Fréttablaðið - 04.07.2009, Page 62

Fréttablaðið - 04.07.2009, Page 62
OKKUR LANGAR Í … utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Kolbrún Björt Sigfúsdóttir Það er byrjun júlí og ég er að skoða helstu tískustrauma í haust- og vetrar línunni. Blúndur segja þeir. Svart og rómantískt í bland við áhrif frá níunda áratugnum, en ekki hvað? Er nokkur lína laus við þau? Það er byrjun júlí og ég er farin að spá í því hverju ég mun klæðast í vetur. Eins og veturinn sé ekki nógu langur, hans sé sárt saknað héðan úr sól- inni. Tískan er aldrei í núinu. Hún er á morgun eða í gær en aldrei í dag. Um leið og orðin „það heit- asta í dag“ hafa verið muldruð er augnablikið farið. Það sem var heitast í dag er orðið allra og þar með hallærislegt. Tíska sérhvers tíma er því bara til í fortíð og framtíð. Þess vegna eru þeir sem eru skrefinu á undan, til dæmis í svörtu á sumrin og gulu á veturna, oft taldir tískugoð eða frömuðir. Hvers vegna gerum við það þá ekki öll? Einfaldast væri náttúrlega að vera allan daginn, alla daga í svörtu. Svart er hið nýja svart jafnvel þegar grátt er hið nýja svart. Getur það klikkað? Ef tískan er aldrei núsins er erf- itt að tolla í henni, nema maður sé alltaf í eigin stíl. Með svart er það vitað að næsta haust verður það aftur orðið heitt (þar með kalt um leið) og þú verð- ur stjarna sumarsins. Eins gott að birgja sig upp af svitalyktareyði. Svo er sagt að tískan gangi alltaf í hringi. Getur maður þá bara valið sér áratug til að tolla í? Hring- irnir eru orðnir svo stuttir að maður verður örugg- lega á toppi tískunnar einu sinni á ári, oftar ef maður ákveður að níundi áratugurinn hafi alltaf klætt mann best. Tvenns konar tískugoð eru til; þau sem eru sjálfum sér samkvæm, það er yfirleitt í svipuðum stíl, annars vegar og hins vegar þau sem eru alltaf að breytast, yfirleitt óháð því sem á að þykja fínt og flott. Í seinni flokk- inn falla til dæmis Madonna og David Bowie. Í þann fyrri mætti flokka Michael Jackson, Audrey Hepburn og Jackie Kennedy. Það sem þetta fólk á hins vegar allt sameiginlegt er að það fylgir ekki tískunni, tískan fylgir því. Er þá nokkuð hægt að gera annað en að forðast tískuna eins og heitan eldinn? Tískan er ekki til í núinu SVART Hér sjást föt úr vor- og sumarlínunni 2010 eftir Marcel Ostertag. > TÍSKUFRÉTT VIKUNNAR Rapparinn Kanye West er í eins konar starfsnámi hjá Gap í New York. Kanye reynir að afla sér eins mikillar vitneskju um fatahönnun og tískugeir- ann eins og hann getur áður en hann kemur eigin hönnunarlínu á laggirnar. litrík sólgleraugu til að nota í sólinni. þennan yndislega blómahring og eyrnalokka í stíl frá Steinunni Völu Sigfúsdóttur. fallega bleikan varalit fyrir sumarið. Þó að veðrið hafi ekki leikið við okkur Íslendinga það sem af er sumri er engin ástæða til að halda áfram að klæðast svörtu í sumar. Falleg mittishá pils og skemmtilegar stutt- buxur eru tilvalinn klæðnaður fyrir sumar fríið eða bæjar- röltið. Einnig koma röndóttir eða doppóttir bolir sterkir inn ásamt skemmtilegum munstrum og blómlegum litum, á borð við gulan, rauðan og laxableikan, sem munu kalla fram sólskinsskapið í hverjum manni. - sm STERKIR OG BLÓMLEGIR LITIR ERU ALLSRÁÐANDI Í SUMAR: Sól í hjarta og blóm í haga BLÓMLEGIR KJÓLAR Fallegir kjólar með blómamynstri verða vinsælir í sólinni í sumar. SUMARPILS Þetta pils fæst í versluninni Spútnik í Kringlunni. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /A N TO N GLAÐLEGUR BOLUR Bolurinn fæst í versluninni Spútnik í Kringlunni. Ný fatalína hönnuðarins Jet Kor- ine, #01 Endless Light, verður frumsýnd í versluninni Belleville á Laugavegi í dag. Þetta er fyrsta línan sem hún hannar undir eigin nafni og eru flíkurnar nokkuð sérstakar fyrir þær sakir að þær eru allar unnar á lífrænan hátt. „Ég var búin að starfa í tísku- bransanum í nokkur ár og fékk svo á endanum ógeð. Ég er með ákveðnar hugmyndir um heiminn og heimilið og vil sjálf hafa sem mest lífrænt og umhverfisvænt í kringum mig og þegar ég upp- götvaði hvað tískubransinn var fjarri þeim hugsunarhætti fannst mér ég ekki geta tekið þátt í þessu lengur. Þegar ég fór af stað með þessa fatalínu vildi ég ekki setja nafnið mitt við neitt sem ekki væri lífrænt í framleiðslu,“ segir Jet um hugmyndina að baki lín- unni. Fötin eru handlituð með nátt- úrulegum lit og svo þvegin upp úr sjó; með þessari aðferð skipt- ir flíkin litum í mismunandi birtu og breytist eftir því hversu mikið hún er notuð. Frumsýningarteitið hefst klukk- an 16 og verður gestum þá boðið að skoða flíkurnar auk þess sem sérstök innsetning verður í glugga verslunarinnar. - sm Breytast eftir veðri og vindum NÁTTÚRULEGAR FLÍKUR Jet Korine mun selja hönnun sína í versluninni Belleville, sem er í eigu Bjarna og Önnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þú gætir unniÐ bíómiÐa! SendU SMS skeytiÐ ESL ICE á númeriÐ 1900 vinningar eru: Tölvuleikir, dvd myndir, bíómiÐAR, GOS og margt fleira WWW.BREIK.IS/ISOLD FRUMSÝND1. JÚLÍ Í SJÁÐU MYNDINASPILAÐU LEIKINN! 9. hver vinnur! Vinningar verða afhentir í ELKO Lindum.149 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. SKEMMTILEG SAMSETNING Þessi röndótti kjóll í svörtu og hvítu fer vel með dökkbláum jakka.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.