Fréttablaðið - 04.07.2009, Page 70

Fréttablaðið - 04.07.2009, Page 70
46 4. júlí 2009 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is KR-ingar misstu stóran spón úr aski sínum í gær þegar leikstjórn- andinn Jakob Örn Sigurðarson skrifaði undir eins árs samning við sænsku meistarana í Sundsvall Dragons. Hann er því annar Íslendingurinn sem fer í sænska boltann en þjálfarinn Sigurður Ingimundarson mun þjálfa Solna á næstu leiktíð. „Þetta leggst bara vel í mig. Þetta er öflugt og traust félag sem sýndi mikinn áhuga á að fá mig. Þeir unnu deildina í fyrra og stefna á að verja titilinn næsta vetur. Þetta er félag með mikinn metnað,“ segir Jakob Örn sem er með fleiri járn í eldinum. „Ég fékk tilboð frá Danmörku og Belgíu sem ég hafnaði. Svo voru einhver félög að skoða mig á Spáni en ég ákvað að kýla á þetta,“ segir Jakob sem segist vera mjög sáttur við samninginn sem hann fékk hjá félaginu. „Ég þekki lítið til þessarar deildar. Hef ekki séð neina leiki þaðan en hef spilað á móti sænska landsliðinu og það er sterkt. Þetta á að vera nokkuð sterk deild en það er talað um að sænska og finnska deildin séu þær sterkustu á Norðurlöndunum,“ segir Jakob en hann gerir aðeins eins árs samning líkt og er oft gert í körfuboltanum í Evrópu. „Það var ekki lengri samningur í boði. Svona er karfan bara í Evrópu, þar er mikið um eins árs samninga og sérstaklega ef maður fer í nýtt lið. Ef maður stendur sig vel fær maður kannski lengri samning.“ Það var mikil lyftistöng fyrir íslenskan körfubolta þegar Jakob og Jón Arnór Stefánsson snéru heim úr atvinnu- mennsku síðasta vetur til þess að leika í eitt ár með uppeldisfélagi sínu, KR. „Það var alltaf stefnan að fara aftur út eftir þetta eina ár. Ástandið hér heima er svo ekki beint að halda í mann. Engu að síður var frábært að koma hér heim í eitt ár og ég er gríðarlega sáttur með þetta ár. Sé alls ekki eftir því að hafa komið heim. Núna er ég bara til í að fara aftur út og gera þetta á fullu,“ segir Jakob og bætir við: „Það var rétt ákvörðun að koma heim og gaman að koma aftur í íslenska hversdags- leikann. Þetta var hrikalega gaman.“ JAKOB ÖRN SIGURÐARSON: SKRIFAÐI UNDIR EINS ÁRS SAMNING VIÐ SÆNSKU MEISTARANA Í SUNDSVALL Sé alls ekki eftir þessu ári hérna heima > VISA-bikarinn um helgina Fimm leikir fara fram í 16 liða úrslitum VISA-bikars karla á morgun. Tveir innbyrðisleikir liða úr Pepsi-deildinni eru þá í boði en ÍBV og FH mætast í Vestmanna- eyjum og Fram og Grindavík mætast í Laugardalnum. Þá fá Keflvíkingar 1. deildarlið Þórs frá Akureyri í heimsókn, Fylkir og 1. deildar lið Fjarðabyggðar mætast í Árbænum og 2. deildarlið Hattar freistar þess að slá út Breiðablik á Kópavogs- velli. Verð kr. 265.000.- Hrein fjárfesting ehf Dalbraut 3 105 reykjavík • rainbow@rainbow.is Sími verslun 567 7773 . kvöld og helgar 893 6337 www.rainbow.is Rainbow Bjóðum nokkrar Rainbow á 186,000 Eða gömul Rainbow upp í nýja tilboð 155,000 Eigum einnig notaðar yfi rfarnar rainbow með ábyrgð verð 80.000 tilboð 58.000 meðan byrgðir endast. FÓTBOLTI Valsmenn sendu frá sér tilkynningu í gærdag um að Atli Eðvaldsson myndi stýra Hlíðar- endaliðinu það sem eftir lifir leik- tíðar. Atli er Valsmönnum að góðu kunnur en hann lék með meistara- flokki félagsins á árunum 1974- 1980 og svo aftur árin 1988-1989 en hann hefur áður þjálfað ÍBV, Fylki, KR og Þrótt ásamt því að vera fyrrverandi landsliðsþjálf- ari Íslands. Atli var ekki lengi að svara þegar kallið kom frá Vals- mönnum. „Þetta var hálfgert sprett- hlaup því þetta gerðist allt svo fljótt. Ég var búinn að heyra af möguleikanum á stöðunni degin- um áður en Valsmenn hringdu í mig í hádeginu og við fórum yfir stöðuna og eftir að ég var búinn að hringja nokkur símtöl og ræða við mitt fólk þá gaf ég grænt ljós á þetta,“ segir Atli. Tími til að rísa upp Valur steinlá sem kunnugt er fyrir Íslandsmeisturum FH í síðasta leik sínum í Pepsi-deildinni en Atli er fullur tilhlökkunar að takast á við komandi verkefni með Valsmönn- um. Hann segist lengi hafa beðið eftir þessu tækifæri og er hvergi banginn. „Ég hefði náttúrlega átt að vera fyrir löngu kominn á Hlíðarenda en núna þegar neyðin er mest þá verð ég að segja að ég kvíði engu. Þegar ég var að spila með Val þá þekktum við bara sigur. Það er metnaðurinn sem Valur hefur stað- ið fyrir og á að standa fyrir og ég mun reyna að koma þeim skilaboð- um til leikmannanna. Það hefur nú líka oft verið sagt að það sé allt í lagi að bogna, bara ef maður brotn- ar ekki. Ef maður bara bognar, þá reisir maður sig einfaldlega upp aftur. Nú er tími til þess að rísa upp,“ segir Atli. „Strákarnir eiga eftir að fá að kynnast mér og ég þeim en ég þekki auðvitað þessa stráka og veit hverjir þetta eru. Ég er því sannfærður um að við munum finna réttu línuna í sameiningu og ná góðum árangri,“ segir Atli að lokum. Mikill heiður Guðmundur Benediktsson, fram- herji KR, var fyrsti kostur hjá Valsmönnum þegar þeir leituðu að eftirmanni Willums Þórs en Vesturbæjarliðið vildi ekki sleppa hendi af honum. Guðmundur er þakklátur Valsmönnum fyrir að hafa haft trú á sér en það sama gildi í raun í garð KR-inga. „Mér fannst það að sjálfsögðu vera mikill heiður að Valsmenn skyldu vilja fara þessa leið og greinilegt að þeir bera mikið traust til mín. Ég er mjög þakklát- ur fyrir það en það var bara ekki í mínum höndum hvort af yrði eða ekki. Ég er samningsbundinn KR sem vill halda mér og það er líka ákveðin viðurkenning þannig að ég er alveg ánægður,“ segir Guð- mundur. omar@frettabladid.is Munum ná góðum árangri Valsmenn voru fljótir að tryggja sér þjónustu Atla Eðvaldssonar í þjálfarastarf á Hlíðarenda eftir að viðræður við KR út af Guðmundi Benediktssyni sigldu í strand í gær. Atli segist lengi hafa beðið eftir rétta tækifærinu til að þjálfa Val. TILHLÖKKUN Atli Eðvaldsson getur ekki beðið eftir því að mæta til starfa á Hlíðar- enda og segist í raun hafa beðið lengi eftir þessu tækifæri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Valur og Stjarnan unnu góða sigra í Pepsi-deild kvenna í gær og eru áfram efst og jöfn. Valur vann 4-1 sigur á KR og Stjarnan vann 3-0 sigur á Aftur- eldingu/Fjölni. Breiðablik missteig sig hins vegar á Akureyri. Valsstúlkur gerðu út um leikinn gegn KR á Vodafonevellinum með fjórum mörkum í fyrri hálfleik en Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði tvö mörk og Katrín Jónsdóttir og Dóra María Lárusdóttir sitt mark- ið hvort. Katrín Ásbjörnsdóttir minnkaði svo muninn fyrir KR. Stjarnan vann öruggan 3-0 sigur gegn Aftureldingu/Fjölni en Stjörnustúlkur hafa unnið alla fimm heimaleiki sína í deildinni, með markatölunni 14-1. Þór/KA náði fram hefndum gegn Blikastúlkum með 2-0 sigri en fyrri leikur liðanna endaði 6-1 í Kópavogi. Dragan Stojanovic, þjálfari Þórs/ KA, var í skýjunum með sigur liðs síns í gær en Rakel Hönnudóttir skoraði bæði mörk Þór/KA. „Ég er gríðarlega ánægður með lið mitt og mér fannst við spila vel í níutíu mínútur. Við unnum frá- bæran sigur gegn frábæru liði og erum nú að nálgast toppinn eftir erfiða byrjun á mótinu,“ segir Dragan glaður í bragði. Þá vann Grindavík 2-1 sigur gegn ÍR á heimavelli og Fylkir vann 8-0 stórsigur á lánlausu liði Keflavíkur sem er enn án stiga á deildinni. - óþ Baráttan í Pepsi-deild kvenna heldur áfram en heil umferð var leikin í gær: Öruggur sigur Valsstúlkna VALSSIGUR Valsstúlkur lentu ekki í erfið- leikum gegn KR í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.