Fréttablaðið - 04.07.2009, Síða 73

Fréttablaðið - 04.07.2009, Síða 73
LAUGARDAGUR 4. júlí 2009 49 TENNIS Roger Federer og Banda- ríkjamaðurinn Andy Roddick mætast í úrslitaleik Wimbledon- mótsins á morgun en Svisslend- ingurinn Federer er talinn mun sigurstranglegri. Federer er fimmfaldur Wimb- ledon-meistari en hann hafði unnið fimm ár í röð þangað til Spánverjinn Rafael Nadal vann hann í úrslitaleiknum í fyrra. Ef Federer vinnur á morgun verður það fimmtánda stórmótið sem hann vinnur á ferlinum, sem er met, en hann og Bandaríkja- maðurinn Pete Sampras deila nú metinu. Hjá konunum eru það systurnar Serena og Venus Willi- ams sem mætast í úrslitaleikn- um í dag en þetta verður í fjórða skiptið sem þær mætast í úrslita- leik Wimbledon-mótsins. Serena hefur tvisvar unnið mótið og í bæði skiptin var það gegn Venus en Venus hefur aftur á móti alls fimm sinnum unnið mótið. - óþ Úrslitaleikur Wimbledon: Federer getur sett nýtt met MEISTARI Roger Federer getur unnið sinn fimmtánda stórtitil á ferlinum á morgun. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Framherjinn Michael Owen gekk í gær í raðir Eng- landsmeistara Manchester United en hann kemur þangað á frjálsri sölu frá Newcastle og skrifaði undir tveggja ára samn- ing við félagið. Félagaskiptin hafa vakið óskipta athygli á Englandi og víðar enda gerði Owen garð- inn frægan hjá erkifjendunum í Liverpool á sínum tíma. Knatt- spyrnustjórinn Sir Alex Fergu- son er ekki smeykur að veðja á hinn oft á tíðum meiðslum hrjáða Owen. „Michael er framherji á heims- mælikvarða. Hann hefur sýnt það og sannað í gegnum árin að hann getur skorað mörk og ég held að hann sé fullur tilhlökkunar að takast á við komandi áskorun að spila með United.“ Owen er þakklátur knattspyrnustjór- anum fyrir að hafa trú á sér. „Þetta er frábært tækifæri fyrir mig og ég ætla að grípa það með báðum höndum. Ég er gríðar- lega þakklátur Sir Alex fyrir að hafa trú á mér og ég stefni á að endurgjalda honum traustið með mörkum og góðri frammistöðu á vellinum. Ég var byrjaður að tala við önnur félög þegar Sir Alex hringdi í mig á miðvikudag og bauð mér í morgun mat. Við rædd- um málin, þetta er niður staðan og ég er í skýjunum,“ segir Owen í samtali við fréttastofuna Sky Sports. - óþ Óvænt tíðindi gerðust í enska boltanum í gær: Owen til United Tenerife í vetur Verð frá: 59.900 kr.* sumarferdir.is * Flug báðar leiðir með sköttum og öðrum greiðslum. Verð miðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500 kr. fyrir hvern farþega. Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu ...eru betri en aðrar ÓVÆNT Owen er væntanlega ekki ofarlega á vinsældalista Liverpool-aðdá- enda núna. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.