Fréttablaðið - 04.07.2009, Síða 10

Fréttablaðið - 04.07.2009, Síða 10
10 4. júlí 2009 LAUGARDAGUR GLEÐI Fyrr í vikunni dæmdi dómstóll í Indlandi að það bryti í bága við mannréttindi að samkynhneigð væri refsiverð í landinu. Úrskurðinum var fagnað víða um landið, meðal annars af þessari konu í Kalkútta. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ATHAFNAMENN Þessir ungu athafnamenn stunduðu viðskipti við Laugaveginn. FRE´TTABLAÐIÐ/ANTON SÍVINSÆLL Ísinn er sívinsæll og eflaust hafa nokkrir lítrar runnið í maga landans í gær. FRE´TTABLAÐIÐ/ANTON Rjómablíða á landinu öllu Landsmenn nutu góða veðursins víða um land í gær. Hvert sem litið var mátti sjá fólk njóta útiveru og sam- veru hvert með öðru, enda ekki annað að gera en að nýta góða daga hvenær sem þeir gefast. SUMAR Akureyringar og gestir nutu lífsins á kaffihúsum við göngugötuna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Mán til mið 10–18.30, fi m og fös 10–19, lau 10–18, sun 13–17 | Sími 517 9000 | www.kringlan.is UMHVERFISMÁL Umhverfisstofnun (UST) hefur sett sér það mark- mið að starfsemi stofnunarinn- ar valdi hvorki skaða í náttúr- unni né neikvæðum áhrifum á umhverfið. Með það markmið að leiðarljósi festi stofnunin nýlega kaup á lítilli rafmagnsvespu fyrir verndarsvæði Mývatns og Laxár. Landverðir munu nota vespuna á eftirlitsferðum um verndarsvæðið og með því næst hvort tveggja, hagkvæmni í rekstri og lágmarksáhrif á umhverfið. Starfsmenn UST í Mývatns- sveit komast fjörutíu til fimmtíu kílómetra á hverri hleðslu og því er hægt að aka hringinn í kring- um Mývatn á einni hleðslu. - shá Umhverfisstofnun á vespu: Komast um- hverfis Mývatn á einni hleðslu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.