk eins og ég og þú ætlar að koma fram við ósköp venjulegt fólk eins og þig og mig. Sú er spurningin, sem íslenska þjóðin stendur nú frammi fyrir og verður að svara. Uppgjör almennings á Íslandi við þá, sem meginábyrgðina bera á hruni efnahagslífsins, traustsins og þjóðarstoltsins, er svo önnur saga. Saga sem verður samin af okkur sjálfum að mestu einum og óstuddum. Er líka hætta á siðrofi þar? Hvaða bresti merkja menn þar? Eru það traustabrestir eða brestandi traust? Höfundur er fyrrverandi alþingis- maður og ráðherra. Brostið traust er ekki traustabrestur Ábyrgð Íslendinga Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Fyrirboði? Icesave-umræðan hefur tekið marga furðulega snúninga, en fáa þó skemmtilegri en umræðu sem finna má á síðu Stefáns Pálssonar sagn- fræðings. Þar ræða menn nefnilega ekki um Icesave heldur rökræða Versalasamninga og hvort þeir hafi verið góðir eða ekki. Andrés Magnússon blaðamaður á þar mjög skemmtilegan og athyglis- verðan punkt, en til að skilja hann verður að muna að Ver- salasamningarnir voru gerðir 1919. Hann minnir nefni- lega á að í eigu nokkurra útrásarvíkinga breytti gamla Eimskipafélagshúsið um útlit, þegar Þórshamarsmerki á gaflinum var tekið niður og annað afhjúpað með byggingarári hússins; sem einmitt var 1919. Andrés segir það hafa verið gert „[a]f hinum sömu og færðu okkur Icesave, sem aftur gáfu okkur Ver- salasamningana ina nýju“. Nýfrjálshyggjan Margir hafa haldið því fram að hér á landi hafi ekki ríkt nýfrjálshyggja síð- ustu árin og sumir einmitt talið það hafa orðið til þess að þjóð félagið fór á hliðina. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, er hins vegar ekki einn þeirra. Hún upplýsti í það minnsta á þingi í gær að hér hefði ríkt nýfrjáls- hyggja síðustu árin með misjöfnum árangri. Tískufyrirbærin Þingmenn fóru víða um völl í umræð- um um Icesave. Ögmundur Jónasson hélt tilfinningaþrungna ræðu og uppskar lof annarra þingmanna fyrir. Hann vakti athygli á því að stundum tækju menn pólitískar ákvarðanir eftir tíðaranda tískunnar. Ögmundi fannst það varhugavert og minnti á mörg tískuslys fortíðar- innar. Hann rifjaði upp þegar allir karl- menn þurftu að ganga í þykkbotna skóm og jafnvel tveggja metra menn, sem ekkert þráðu annað en að virka aðeins minni, þurftu að vera á margra sentímetra þykkum botnum. Persónuleg ræða, enda Ögmundur hávaxinn maður. kolbeinn@frettabladid.is S amninganefnd Íslands í Icesave-deilunni hefur verið tölu- vert í sviðsljósinu undanfarið. Mótspyrna hennar í við- ræðunum hefur verið sögð máttlítil, jafnvel haft á orði að samningamenn Breta og Hollendinga hafi tekið íslenska kollega sína í nefið, líkt og Grótta hafi verið að spila við Manchester United, svo notuð sé líking Jóns Daníelssonar hag- fræðings. Byggir sú lýsing Jóns á því að Bretar og Hollendingar hafi teflt fram þrautreyndum sérfræðingum gegn íslenskum áhugamönn- um. Silja Bára Ómarsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur skaut fjöl- miðlum ref fyrir rass á bloggi sínu í gær þegar hún skoðaði stað- reyndirnar að baki þessari bröttu yfirlýsingu Jóns. Þar upplýsti hún að útlendu samninganefndirnar hefðu fyrst og fremst verið skipaðar embættismönnum úr fjármálaráðuneytum viðkomandi landa. Benti Silja Bára á að íslenska nefndin hefði verið samsett af mönnum með töluvert fjölbreyttari bakgrunn og öll minnimáttar- kennd væri því óþörf. Nú geta pælingar fram og til baka um samninganefnd, sem hefur lokið störfum, vissulega verið athyglisverðar. Það er almennt létt verk og löðurmannlegt að halda því fram að eitthvað hafi verið hægt að gera betur, sérstaklega ef litlar líkur eru á að maður þurfi sjálfur að koma að verki. Þeir sem verða fyrir gagnrýni eiga hins vegar alltaf að skoða hvort mögulegt sé að draga af henni lærdóm sem nýtist í fram- tíðinni. Og það er örugglega tilfellið með aðra ríkisskipaða nefnd sem tengist Icesave. Samkvæmt frumvarpi um ríkisábyrgðina á Icesave-reikningnum verður það hlutverk skilanefndar Landsbankans að „hámarka virði eigna bankans“ með því að ráðstafa þeim á sem „hagkvæmastan hátt þegar það er talið tímabært,“ eins og þar stendur. Þetta þýðir að skilanefndin á að selja eignir Landsbankans fyrir hæsta mögulega verð á næstu sjö árum. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu mikilvægt verkefni það er. Hver afraksturinn verður mun ráða úrslitum um þær upphæðir sem lenda á þjóðar- búinu vegna Icesave þegar upp er staðið. Mikilvægt er að stjórnvöld átti sig sem fyrst á því að þetta er verkefni fyrir fólk sem er þaulvant alþjóðlegum viðskiptum. Því fólki þarf að greiða góð laun og helst hafa samhliða einhvers konar hvatakerfi sem miðar að því að sem hæst verð fáist fyrir eignirnar. Til dæmis væri hægt að ákveða að ef hærra verð fengist fyrir þær en tiltekið metnaðarfullt markmið gætu þau sem störf- uðu við umsýslu og sölu eignanna uppskorið ríkulega. Mjög auðvelt er að gera sér í hugarlund að þessi lýsing á mögu- legri útfærslu nefndar um sölu eigna Landsbankans hljómi skelfi- lega í eyrum ríkisstjórnarinnar og þorra almennings. Fólk með reynslu af alþjóðlegum viðskiptum tengist óumflýjan- lega útrásinni, sem þykir hreint ekki jákvætt, og lítil stemning er fyrir mögulegum árangurstengdum ofurlaunum. Hitt er þó alveg á hreinu að þjóðin hefur ekki efni á öðru en að öllum ráðum verði beitt til að tryggja hæsta mögulega verð fyrir eignir Landsbankans. Tugum milljarða getur munað á því hvernig til tekst. Mikið veltur á skilanefnd Landsbankans. Tugmilljarða pressa JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.