Fréttablaðið - 21.07.2009, Page 14

Fréttablaðið - 21.07.2009, Page 14
 21. júlí 2009 ÞRIÐJU- DAGUR 2 SNYRTIVÖRUFRAMLEIÐANDINN MÁDARA var nýverið valinn umhverfisvænasta fyrirtækið árið 2009 í Lettlandi. Alls kepptu 150 fyrirtæki um titilinn. Vörur frá Mádara fást í Heilsuhúsinu og Lyfju Smáralind. „Þetta eru Norður landa sumar- búðir fyrir hjartveika unglinga á aldrinum fjórtán til átján ára sem hafa verið í gangi í tuttugu ár í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Dan- mörku,“ segir Guðrún Bergmann, formaður Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna, en sumarbúð- irnar eru haldnar í fyrsta sinn á Íslandi og standa frá 19. til 26. júlí á Laugarvatni. Íslendingar taka þátt í fjórða sinn í ár. Þegar Guðrún er innt eftir því af hverju ákveðið hafi verið að halda sumarbúðirnar á Íslandi segir hún: „Það er meira samstarf á milli Norðurlandanna núna og við kom- umst allt í einu að því að við eigum fullt af hjartveikum unglingum,“ segir Guðrún og bætir við að þegar Neistinn frétti af þessum norrænu sumarbúðum hafi verið ákveðið að fara í samstarf og íslenskir ungl- ingar sendir í búðirnar. Guðrún segir að staðsetning búðanna gangi á milli Norður- landanna. Nú taka 45 unglingar þátt og eru fjórtán fararstjórar með í för. Aðspurð segir Guðrún að flestir unglingarnir séu að koma til Íslands í fyrsta skipti. „Það er voða gaman hérna og ekki skemm- ir veðrið fyrir. Við erum aðallega í leikjum til að kynnast og eigum eftir að skoða landið í vikunni, fara á Gullfoss og Geysi og Bláa lónið. Þeim finnst ekkert mál að fara frá Laugarvatni í Bláa lónið,“ upplýs- ir hún. „Margir lifa fyrir búðirnar og finnst ómetanlegt að hitta krakka sem eru í sömu stöðu og þeir sjálf- ir. Ég tek eftir því að í búðunum eru allir jafningjar,“ útskýrir Guðrún. Er ekki mikill undirbúningur að baki? „Jú, það var flókið að koma þessu saman en sem betur fer tókst það á endanum. Við fengum hjálp frá Norðurlöndunum og gátum spurt þau eins og við vildum. Svo fengum við aðstoð frá ýmsum fyrir- tækjum á Íslandi og lánaði Toyota okkur til dæmis tvo bíla til afnota og Neistinn þakkar fyrir það.“ Eru læknar og hjúkrunarfræð- ingar með í för? „Það er hjúkrunar- fræðingur með okkur alla vikuna sem fer hvert sem er með okkur. Nokkrir unglinganna eru á lyfjum og það þarf að fylgjast með að þeir taki þau. Svo létum við hjartalækn- inn okkar vita þannig að það er fullt af fólki á bakvakt til öryggis ef eitt- hvað kemur upp á.“ martaf@frettabladid.is Hjartveikir unglingar í sumarbúðir til Íslands Norðurlandasumarbúðir fyrir hjartveika unglinga eru haldnar í fyrsta sinn á Íslandi í vikunni en alls taka 45 börn frá fimm löndum þátt. Sumarbúðirnar hafa verið haldnar á Norðurlöndunum síðastliðin 20 ár.Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Á dagskrá Norðurlandasumarbúða fyrir hjartveika unglinga eru leikir, kynningar og Ísland verður skoðað. MYND/MIKKO NIIPALA Í sumarbúðunum eru 45 unglingar frá fimm löndum og fjórtán farastjórar. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.