Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.07.2009, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 21.07.2009, Qupperneq 6
6 21. júlí 2009 ÞRIÐJUDAGUR SAMGÖNGUR Bílprófsaldurinn verð- ur hækkaður í átján ár, og leyfi- legt áfengismagn í blóði ökumanna lækkar um meira en helming nái breytingar sem nefnd samgöngu- ráðherra vill gera á umferðar- lögum fram að ganga. Kristján L. Möller samgöngu- ráðherra skipaði nefnd til að endur- skoða umferðarlögin í nóvember 2007, og hefur hún nú skilað til lög- um sínum til ráðherra. Tillögurn- ar eru á formi frumvarps, og geta áhugasamir gert athugasemdir við frumvarpið, sem finna má á vef ráðuneytisins, til 15. september. Eitt af því sem nefndin leggur til er að bílprófsaldurinn verði hækkaður úr sautján árum í átján. Leggur nefndin til að það verði gert í áföngum. Árið 2012 verði ökumenn að hafa náð sautján ára og þriggja mánaða aldri, árið 2013 sautján ára og sex mánaða, árið 2014 sautján ára og níu mán- aða aldri, og að átján ára aldurs- takmarkið verði komið að fullu til framkvæmda árið 2015. Í greinargerð með frumvarps- drögum nefndarinnar segir að slysatíðni þeirra sem taki bílprófið sautján ára sé talsvert hærri en hjá þeim sem taki prófið átján ára. Búast megi við því að þeir sem taki prófið átján ára valdi sex pró- sentum færri slysum en þeir sem taki prófið sautján ára. Þá er einnig bent á að einstak- lingar verði lögráða við átján ára aldur. Núverandi fyrirkomulag valdi vanda þegar ólögráða öku- menn lendi í slysi sem valdi þeim eða öðrum fjárhagslegu tjóni. „Auðvitað eru skiptar skoðan- ir innan okkar stéttar,“ segir Jón Haukur Edwald, formaður Öku- kennarafélags Íslands, sem átti sæti í nefnd samgönguráðherra. „Við stöndum ekki á móti þessu ef þetta stendur til bóta,“ segir Jón Haukur. Hann segir mikilvægt að breytingin verði gerð í fjórum áföngum. Verði bílprófsaldurinn hækkaður um eitt ár í einu vet- fangi myndi það „ganga af stétt- inni dauðri“. Almenna reglan í Evrópusam- bandinu er sú að bílprófsaldurinn sé átján ár, segir Kjartan Þórðar- son, sérfræðingur hjá Umferðar- stofu. Heimildir séu fyrir því að lækka bílprófsaldurinn í sautján ár, en sér vitanlega hafi aðeins Bret- land, Írland, Pólland og Austurríki, auk Íslands, leyft sautján ára fólki að taka bílprófið. Kjartan segir að umræða hafi verið um að hækka bílprófsaldurinn í átján ár í Bretlandi fyrir rúmum áratug. Niðurstaðan hafi verið sú að gera það ekki. Rannsóknir hafi sýnt að nýir átján ára ökumenn hafi verið alveg jafn reynslulausir og nýir sautján ára ökumenn. Því hafi verið hætt við að hækka bílprófs- aldurinn. brjann@frettabladid.is NOTAÐU FREKAR VISA TÖFRASTUNDIR VISA Í SUMAR ÞÚ GÆTIR UNNIÐ Á HVERJUM DEGI! 100 stórglæsilegir ferðavinningar að verðmæti yfir 4.000.000 kr. fyrir alla sem www.gottimatinn.is góðir með grillmatnum – Tilbúnir til notkunar! Þarf í mesta lagi að setja þá í skál. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -1 0 9 7 fituminnstagrillsósan! loksins fáanlegiraftur! Vilja bílprófsaldur í átján ár í áföngum Nefnd samgönguráðherra leggur til viðamiklar breytingar á umferðarlögum. Ísland er eitt fárra Evrópulanda með sautján ára bílprófsaldur. Mikilvægt að hækka aldurinn ekki í einu stökki segir formaður Ökukennarafélags Íslands. SAMRÆMA HRAÐA Nefnd samgönguráðherra leggur meðal annars til að hámarkshraði á þjóðvegum landsins verði 90 kílómetrar á klukkustund fyrir öll ökutæki. Í dag er hámarkshraðinn 80 kílómetrar á klukkustund hjá stórum bílum og bílum með tengivagn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ekki er fýsilegt að tekjutengja umferðarsektir, eins og gert er í Finnlandi, að mati nefndar samgönguráðherra sem fjallað hefur um breytingar á umferðar- lögum. Slík tekjutenging myndi hafa ýmsa ókosti í för með sér, til dæmis þyrfti mun umfangsmeiri útreikninga en nú tíðkast til að ákvarða sektir. Þá bendir nefndin á að tekjutengingin geti reynst þungbær þeim sem verði fyrir mikilli tekjuskerðingu, til dæmis vegna atvinnuleysis, séu sektir miðaðar við skattframtal síðasta árs. Einnig geti verið erfitt að ákveða upphæð sekta fyrir erlenda ökumenn. Tekjutenging virðist ekki hafa teljanleg áhrif á almennt umferðaröryggi í Finnlandi, að því er fram kemur í greinargerð með drögum að frumvarpi sem nefndin hefur sent samgönguráðherra. Þar segir að tíðni umferðarlagabrota í Finnlandi sé áþekk því sem gerist hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. FINNSKA LEIÐIN EKKI TALIN FÝSILEG Meðal þess sem nefnd sem unnið hefur að endurskoðun umferðarlaga leggur til eru eftirfarandi breytingar á umferðarlögum: ■ Bílprófsaldurinn hækki úr sautján árum í átján í áföngum. ■ Leyfilegt áfengismagn í blóði við akstur lækki úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. ■ Hámarkshraði á þjóðvegum verði 90 kílómetrar á klukkustund fyrir öll ökutæki, ekki lægri fyrir stór ökutæki og bíla með tengivagna eins og er nú. ■ Allir eftirvagnar verði skráningarskyldir, ekki bara þeir sem eru yfir 750 kílógrömmum eins og í dag. ■ Fangelsisrefsingum verði beitt í ríkari mæli við alvarlegum umferðarlaga- brotum, til dæmis hraðakstri, ölvunarakstri og akstri án ökuréttinda. ■ Sviptingartími vegna alvarlegra brota verði að jafnaði lengdur. FANGELSISREFSINGUM VERÐI BEITT OFTAR SJÁVARÚTVEGUR Fjögur skip HB Granda voru á síldveið- um um 100 sjómílur norður af Melrakka sléttu um helgina. Mikið var um síld, makríl og loðnu auk þess sem fjöldi hnúfu- baka sást. Það vakti athygli skipverja á skipinu Lundey NS að makríll, sem veiddist með síldinni, var ýmist fullur af loðnu eða síld. Skipverjarnir halda úti heima- síðu þar sem þetta kemur fram. Maginn í makrílnum var skoð- aður og var mikill meirihluti hans með loðnu í maganum og margir með rauðátu og síldar- hreistur líka. - þeb Skipverjar á Lundey NS: Makríllinn étur loðnu og síld Ertu hrædd(ur) við svínaflensuna? Já 37,8% Nei 62,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Eiga lífeyrissjóðirnir að hlaupa undir bagga með Landsvirkjun við fjármögnun? Segðu þína skoðun á vísir.is. KJÖRKASSINN FILIPPSEYJAR, AP Maður frá Sádi- Arabíu giftist filippseyskri konu til þess eins að hún gæti gefið honum annað nýra sitt. Talið er víst að maðurinn hafi ætlað að kaupa nýrað og giftingin hafi verið yfirhylming. Lög um líffæragjöf eru mjög ströng á Filippseyjum til þess að reyna að koma í veg fyrir sölu á líffærum. Undantekningar eru gerðar þegar líffæragjafi er tengdur fjölskylduböndum eða öðrum tilfinningalegum böndum. Sádi-Arabinn sótti um ígræðslu og skráði eiginkonu sína sem gjafa. Upp komst um svikin þegar í ljós kom að þau voru nýgift og maðurinn talaði hvorki ensku né filippseysku, og konan talaði ekki arabísku. - þeb Sádiarabískur maður: Giftist til að fá nýra konunnar Lítil vandræði í kosningum Engin stórvægileg vandamál komu upp við framkvæmd kosninga í Már- itaníu, samkvæmt franska utanrík- isráðuneytinu. Ráðuneytið viður- kenndi þó ekki meintan sigurvegara kosninganna, Mohamed Ould Abdel Aziz. Andstæðingar hans hafa sagt að kosningasvindl hafi átt sér stað. MÁRITANÍA Ómerkja ekki tímamótadóm Hæstiréttur í Indlandi ætlar ekki að ómerkja dóm dómstóls í Delhi þess efnis að kynlíf samkynhneigðra sé ekki refsivert. Dómurinn var tíma- mótadómur fyrir samkynhneigða, en hefur einnig vakið mikla reiði trúarleiðtoga. Dómurinn mun fá að standa þangað til hæstiréttur dæmir í málinu. INDLAND ÍRAN, AP Æðsti leiðtogi Írans, Aya- tollah Ali Khamenei, varaði stjórn- arandstöðu landsins í gær við því að halda áfram mótstöðu sinni. Við- vörunin kom í kjölfar þess að fyrr- verandi forseti Írans, Mohammad Khatami, kallaði eftir þjóðarat- kvæðagreiðslu um lögmæti ríkis- stjórnarinnar. Það sé eina leiðin út úr því ástandi sem nú ríki í land- inu. Khatami gagnrýndi klerka- stjórnina óbeint með því að segja að óháðir aðilar, sem almenning- ur gæti treyst, yrði að annast slíka kosningu. Klerkastjórnin hafði umsjón með forsetakosningunum. Annar fyrrum forseti, Akbar Hashemi Rafsanjani, hefur gagn- rýnt æðsta leiðtogann og forset- ann. Á föstudag krafðist hann þess að öllum þeim sem voru handteknir í mótmælum eftir forsetakosning- arnar yrði sleppt. Rafsanjani er hátt settur meðal æðstu klerka landsins og stuðningur hans því mikilvægur fyrir stjórnarandstöð- una. Leiðtogi hennar, Mir Hossein Mousavi, lét hörð orð falla í garð stjórnarinnar og Khamenei sjálfs í gær. Hann sagði að íranska þjóð- in hefði verið móðguð með ásök- unum um að mótmælin eftir for- setakosningarnar í landinu hefðu verið skipulögð af útlendingum. Þá sagði hann klerkastjórnina nú þurfa að takast á við nýjan hlut; þjóð sem hefði verið vakin og ætl- aði að verja afrek sín. - þeb Æðsti leiðtogi landsins varar stjórnarandstöðuna við mótstöðu: Áframhaldandi spenna í Íran ÆÐSTU LEIÐTOGAR Ayatollah Ali Khamenei hélt ræðu í Teheran í gær, og Ahmadinejad forseti og aðrir embættis- menn sátu við hlið hans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.