Fréttablaðið - 04.07.2009, Page 27

Fréttablaðið - 04.07.2009, Page 27
LAUGARDAGUR 4. júlí 2009 27 Maslow og ríkisstjórnin Júlía Pálmadóttir Sighvats Greinin leitast við að skoða ástæður þverrandi stuðn- ings við íslensku ríkisstjórnina þá mánuði sem fylgdu í kjölfar falls bankanna þriggja haustið 2008. Safnað var saman skoðunum almennings sem endurspegl- uðust í skoðanakönnunum og mótmælum. Skoðað var hvernig hagsmunum þeirra aðila sem kreppan snerti var ógnað og tenging þeirra hagsmuna við hin fimm þrep í þarfapíramída Maslows. Ályktun var dregin um að viðbrögð almennings hafi að hluta orsakast vegna skyndilegrar hættu á að þarfir á neðstu þrepum Maslows myndu bresta. Niðurstöður greinarinnar benda til að miðlun upplýsinga í kreppu þurfi að vera með hliðsjón af þeim hagsmunum, sem er ógnað, séu þeir tengdir neðstu þrepunum. Greinar útskriftarnema í verkefnastjórnun hafa birst í virtum erlendum fagtímaritum, svo sem Project Management Journal. Þá hafa nemend- ur kynnt rannsóknir sínar á ráðstefnum, bæði hér á landi og í útlöndum. Hér á eftir fara fjögur dæmi um útskriftar- verkefni meistaranema. Fleiri dæmi er að finna á heimasíðu námsins, www.mpm.is. ➜ FJÓRAR LEIÐIR TIL BETRI VEGAR Betri þjónustu hjá spítalanum Gunnhildur Gunnarsdóttir og Hólmfríður Benediktsdóttir Þær Gunnhildur og Hólmfríður unnu með það vandamál sem heilbrigðisstofnanir standa frammi fyrir: Sívaxandi kröfu um aukna hagkvæmni í rekstri án þess að fórna gæðum í þjónustu við sjúklinga. Þær leggja til að stofnun verk- efnastofu við LSH geti verið liður í því að mæta þessari kröfu á Landspítalanum nú, þegar krafan er háværari en nokkru sinni fyrr. Slíkar verkefnastofur hafi skilað skipu- lagsheildum aukinni skilvirkni í stjórnun verkefna og stutt við þekkingarþróun í verkefnastjórnun. Með gagnreynd- um aðferðum við verkefnastjórnun aukist líkur á árangri verkefna. Með árangursríkum gæða- og umbótaverkefnum geti Landspítali átt möguleika á því að viðhalda eða bæta nýtingu fjármuna og aukið gæði í þjónustu við sjúklinga. Stjórnendur á LSH hafa sagt stofnun slíkrar verkefnastofu geta verið raunhæfan kost fyrir stofnunina. Húmor virkar vel Guðmundur Gauti Guð- mundsson Verkefnastjóri þarf að tryggja að verkefnateymi afkasti á sem besta mögulega hátt. Verkefni þurfa að klárast á tíma, á kostnaði og vera í samræmi við kröfur viðskipta- vinarins. Verkefnastjórar tengjast meðlimum teymis vináttubönd- um en þurfa að passa upp á tilfinningatengsl við þátttakendur verkefna. Jafnframt þurfa þeir að halda góðri stemningu innan teymisins. En hvernig getur húmor aðstoðað verkefnastjórann í hans daglegu störfum? Getur húmor lyft stemningunni hjá teyminu og verkefnastjóranum? Getur húmor aukið líkurnar á árangri í verk- efnum? Svar Guðmundar Gauta Guðmundssonar við þessum spurningum var já. Verkefni hans fjallar um húmor og hvort hann eigi heima í hugtakalykli (e. The Eye of Competence) Alþjóðlegu Verkefnastjórnunarsamtakanna en hugtakalykillinn fjallar um þá eiginleika sem einkenna góðan verkefnastjóra. Könnun var lögð fyrir verkefnastjóra, stjórnendur fyrirtækja sem og nemendur í MPM-náminu við Háskóla Íslands til að meta mikilvægi húmors í þeirra augum. Niðurstaðan sýnir að húmor getur verið mikilvægur eiginleiki verkefnastjórans og þýðingarmikill þáttur í því að ná markmiðum verkefna. Hvatning eykur árangur liðsheilda Kristín Leopoldína Bjarnadóttir Besta leiðin til að halda í gott fólk, hvort sem er í vinnuumhverfi eða íþróttaliði, er að veita því krefjandi og spennandi verkefni. Sýna þeim traust, veita þeim aukna ábyrgð og virkja þá í ákvarðanatöku. Þá er markmiðasetning lykilatriði til að ná árangri. Þetta er meðal niðurstaðna í lokaverkefni Kristínar Leopoldínu Bjarnadóttur, þar sem hún kannaði hvernig árangurs- ríkast er að hvetja liðsheildir til árangurs. Samanburður var gerður á svörum tveggja verkefnastjóra og tveggja þjálfara, sem hafa náð afburðaárangri með íþróttalið, og kannað hvort hægt sé að heimfæra hvataðferðir íþrótta yfir á verkefna- stjórnun. > Þú fi nnur ítarlegar upplýsingar á www.tr.is > Þjónustufulltrúar í síma 560 4400 og 800 6044 (grænt nr.) > Sendu okkur fyrirspurn á netfangið tr@tr.is > Netsamtal – beint samband í gegnum www.tr.is > Umboðsmenn TR á landsbyggðinni veita upplýsingar > Tryggur.is þjónustuvefur Tryggingastofnunar Veldu þá leið sem hentar best – fyrir þig!Hafðu samband Ný þjónusta Við breytingar á lögum nr. 70/2009 um almanna- tryggingar var leiðarljós stjórnvalda að vernda hag tekjulægstu lífeyrisþeganna. Samkvæmt því helst óbreytt sérstök uppbót til framfærslu, sem sett var með reglugerð á síðasta ári. Helstu breytingar eru: Nýjar greiðsluáætlanir Greiðsluáætlanir eru aðgengilegar á þjónustuvefnum tryggur.is. Í lok júlí, að loknu uppgjöri 2008, verður send út ný greiðsluáætlun ásamt uppgjörsbréfi . Mikilvægt er að tekjuáætlanir lífeyrisþega sem Tryggingastofnun miðar útreikninga lífeyris við séu vandaðar. Starfsfólk Tryggingastofnunar og umboða um allt land aðstoðar gjarnan við endurskoðun og gerð tekjuáætlunar. Með vandaðri tekjuáætlun er hægt að koma í veg fyrir ofgreiðslur eða vangreiðslur sem þarf að leiðrétta síðar. Öll rafræn þjónusta er á www.tryggur.is og nánari upplýsingar eru á www.tr.is. Upplýsingar og ráðgjöf má fá í þjónustumiðstöð, Laugavegi 114 í Reykjavík og umboðum hjá sýslumönnum um allt land. Ellilífeyrisþegar Frítekjumark á atvinnutekjur ellilífeyrisþega við útreikning tekjutryggingar lækkar og verður 40.000 kr. á mánuði. Tekið er upp nýtt frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur við útreikning tekjutryggingar, 10.000 kr. á mánuði. Heimild til að velja á milli frítekjumarks og þess að telja 60% af atvinnutekjum til tekna við útreikning tekjutryggingar er afnumin. Lífeyrissjóðstekjur hafa nú áhrif á útreikning grunnlífeyris. Frítekjumark er 214.602 kr. á mánuði. Skerðingarhlutfall tekjutryggingar hækkar úr 38,35% í 45%. Örorkulífeyrisþegar Aldurstengd örorkuuppbót skerðist vegna tekna. Heimild til að velja á milli frítekjumarks og þess að telja 60% af atvinnutekjum til tekna við útreikning tekjutryggingar er afnumin. Lífeyrissjóðstekjur hafa nú áhrif á útreikning grunnlífeyris. Frítekjumark er 214.602 kr. á mánuði. Skerðingarhlutfall tekjutryggingar hækkar úr 38,35% í 45%. Breytingar á lögum um almannatryggingar sem tóku gildi 1. júlí sl.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.